Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2000, Blaðsíða 27
r m m •• r
Asgerður Ingimarsdóttir fv. framkv.stj. OBI:
ÁRAMÓTA-
HUGLEIÐING
Um áramót er eðilegt að
maður láti hugann reika
bæði til liðins tíma og eins
til framtíðarinnar. Þau blöndnu
gleðitíðindi bárust að unnist hefði
málið um tekju-
skerðingu vegna
makabóta. Eg
segi blöndnu því
ekki var hægt að
sjá að slíkt yrði
til frambúðar
heldur aðeins um
nokkurra ára
skeið aftur í tím-
ann. Og enn er
óséð hvaða þýðingu það mun hafa
hvort e.t.v. er hægt að fara einhvern
veginn í kringum það að gjalda keis-
aranum það sem keisarans er. Ekki
er að efa að margir bíða í ofvæni
eftir því hvað verður. Mér finnst
þetta sigur fyrir öryrkja en ennþá
meiri sigur hefði mér fundist ef
hækkaðar hefðu verið bætur hins al-
menna öryrkja þ.e. einstaklinganna.
Ég hefði viljað sjá grunnlífeyrinn
hækka að mun. í raun hefði ég vilj-
að sjá allt lífeyriskerfið tekið ræki-
lega fyrir þannig að þessar eilífu um-
sóknir um tekjutryggingu og upp-
bætur vegna þessa og hins væru úr
sögunni. Að öryrkinn fengi sín laun
í einu lagi og að greiðslurnar yrðu
ekki vinnuletjandi. Það er óþolandi
að alltaf skuli vera gripið til skerð-
ingar ef viðkomandi fær sér ein-
hverja vinnu. Það hlýtur að vera
hægt að koma því þannig fyrir að ör-
yrkjar fái einhvern aðlögunartíma að
vinnunni svo að það komi berlega í
ljós að hann eða hún sé fær um að
vinna sér inn svo og svo mikið áður
en farið er að klippa af lífeyris-
tekjunum. Þetta er auðvitað gömul
tugga en það virðist að aldrei sé farið
nógu rækilega ofan í saumana á
þessu.
Og síðan virðist að greiðslur til
þeirra fáu sem hafa einhvern
lífeyrissjóð séu líka skertar vegna
hans. Fyrir þann sem um áraraðir
taldi fram fyrir ijölmarga öryrkja er
það beinlínis hlægilegt að hugsa til
þess að vera að skerða bóta-
greiðslurnar vegna lífeyrissjóðs-
greiðslna. Því miður er þetta fólk
oftast með ákaflega lága lífeyris-
sjóði. Ég man eftir einum gömlum
bókbindara, sem kom með launa-
seðlana sína til mín og bætti svo við:
Og svo megum við ekki gleyma
hungurlúsinni en það var einhver
smágreiðsla sem hann fékk aukalega
úr einhverjum sjóði sem varð til áður
en hinn almenni lífeyrissjóður kom í
gagnið. Já það er oft gott að geta
hlegið og nefnt hlutina sínum réttu
nöfnum.
Ég hef einnig oft leitt hugann að
því hvað þeir sem minna mega sín
eru oft einstaklega hjálplegir og
sanngjarnir við aðra. Ég minnist
þess að einu sinni var verið að setja
út á að kona sem mátti muna fífil
sinn fegri skyldi búa i íbúð í eigu
ÖBI - viðstaddir voru fullir hneyksl-
unar. Þá upphóf rödd sína einn við-
staddur einstaklingur og tók upp
hanskann fyrir þessa ijarstöddu
konu, sagði að enginn vissi sína
ævina fyrr en öll væri og varasamt
þætti sér að dæma svona lagað án
þess að vita nokkuð um síðari hluta
ævi þessarar konu. Þessi einstakl-
ingur sem tók svo fallega málstað
konunnar án þess að þekkja hana
nokkuð var einstaklingur sem átti
við geðræn vandamál að stríða og
gerði það svo skynsamlega að unun
var á að hlýða enda man ég að talið
féll niður.
Og þroskahefta einstaklinga
þekki ég sem reynast sínum
nánustu svo vel að aðrir hafa ekki
gert betur. Það eru ekki alltaf
minnstu bræðurnir sem í raun eru
minnstir í andanum. Þeim er svo oft
eðlislægt að hjálpa öðrum og gera
yfirleitt ekki mikið úr ávirðingum
annarra. Þetta skyldu menn muna í
umgengni sinni við alla og ekki síst
þá sem að ýmissa dómi eru ekki eins
og aðrir. Það veit enginn hver verður
næstur til að veikjast eða í hvaða
íjölskyldu fæðist einstaklingur sem
ekki getur bundið sína bagga sömu
hnútum og aðrir.
Enginn veit hvað framtíðin ber í
skauti sér. Verður þessi nýja öld,
hvort sem hún byrjar núna eða um
næstu áramót ennþá vænni fyrir
fatlaða en sú síðasta? Ætli fatlaðir
hafi ekki lifað alveg ótrúlega
breytingar á þessari öld sem var að
líða? Þeir eru ekki lengur faldir eins
og óhreinu börnin hennar Evu. Það
er ekki lengur þagað yfir því ef ein-
hver ijölskyldumeðlimur er öðruvísi
en aðrir. Börnum er ekki kennt að
skammast sín fyrir systkini sem geta
ekki gert alveg það sama og hinir.
Nei nú er ekkert sjálfsagðara en að
fatlaðir séu eðlilegur hluti af þjóðfé-
laginu a.m.k. held ég þeim fari ört
fækkandi sem hugsa öðruvísi. Og
þeir eru fátækir í andanum sem það
gera. En það er samt svo ótal margt
ógert. Svo ótal margt sem við vild-
um að væri öðru vísi í málefnum
fatlaðra. Þess vegna heldur baráttan
áfram. Því hvernig væri heimurinn
án þess að hann hefði það litróf sem
fatlaðir gefa honum.
Nú er dimmasti tími ársins en
hann líður hjá og dagarnir verða
aftur bjartari. Vonandi færir nýja
árið og birtan okkur öllum gæfu og
gleði og kennir okkur að hugsa hlýtt
til náungans.
I ársbyrjun ársins 2000.
Ásgerður Ingimarsdóttir.
Ásgerður
Ingimarsdóttir
FRÉTTABRÉF ÖRYRKJ ABANDALAGSINS
27