Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2000, Blaðsíða 43

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2000, Blaðsíða 43
Hringsjá. Léttir væri að ljúka starfi, söknuður að yfirgefa um leið samfélag einkar gott og gjöfult. Hún sagðist hafa reynt eftir megni að leggja sitt lóð á vogarskálar, verið eins konar þrýstiskrúfa á stjórn- völd. Gefandi hefði það verið að geta byggt upp og feta giftubraut alla stund. Hún fullyrti að Hringsjá hefði unnið hið mark- verðasta brautryðjenda- starf, þróast og þroskast, áunnið sér virðingu og traust stjórnvalda sem og annarra og nemendur borið starfinu frábært vitni sem víða væri eftir tekið, en lán Hringsjár að hafa framúr- skarandi starfsfólk sem frætt hefði, þjálfað og byggt upp nemendur sína. Þáttur Guðrúnar Hannes- dóttur þarna ómetanlegur. Hún kvað Öryrkjabanda- Iagið dýrmætan bakhjarl, merkustu tímamótin þau þegar húsið nýja var í notkun tekið. Framtíðar- sýn væri um enn frekari starfshæfingu og endur- menntun fatlaðra. Færði fegurstu fram- tíðaróskir með von um grósku og gæfu. Eiríkur Vernharðsson flutti kveðjur og þakkir til útskriftaraðals fyrir samveruna, þar hefðu bundin verið vináttubönd en vináttan væri akur sálar- innar. Vernda þyrfti þau fræ sem sáð hefði verið til. Færði þeim bestu óskir um fararheill á ferðalagi þeirra út í lífið. Voru þeim svo færð hin fegurstu blóm. Leikið var kveðjulag frá konu á fýrstu önn með enskum texta sem sagði allt sem þurfti. Á eftir þágu allir hinar veglegustu veitingar. Öryrkjabandalag ís- lands árnar þeim sem út- skrifuðust allra heilla á ævileið. H.S. Skýrsla Hjálparstarfs kirkjunnar Hingað barst síðla á haust- dögum skýrsla Hjálparstarfs kirkjunnar 1998-1999. Hjálp- arstarf kirkjunnar hefur gegnt afar dýr- mætu og ómetanlegu hlutverki sem það haldreipi þó í sárri neyð sem helst hefur hjálpað og þar eru öryrkjar svo sannarlega í þeim hópi sem harðast er leikinn, úr þeirra röðum koma um- sækjendur um slíka neyðaraðstoð að alltof miklum meirihluta. Hér skal aðeins gripið niður í glögga skýrslu þar sem alvaran, skuggahlið góðærisins gín við sjónum á síðu hverri. Við Ijöllum hér að sjálfsögðu ein- vörðungu um innanlandsstarfið, svo viðamikið þó í velferðinni, svo átakan- lega ágengt í raunveruleika sínum. Þar er um það getið fyrst að til- raunaverkefni hafi staðið yfir sl. tvö ár með það að markmiði að auka gæði þjónustunnar, gera hana skilvirkari og veita skjólstæðingum meiri ráðgjöf og sálgæslu. Verkefnið var m.a. stutt myndarlega af Sambandi íslenskra sparisjóða. Það var Harpa Njáls félagsfræð- ingur sem fengin var til verkefnis og það þekkjum við vel hér á bæ að það var einstaklega vel af hendi leyst. Á grundvelli þeirra staðreynda sem aðstoðin leiddi í ljós var svo tekinn upp nýr þáttur í starfi Hörpu þ.e. að vera talsmaður hinna verst settu. Við þetta ágæta talsmannshlutverk urðum við svo sannarlega vör því Harpa var óþreytandi að taka þátt í umræðu sam- félagsins á fundum, ráðstefnum og með blaðaskrifum til að sækja og verja rétt okkar fólks. En tölumar á bak við innanlandsaðstoðina sem tíundaðar eru rækilega í skýrslunni segja sína döpru en sönnu sögu og því skal aðeins að þeim vikið. Starf innan- landsaðstoðar er í raun tvíþætt þ.e. aðstoð sem veitt er árið um kring og svo jólaaðstoð. Alls voru matarpakkar og styrkir til skjólstæðinga 1547 og heildarfjöldi sem þessa nutu 3380 einstaklingar, þar af 1572 börn. En það er sundur- greiningin í prósentum sem mesta athygli okkar vekur, er í raun áskorun til allra sem úr geta bætt að gjöra svo. Öryrkjar eru 58.4% af hópnum eða 904, og segir það sína hryggilegu sögu um kjör þeirra. Ef miðað er við neyðar- aðstoð allt árið þá eru öryrkjar enn hærri hlutfallslega eða 65.7%, alls 426, þ.e. 2/3 allra er slíkrar neyðaraðstoðar njóta. Um þetta segir svo í skýrslunni: “Þær raddir heyrast að hér á landi eigi allir að geta bjargað sér. Það er hins vegar staðreynd að stærsti hluti skjól- stæðinga H.k. er fólk sem lifir við mjög kröpp kjör sem ákvörðuð eru af hinu opinbera.” Næstfjölmennastir í neyðar- aðstoð eru atvinnulausir eða nær 18%. Og hver er svo niðurstaðan í lok skýrslunnar, niðurstaða byggð á sárbiturri reynslu, sannindum sem engin leið er að hrekja. “Ljóst er að þrátt fyrir almenna velferð í samfélagi okkar er þörf fyrir neyðaraðstoð. Langtímaaðstoðin hefur reynst farsæl ráðstöfun, hjálpað fólki yfir erfiða hjalla og fyrirbyggt að það bogni um of í erfiðum aðstæðum. Öryrkjar fögnuðu því að fá stuðning í baráttu sinni fyrir betri kjörum frá stofnun, sem svo náin kynni hefur af högum þeirra.” Og svo þetta í blálokin: “Lokamarkmið þrátt fyrir allt hlýtur að vera að uppræta þær aðstæður í sam- félaginu sem kalla á slíka aðstoð.” Skýrsluhöfundar eru Jónas Þórisson framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkj- unnar og Harpa Njáls, sem nú er raunar hætt störfum hjá Hjálparstarfi kirkj- unnar og hefur haldið á vit enn meiri lærdóms sem m.a. kemur inn á þessi samfélagslegu málefni. Hjálparstarfi kirkjunnar er þakkað fyrir allt þeirra góða starf og liðsemd- ina mæta í baráttu okkar fyrir betri kjörum öryrkja. Öryrkjabandalagið hefur veitt Hjálparstarfi kirkjunnar nokkurn ljárhagslegan stuðning og er það sannarlega fagnaðarefni, ef þannig má auðvelda þeim sitt dýrmæta hjálp- arstarf til okkar fólks sem annarra. (Sjá mynd á bls. 55). H.S. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.