Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2000, Blaðsíða 24

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2000, Blaðsíða 24
Karl Steinar Guðnason forstjóri TR: Tryggingastofnun - breytt hús- næði - bætt þjónusta Vinnum saman að frekari úrbótum Karl Steinar Guðnason Almannatryggingar eru snar þáttur í lífi flestra íslendinga. Það er varla nokkur einstakl- ingur, sent ekki kemst einhvern tíma í tengsl við umfangsmikið kerfi al- mannatrygginga. Það eru fjölmargir, sem eru vel haldnir fjárhagslega, sem kynnu að neita þess- ari fullyrðingu. Hún er engu að síður stað- reynd. Trygginga- stofnun ríkisins greiðir ekki aðeins .... elli- og örorkulaun. Greiðslurnar eru afar tjölþættar og að mínu mati óþarflega flóknar. Niður- greiðsla lyfja og ýmiss sjúkra- kostnaður er gríðarlega stór þáttur í útgjöldum stofnunarinnar. Trúlegt er að hver einasti Islendingur þurfi á slikri niðurgreiðslu að halda löngu áður en Elli kerling gerir vart við sig. Það kemur oft fram hjá ungu fólki að því finnst almannatryggingar eitt- hvað sem alltaf hafi verið til. Eitthvað sem hafi komið af himnum ofan. Það eru aðeins örfáir áratugir síðan almannatryggingar voru teknar upp á íslandi. Það má gera sér í hugarlund hvernig ástandið var hjá sjúkum, öryrkjum og öldruðum fyrir þann tíma. íslandssagan segir þá sögu. Það er öllum hollt að kynna sér þá sögu. Þeir sem börðust fyrir almanna- tryggingum unnu glæsta sigra. Þeir sigrar fleyttu þjóðfélaginu nær jöfnuði og réttlæti en fyrr og áttu hvað mestan þátt í að umbreyta þjóð- félaginu í átt til velferðar. Baráttunni fyrir almannatrygg- ingum lýkur hinsvegar aldrei. Breyt- ingar i þjóðfélaginu kalla sífellt á nýjar lausnir, ný úrræði. Það sem ekki hreyfist í nútímaþjóðfélagi dregst afturúr. Tryggingastofnun er falið það verkefni að framkvæma al- mannatryggingar. Það er að sjálf- Frá vígslu endurgerðs húsnæðis. sögðu vandasamt verkefni — reyndar oft vanþakklátt. Starfsfólk Trygg- ingastofnunar verður að byggja störf sín á lögum og reglugerðum sem stjórnvöld setja hverju sinni. Það er að sjálfsögðu eðlilegt, enda líklegt að önnur vinnubrögð myndu bjóða upp á mismunun og ósamræmi í af- greiðslum. Það hljómar sjálfsagt kuldalega að vísa aðeins í lög og reglugerðir þegar verið er að þjóna viðskiptavinum. En ég legg áherslu á að við í Tryggingastofnun viljum gera allt sem í okkar valdi stendur til að stofn- unin geti þjónað viðskiptavinunum á sem hlýlegastan hátt. Umfangsmiklar breytingar hafa átt sér stað í Tryggingastofnun á síðustu árum. Nú hefur húsnæði okkar að Laugavegi 114 verið endurnýjað. Húsnæðið var gersamlega úrelt, enda svo til óbreytt s.l. 50 ár. Jafnframt þessum breytingum hefiir afgreiðsla að Tryggvagötu verið lögð niður þannig að alla almenna þjónustu við stór-Reykjavíkursvæðið má sækja á einn stað. Hjálpartækjamiðstöðin er áfram í Kópavogi. Samfara þessum breytingum hefur nýtt skipurit tekið gildi, sem gerir boðleiðir skýrari. Allar þessar breytingar miða að því að gera húsnæðið, og ný vinnubrögð boðlegt starfsfólki og viðskiptavinum samkvæmt nútímakröfum. í stað þess að öryrkjar þurftu að rölta upp hinar ýmsu hæðir stofnunarinnar í margar afgreiðslur, þurfa menn aðeins að fara á einn stað til að fá þá þjónustu sem óskað er. Þjónustumiðstöðin er á jarðhæð en öll bakvinnsla á efri hæðum. Má geta þess að Sjálfsbjörg hefur þegar veitt Tryggingastofnun viðurkenningu fyrir aðgengi fyrir fatlaða. Það er ásetningur okkar að fagleg vinnubrögð verði í fyrirrúmi og við- skiptavinir okkar geti átt samskipti við stofnunina með fullri reisn. r Iþví skyni að ná sem bestri sam- vinnu við viðskiptavini okkar höfum við komið á fót samráðs- nefndum. Öryrkjabandalagið og Þroskahjálp mynda eina slíka sam- ráðsnefnd með Tryggingastofnun. Þessi nefnd fjallar m.a. um það sem betur má fara í þjónustu stofnunar- innar og ýmis önnur mál sem upp koma hveiju sinni. Það er mat mitt að nefndin hafi unnið gríðarlega gott starf. Við gerum okkur ljóst að bestu leiósögnina fáum við frá þeim sem eldurinn brennur hvað heitast á. Um 24
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.