Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2000, Blaðsíða 20
GEÐVERNDARFELAG
ÍSLANDS FIMMTUGT
Hinn 17. janúar sl.
hélt Geðvernd-
arfélagið upp á
fimmtíu ára afmæli sitt
með hátíðlegri athöfn í
Álfalandi 15 þar sem er
hið myndarlega áfanga-
heimili félagsins. Varþar
margt góðra gesta.
Formaður félagsins,
Tómas Zoéga flutti há-
tíðarræðu og stýrði sam-
komunni.
Tómas vitnaði til far-
sællar sögu félagsins
þessi fimmtíu ár, en frá
henni greint annars
staðar hér í blaðinu.
Flann minnti á samstarfið
við SÍBS á Reykjalundi
sem hefði svo mörgum rýmum þar
skilað, einnig samstarfsins við
Kiwanis-hreyfinguna - K-lykilinn
þeirra sem þjóðin hefur keypt undir
kjörorðinu: Gleymum ekki geð-
sjúkum. Átök góð gjörð í kjölfarið:
Bergiðjan, Álfalandið og íbúðir m.a.
Tómas kvað margt hafa áunnist en
enn væri átaka þörf svo víða. Ekki
síst þyrfti að huga að börnum og
unglingum svo og fullorðnum ein-
staklingum með mjög erfiða geðsjúk-
dóma. Minnti á nauðsyn samstarfs
kerfa þeirra er að koma: mennta-
mála-, félags- og heilbrigðismála.
Tómas fagnaði mjög aukinni um-
ræðu um geðsjúka og kvað Morgun-
blaðið hafa sinnt málum mjög vel. Þá
fagnaði hann einnig framtaki land-
læknis með að vekja sérstaka athygli
á þunglyndi nú í svartasta skamm-
deginu.
Bauð því næst heilbrigðis- og
tryggingaráðherra, Ingibjörgu
Pálmadóttur sérstaklega velkomna.
Ráðherra samfagnaði félaginu með
áfangann og árangurinn. Enn mætti
betur gjöra og vel skildi hún hvassa
baráttu þeirra sem bera málefnin sér-
staklega fyrir brjósti og vita um leið
hvar eldurinn heitast brennur.
Þakkaði félaginu starfið f.h. heil-
brigðisþjónustunnar m.a. í því að
rjúfa einangrun geðsjúkra og víkja
fordómum úr vegi. Afhenti síðan for-
manni gjafabréf. Undirritaður flutti
kveðju Öryrkjabandalags íslands í
bundnu máli.
Hannes Pétursson geðlæknir tók
næstur til máls og skýrði frá styrk-
veitingum úr Sjóði Ólaflu Jónsdóttur
en fyrst veitt úr sjóðnum 1996.
Styrkþegar nú voru Sigurður Örn
Hektorsson og félagar vegna rann-
sóknar á geðdeyfðarlyfjanotkun
sjúklinga og Ólafur Guðmundsson og
Kristinn Tómasson til úrvinnslu á
rannsókn um heilsutengd lífsgæði
foreldra geðsjúkra barna.
Tómas Zoéga skýrði frá heiðursfé-
lagakjöri en heiðursfélagar voru þeir
Tómas Helgason og Halldór Hansen
og fór Tómas nokkrum orðum um
Hlerað í hornum
Tveir litlir strákar voru að ræða sín á
milli um það hvers vegna fiskar gætu
ekki talað. Sá eldri fann fullgilda
skýringu. “Þeir geta náttúrulega ekki
talað með munninn fullan af vatni.”
Sá fimm ára var afar óþægur og
orðljótur bæði heima og á leik-
skólanum og foreldramir vissu engin
þeirra dýrmætu og miklu
störf fyrir félagið sem og
geðverndarmál í landinu.
Tómas Helgason
þakkaði fyrir hönd
þeirra heiðursfélaganna.
Hann minnti á hve marg-
ir hefðu lagt hönd á plóg
í gegnum tíðina.
Hann minntist fyrstu
stjórnarmanna: Helga
Tómassonar, Guðríðar
Jónsdóttur, séra Jakobs
Jónssonar og Arnfinns
Jónssonar.
Hann minnti á það að
erindi hjá Geðverndarfé-
laginu hefðu ævinlega
fengið inni í Lesbók
Morgunblaðsins. Takmark félagsins
að tryggja geðsjúkum jafnrétti á við
aðra í samfélaginu. Hann nefndi til
sögu tvo menn sem unnið hefðu vel
hvor á sínu sviði: Magnús Kjartans-
son ráðherra sem hrint hefði í fram-
kvæmd byggingu geðdeildar Land-
spítalans og Jón Sigurðsson borgar-
lækni sem tryggt hefði geðdeild við
Borgarspítalann öðrum fremur.
Hvatti fólk til farsælla dáða i fram-
tíðinni. Menn þágu hina ljúffengustu
veitingar í boði Geðvemdarfélagsins
og fór athöfn þessi einkar vel fram.
Öryrkjabandalag íslands árnar
þessu aðildarfélagi sínu allra heilla í
baráttu sinni fyrir bættum hag geð-
sjúkra, enn fleiri áfangasigrum á
sóknarleið.
ráð til að hafa hemil á dreng. Þau
báðu því afann sem drengnum þótti
afar vænt um að tala nú um fyrir
dreng. Afinn tók þetta að sér og
spurði hann að því hvort hann væri
óþægur og orðljótur í leikskólanum.
“Hver segir það?”, spurði strákurinn
kotroskinn. “Það var lítill fugl sem
hvíslaði þessu að mér”. Þá sagði
strákur sem var vanur að gefa smá-
fúglunum. “Lítill fugl, og svo er
maður að gefa þessum andskotum.”
H.S.
20