Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2000, Síða 29

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2000, Síða 29
reglugerðar sagði hann: “Þetta stríðir gegn heilbrigðri skynsemi. Þetta stríðir gegn allri sanngirni. Þetta stríðir gegn mannréttindum og mann- réttindabrot ber að afnema skilyrðis- laust og undanbragðalaust og það ber að gera þegar í stað.” Vangaveltur ráðherra um fjárupp- hæðir í þessu sambandi kölluðu fram hörð viðbrögð Ögmundar Jónas- sonar, sem minnti á um hve lágan líf- eyri væri verið að ræða. “Og þótt það kostaði þúsund milljónir,” sagði hann. “Þótt það kostaði tvöþúsund milljónir, bæri að laga þetta. Við eigum ekki að una mannréttinda- brotum.” ÖBÍ neyðist til að stefna Þrem mánuðum eftir þessa snörpu umræðu lýsti tryggingamálaráðherra, Ingibjörg Pálmadóttir, því opinber- lega yfir að hún hygðist afnema þetta “óréttlæti” í áföngum og láta afgreiða lög þar að lútandi á því þingi sem framundan var, þ.e. á haustþinginu 1998. Þegar leið á haustið vaknaði hins vegar grunur um að brögð væru í tafli, að ætlunin væri einungis að taka skref í átt til afnáms en festa það jafnframt í lög án nokkurra tímatak- markana - nota lítilsháttar réttarbót til að lögfesta alvarlegt réttarbrot. Fóru þingmennirnir Steingrímur J. Sigfússon og Össur Skarphéðins- son ekki í launkofa með þennan grun sinn. A síðasta næturfundi fyrir jól kom í ljós að hinn illi grunur hafði ekki verið að ófyrirsynju, og þá varð ráð- herra loks að viðurkenna: “Eg ætla ekki að binda hendur næstu ríkis- stjórnar lengur en næsta ár hvað þetta varðar.” Svo mörg voru þau orð. En þegar fyrir lá að stjórnarandstaðan vildi af- nema umrædda skerðingu hlaut sú spurning að vakna hverra hendur Ingibjörg Pálmadóttir vildi ekki binda, hvort það væru e.t.v. hendur heilbrigðisráðherrans sem nokkrum mánuðum áður hafði sagt “en ég ætla að leysa þetta mál” og “stærsta breyt- ingin er að tekjur maka skerði ekki bætur öryrkja.” Þegar fyrir lá að brögð höfðu verið í tafli átti Öryrkjabandalagið ekki annarra kosta völ en að leita á ný til lögmanns síns, Ragnars Aðalsteins- sonar, og fela honum það verkefni að stefna ríkisvaldinu fyrir dómstóla. Auður Þorbergsdóttír Þetta var leið sem Öryrkjabandalagið hafði í lengstu lög viljað komast hjá og raunar dregið á langinn í þeirri veiku von að ráðherra myndi standa við gefin fyrirheit. En þegar ljóst var orðið hvemig loka ætti málinu var bandalaginu ekki stætt á öðru en að leita réttar umbjóðenda sinna fyrir dómstólum. Fyrir Héraðsdómi rökstuddi Ragn- ar Aðalsteinsson hvers vegna ráð- herra hefði ekki haft lagaheimild fyrir reglugerð sinni og féllust allir þrír dómaramir á rök hans. Að auki komst einn þeirra, Auður Þorbergs- dóttir, að þeirri niðurstöðu að hin nýju lög stjórnarmeirihlutans, sem viðurkennt var af hálfu ráðherra að sett hefðu verið til að tryggja lögmæti umræddrar skerðingar, gengju gegn öðrum lögum landsins, þar með taldri sjálfri stjórnarskrá lýðveldisins. “Brot á ákvœði stjórnarskrár” í sératkvæði Auðar Þorbergsdóttur segir að við mat á því hvort skerð- ingarákvæði hinna nýju laga brjóti í bág við tilvitnuð stjórnarskrárákvæði og alþjóðasáttmála sem íslenska ríkið er aðili að, verði ekki framhjá þeim fjárhæðum litið sem hér sé um að ræða, þ.e. fjárhæð grunnlífeyris öryrkja og fjárhæð fullrar árlegrar tekjutryggingar. Dómarinn, Auður Þorbergsdóttir, minnir á að í 65. grein stjórnarskrár- innar sé kveðið á um að allir skuli vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisupp- runa, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. Þá minnir hún á að í 1. grein. laga um málefni fatlaðra segi að markmið laganna sé að tryggja fötluðum jafn- Ingibjörg Pálmadóttir rétti og sambærileg lífskjör við aðra þjóðfélagsþegna og skapa þeim skil- yrði til þess að lifa eðlilegu lífi. Auk þessara tveggja mikilvægu lagagreina vísar dómarinn til þess að samkvæmt 76. grein stjórnarskrár- innar skuli öllum sem þess þurfi tryggður í lögum réttur til aðstoðar vegna sjúkleika, örorku, elli, atvinnu- leysis, örbirgðar og sambærilegra at- vika. Bent er á að ákvæði þetta eigi sér rót í alþjóðlegum mannréttinda- samningum sem Island hafi undir- gengist. Dómarinn segir að í stað þess að meta sjálfstætt hagi bótaþega séu hagir hans metnir út frá tekjum maka og að með þessu ákvæði almanna- tryggingalaga flytji löggjafinn lög- bundinn rétt öryrkja til aðstoðar yfir á herðar maka. í niðurlagi atkvæðis síns segir dómarinn orðrétt: “Það að flytja lögbundinn rétt öryrkja skv. 76. gr. stjórnarskrár yfir á maka öryrkja og gera öryrkja al- gjörlega háða maka sínum fjárhags- lega gengur gegn yfirlýsingum um réttindi fatlaðra og er brot á ákvæði stjórnarskrár um jafnrétti og stjórnar- skrárverndaðan rétt til aðstoðar vegna örorku, enda telst það, að geta gengið í hjúskap að vissum skil- yrðum fullnægðum, hluti almennra mannréttinda og eðlilegs lífs.” Rœrnlir sjálfstœði og manntegri reisn Stuttu eftir að mál þetta var dóm- tekið kom út á vegum Trygginga- stofnunar ríkisins stærsta og ítar- legasta úttekt sem gerð hefur verið á íslenska almannatryggingakerfinu. Hér er um að ræða bókina Islenska leiðin, 357 síðna bók, þar sem saman eru komnar ekki aðeins yfirgrips- FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 29

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.