Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2000, Page 34

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2000, Page 34
álmur, þar geta íbúar matast saman ef svo ber undir, en aðaláherslan á að hver borði í sinni íbúð. Grímur segir að íbúarnir geri allt sjálfir með mismikilli aðstoð frá 1% upp í 99%. Allir einstaklingarnir eru í skóla og verða það áfram, ekið frá heimili í skólann og svo sóttir. Af þessum ijórum þegar komnu eru 2 í Öskjuhlíðarskóla, 1 í Langholtsskóla og 1 í Digranesskóla. 3 verða í sumar í Völvufelli, ein- hverfusérdeild sem Menntaskólinn í Kópavogi er með. íbúar eru flestir í mikilli skammtímavistun. Samstarf við aðstandendur er mjög gott, íbúar eiga stundir með sínum heima hjá sér eða heima hjá þeim t.d. fóru 3 heim á aðfangadag en einn var með sína fjöl- skyldu hjá sér. Við þökkuðum Grími fyrir leiðsögnina en einn íbúanna og hann voru að fara í gönguferð og þar mátti eðlilega ekki láta bíða eftir sér. Við sátum eftir með Þór fram- kvæmdastjóra og fórum yfir stöðugildi en þarna er sólarhrings- þjónusta fyrir þessa 6 þegar fullsetið verður og þá munu stöðugildin í Dimmuhvarfinu verða 19, tveir munu þá sjá um 6 tíma næturvakt, en einn gegnir því í dag. Við Guðríður innt- um Þór eftir því í leiðinni hvað framundan væri og það var bless- unarlega býsna mikið enda biðlistar langir. Þór sagði að koma ætti í gagnið tveim búsetuúrræðum fyrir 10 alls á næstu 12 mánuðum - í Garða- bæ og uppi í Tjaldanesi: Sem dæmi um góða grósku nú sagði Þór að nú á hálfu ári hefðu verið ráðnir milli 40 og 50 starfsmenn nýir. Og svo benti Þór á væntanlega hæfingarstöð, von- andi fyrir árslok, en hennar áður getið. Minnti svo í lokin á aukna skammtímavistun m.a. suður með sjó í Lyngseli í Sandgerði. Heimsókn þessi var hin ánægju- legasta og sannfærði okkur Guðríði um að sannarlega væri margt að gjörast og full ástæða til að halda því vel á lofti sem vel væri gjört, því meira en nóg er af hinu þar sem fólki þykir, eðlilega raunar, seint sækjast. Við þökkum honum Þór þekka leið- sögn og samfylgd sem og þeim Sæ- rúnu, Grími og öllum hinum er við hittum. Árnum þeim öllum alls hins besta í bráð og lengd. H.S. Skýrsla um tóm- stundir fatlaðra Rætt við Margréti Margeirsdóttur r sl. hausti hætti Margrét Mar- geirsdóttir sem deildarstjóri málefna fatlaðra hjá félags- málaráðuneytinu eftir einstaklega farsælt og árangursríkt starf þar í nær 20 ár. Eitt afþví síðasta sem Margrét sinnti í ráðuneyt- inu var nefndar- formennska um tillögur til úrbóta í tómstundamál- um fatlaðra en ítarlegri skýrslu þ.a.l. skilaði hún frá sér rétt fyrir Margrét starfslok sín. Margeirsdóttir Raunar kom hún einnig einkar vel að öðru máli um sama leyti en það var að fá settan á laggirnar starfshóp um norðandeild Hringsjár. En skýrslan um tómstundamál fatl- aðra og fleira varð okkur hér á bæ til þess að fá Margréti hingað í viðtal um þá skýrslu en með ritstjóra og Margréti í því spjalli var Helgi Hróð- marsson en hann átti einmitt sæti í umræddri nefnd af hálfu Öryrkja- bandalagsins. Við inntum Margréti fyrst eftir því hver hefðu í raun verið hennar fyrstu afskipti af málaflokki fatlaðra. Þar kom ýmislegt til sem saman tengdist og vakti enn frekar áhuga hennar. Hún kenndi við for- vera Þroskaþjálfaskólans félags- fræði, þar kviknaði áhuginn, svo tók hún sæti í stjórnarnefnd Ríkis- spítalanna og sat þar nokkur ár en Kópavogshælið einmitt þar innan- borðs. Síðan vann hún hlutastarf sem félagsráðgjafi hjá Styrktarfélagi vangefinna við foreldraráðgjöf, kenndi svo við Háskólann og komst þar að því að ekkert ritað mál var til um þessi málefni og áhuginn og for- vitnin þróaðist svo áfram. Það sem einkenndi allt varðandi þroskahefta þá var hversu sviðið var lokað, engin umræða var til. Margrét minnti á löggjafarþáttinn, frá 1967 allt til ársins 1980 var í gildi löggjöf um fá- vitastofnanir, 1980 tóku gildi lögin um öryrkja og þroskahefta og þá var auglýst eftir deildarstjóra þessara málefna í félagsmálaráðuneytinu og Margrét Margeirsdóttir einmitt sú sem stöðuna hreppti og fullyrt hér að hafi reynst málefninu og skjól- stæðingunum afar farsælt. En svo beint að umræðuefni okkar, nefndarálitinu um tómstundir fatl- aðra. Aðdragandinn var samþykkt tillögu á Alþingi 4. júni 1996 um að hér skyldi vel að unnið en Margrét Frímannsdóttir forgöngu- maður þar. 24. sept. 1998 var nefndinni formlega komið á lagg- irnar og hún skilaði svo af sér í októ- ber 1999. Þrátt fyrir geysimikla gagnaöflun m.a. útsendingu spurn- ingalista til fjölmargra aðila tókst nefndinni að skila svo skjótt. T.d. voru fengnar upplýsingar frá sveitar- félögum í landinu um starf barna og unglinga í skipulögðu tómstunda- starfi, sóknarprestar fengu spurn- ingar um þátttöku í starfi Þjóð- kirkjunnar, bókasöfnin fengu sínar spurningar o.s.frv. Svörun var allgóð og mikill fróðleikur fékkst þannig. Þau Margrét og Helgi vöktu athygli á því hve forsögn Meginreglna Sam- einuðu þjóðanna væri fortakslaus í þessum efnum, hve þar væri víða að málum þessum komið og þær þannig hinn dýrmæti leiðarvísir um jafna þátttöku fatlaðra í hvers kyns tóm- stundastarfi. Þær renna í raun mjög styrkum stoðum undir tillögur nefndarinnar. Tillögurnar í heild segja þau brýna áskorun um virkar aðgerðir, því þó ekki hafi verið um visindalega rannsókn að ræða þá hafi ótal stað- reyndir verið duglega dregnar í dags- ljós fram. Segja má að hvarvetna sé þetta spurning um aðgengi, áskorun urn að ryðja burt hindrunum, bæði þeim sýnilegu og ósýnilegu. 34

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.