Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2000, Blaðsíða 50

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2000, Blaðsíða 50
Pistillinn hennar Lóu •• og umsogn um syningu Lóa Guðjónsdóttir Formáli ritstjóra: Hér á eftir í blaðinu nú er sagt frá mynd- listarsýningu fjögurra kvenna sem hafa m.a. notið handleiðslu Lóu Guðjónsdóttur í listmálun og tjáningu í listrænu formi um leið. Hún Lóa hefur eins og fram kemur í pistli hennar hér á eftir tvisvar hlotið nokkurn fjár- stuðning frá Námssjóði Sig- ríðar Jónsdóttur en stjórn þess sjóðs kallar hún menningarnefnd og gleður það okkar hjarta að fá svo virðulegt heiti. Lóa lét okkur fá um leið og við nutum þeirrar ánægju að fá leiðsögn hennar um sýninguna pistil tvískipt- an, annars vegar heilsufarslegan og hins vegar um tilefni og framgang listsköpunar meðal þroskahamlaðra. Fer pistill Lóu hér á eftir: Lífsreynsla Það var árið 1987 í byrjun nóvem- ber að ég vaknaði kl. 6 um morgun við óbærilegan sársauka fyrir brjóstinu. Ég gat ekki andað, þaut upp úr rúminu og út. Þar náði ég lofti með erfiðismunum. Út frá þessu þróuðust svo hvers kyns fylgikvillar: ofnæmisasmi, hjartabil- un, veijagigt, síverkir o.fl. Þetta var byrjun á löngu veikindaferli, eignamissi, ráðaleysi, sjálfsvirðingarmissi að ógleymdu skilningsleys- inu frá samfélaginu, þeirra sem eru með þau umráð okkar annars rómaða velferðarkerfis að ákveða fyrir einstakl- ing þann rétt sem hann hefur samkvæmt lögum, skammta honum slíkan skerf. Þetta er ótrúleg lífs- reynsla! (Fyrir þá sem ekki upplifa það). Ég vil þakka heimilislækninum mínum Guðmundi B. Guðmundssyni og læknunum Arna Kristinssyni, Tryggva Ásmundssyni og Pétri Haukssyni, en endurhæfingardvöl minni á Reykjalundi á ég líf mitt í dag að þakka. Myndlistin ljúfa Arið 1998 var ég í Hollandi í boði sonar míns og ijölskyldu hans í tilefni af afmæli mínu. Þau gerðu allt fyrir mig af því tilefni m.a. að fara í listasöfn í Amsterdam, París, Belgíu og Þýskalandi. Þá voru bara eftir galleríin í Rotterdam, en þar var ein- mitt heimili íjölskyldunnar. Dag einn bauð Kristjana tengdadóttir mín mér í listahverfið í Rotterdam. Við geng- um úr einu galleríi í annað og listin var mjög lík í þeim. Svo komum við í eitt gallerí sem var öðruvísi, við hrukkum við, þarna var eitthvað nýtt! Við nánari athugun kom í ljós að þetta var þá gallerí þroskaheftra, þarna voru veggspjöld og kort til sölu, auk þess kaffisala og hlýtt viðmót. Við kynntum okkur starfsemina og Kristjana, sem talar hollensku gat þýtt fyrir mig það sem sagt var um það sem þarna færi fram. Fólkið sem vann þarna með lista- fólkinu sagði frá öllu af mikilli ánægju. Ég var búin að vera með Sigrúnu Mynd eftir Sigrúnu Huld. Huld Hrafnsdóttur í málun í eitt ár þegar þetta var svo áhuginn var vaknaður. Þegar ég var að fara heim til íslands þá eins og venjulega er spennandi að lesa dagblöðin. í Morgunblaðinu var þá auglýsing um styrkveitingu úr sjóði Sigríðar Jónsdóttur til að vinna að listsköpun með þroskaheftum og ég skrifaði strax niður hvert senda ætti umsóknina. Mér var veittur styrkur sem dugði næstum fyrir önn í Myndlistarskólanum en vegna heilsumissis hefði ég ekki getað stundað námið þar vegna peninga- skorts. Síðan sótti ég aftur og fékk styrk 1999 og gat því farið aftur í haust. Færi ég menningarnefndinni mínar hjartans þakkir. Lóa Guðjónsdóttir. Myndlistarsýning í Gallerí Geysi Sýnendur: Elísabet Yuka Take- fusa, Guðrún Telma Ásmundsdót- tir, Ingunn Birta Hinriksdóttir og Sigrún Huld Hrafnsdóttir. Á yl- hlýjum janúardegi fórum við Guð- ríður Ólafsdóttir og Hafliði Hjart- arson niður í Gallerí Geysi í Hinu Húsinu til að skoða myndlistarsýn- ingu fjögurra listakvenna í leiðsögn Lóu Guðjónsdóttur myndlistarkonu, styrkþega Námssjóðs Sigríðar Jónsdóttur í tví- gang sem sagði í boðs- bréfi til okkar: í tilefni af því að fá styrkina til að vinna með þroskaheftum er þessi sýning orðin til. Allar hafa listakon- urnar notið leiðsagnar meiri eða minni hjá Lóu Guðjónsdóttur myndlist- arkonu og henni færðar miklar þakkir og hún lofuð í sýningarskrám. Við gengum þarna um garða og góðrar listar var notið, sumar myndirnar hreint augnakonfekt, 50
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.