Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2000, Blaðsíða 21

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2000, Blaðsíða 21
FÉLAG HEYRNAR- LAUSRA FERTUGT Forseti íslands fræddur um hvaðeina úr heimi heyrnariausra. Laugardaginn 12. febrúar sl. var haldið upp á 40 ára afmæli Félags heyrnarlausra með pomp og pragt, annars vegar með ágætri afmælishátíð og hins vegar með veglegri sögusýningu. Hátíðin sjálf fór fram í Miðbergi en sögusýningin við hliðina í Gerðu- bergi. Mikið Ijölmenni var á hátíðinni og fór hún hið besta fram. Forseti ís- lands heiðraði heyrnarlausa með sinni notalegu nærveru. Formaður Félags heyrnarlausra, Berglind Stefánsdóttir flutti ávarp og bauð menn velkomna. Hún minnti á táknmálið og sögu þess, gat um hin nýju tækifæri sem tækniþróuninni fylgdu. Sögusýningin vísaði til for- tíðar sem af mætti draga ærna lær- dóma, en fyrst og fremst væri fram á veginn litið til að bæta ástandið og ná lengra í réttindabaráttunni. Á eftir ávarpi Berglindar flutti Sólrún Snæ- björnsdóttir nemi í MH ljóð á tákn- máli, Jörðin en ljóðið eftir Sólrúnu. Þá talaði Knud Sondergaard forseti Evrópusambands heyrnarlausra og formaður Landssambands heyrnar- lausra í Danmörku. “Við erum hrifin og stolt fyrir ykkar hönd að sjá hverju þið hafið áorkað; skóli, tákn- málskennsla, túlkar o.fl.” “Félagið er mjög góð fyrirmynd smærri þjóða um allan heim”. Þetta sagði Knud m.a. og færði fram hlýjar heillaóskir. Þá flutti Már Olafsson nemi í MH frumort ljóð á táknmáli sem hér er birt, en ljóðið heitir Sýn. Næst flutti Steinunn Þorvalds- dóttir stutta lýsingu á aðdrag- anda og tilurð sögusýningarinnar en hún náði allt aftur til ársins 1867 þegar hafin var kennsla heyrnarlausra hér á landi. Víða var fanga leitað og undirbúningur tímafrekur en að flestu vikið sem máli hefur skipt fyrir heyrnarlausa og þróunina í baráttu þeirra, bæði varðandi kennslumál sem táknmálið sjálft. Málfríður Gunnarsdóttir formaður Foreldrafélags heyrnardaufra flutti hamingjuóskir og færði félaginu forkunnarfagurt ræðupúlt sem Berg- lind formaður tók á móti. Síðastur talaði svo Helgi Hjörvar, forseti borgarstjórnar Reykjavíkur, færði fram heillaóskir borgarinnar og þakkaði félaginu ötula baráttu fyrir hinum sjálfsögðu réttindum s.s. þeim að nota eigið móðurmál, táknmálið. Fatlaðir sækja ótrauðir fram til nýrra sigra og heyrnarlausir láta þar sitt ekki eftir liggja. Kynnir á hátíðinni var undirritaður. Næst var gengið til Gerðubergs en í B sal þar var sögusýningin. Fulltrúi Landssímans afhenti félaginu að gjöf tvo myndsíma og að sjálfsögðu fór fram prófun á staðnum þar sem allt gekk eins og í ævintýrunum. Minna skal á það í leiðinni að ágæt sjón- varpsauglýsing um að táknmálið, það væri málið og þú hefðir það í hendi þér, birtist á skjánum í kringum af- mælið, gerð hennar var kostuð af Landssímanum sem afmælisgjöf einnig. Þá flutti snjallt ávarp forseti ís- lands, Ólafur Ragnar Grímsson og bar fram heillaóskir til félagsins frá íslenskri þjóð. Framlag heyrnar- lausra til samfélagsins væri dýrmætt og nauðsyn rík á því að þeim væri skapað sem best táknmálsumhverfi. Heyrnarlausir hefðu kennt þjóðinni hversu þrautseig barátta í takt við tækninnar töfraundur megnaði að skila rnönnum langt á veg fram. Forsetinn lýsti svo sögusýninguna formlega opnaða. Þar var sjón allri sögu ríkari, en með skýrum texta og myndum svo og munum fékkst ljós mynd af þeirri sögu sem felur í sér ótrúlegar framfarir á sóknar - og sigurleið heyrnarlausra. Héðan eru sendar hinar hlýjustu hamingjuóskir með þá árnan æðsta að táknmálið hljóti sem fyrst fulla og óskoraða viðurkenningu, enda það baráttumál heyrnarlausra sem mestum sköpum gemr skipt. Afmælishátíð sem sögu- sýning var félaginu til einstaklega mikils sóma, svo vel sem þar var að öllu staðið og ánægjulegt að sjá þann mikla fjölda sem naut svo vel þessa laugardags milli annars tveggja óveðra þorrans. H.S. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.