Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2000, Blaðsíða 40

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2000, Blaðsíða 40
Anna María Þorkelsdóttir form Einstakra barna: EINSTÖK BÖRN stuðningsfélag barna með sjaldgæfa, alvarlega sjúkdóma Félagið Einstök börn var stofn- að vorið 1997 af foreldrum 13 barna sem öll þjáðust af mjög sjaldgæfum og jafnframt lífshættu- legum sjúkdómum. Félagið hefur vaxið mikið og eru félagsmenn í dag að- standendur 48 barna með um 35 sjúk- dóma. Sjúkdómar barn- anna bera framandi nöfn og oft eru sjúk- dómslýsingar slíkar að það þarf helst gráðu í læknisfræði til að skilja þær. Þessir sjúkdómar eru t.d. blóðsjúk- dómar, alvarlegir húðsjúkdómar, hrörnunarsjúkdómar, innkirtlasjúk- dómar og meltingafærasjúkdómar. Sum börnin þjást af sjúkdómum sem engin nöfn hafa eða jafnvel að engin örugg skýring finnist á hinu alvarlega ástandi barnsins. Flest eru börnin ein með sinn sjúkdóm hérlendis en í al- gengari sjaldgæfu sjúkdómunum er kannski hægt að finna 5 börn sem þjást af hverjum þeirra. Þeir sjúk- dómar sem félagið nú nær yfir eru næstum allir þess eðlis að börnunum mun ekki batna þegar þau eldast heldur er þeirra líf bundið sjúkra- húsum og eftirliti hjá læknum. Sjúkrahúsinnlagnir, blóðprufur og aðrar rannsóknir eru þessum börnum eðlilegt líf. Félagið vinnur að öllu því sem getur létt fjölskyldunum þá baráttu og þá andlegu erfiðleika sem upp koma þegar barn greinist með langvinnan sjúkdóm. Þar sem við erum eitt af aðildarfélögum Umhyggju, félagi langveikra barna, rekum við ekki styrktarsjóð, enda væri varla grund- völlur fyrir slíku. Styrktarsjóður Umhyggju veitir þeim fjölskyldum styrk sem eru í fjárhagserfiðleikum vegna veikinda barna sinna. A ýmsan annan hátt styrkir félagið Ein- stök börn sína félagsmenn, t.d. með niðurgreiðslu sálfræðikostnaðar og styrkjum til íjölskyldna sem leita erlendis á ráðstefnur eða á annan hátt leita sér upplýsinga um sjúkdóm barns síns. Félagið er rekið í sjálfboðavinnu en öll fjárútlát eru kostuð með íjárstyrkjum frá fyrirtækjum, sölu jólakorta og sölu minningakorta. Nú á vormánuðum munum við gefa út bók sem fjalla mun um hinar ýmsu hliðar þess lífs sem fylgir því að eiga barn með sjaldgæfan alvarlegan sjúk- dóm. I bókinni verða lýsingar for- eldra en einnig mun þar verða að finna efni frá fagfólki og sjúkrahús- presti. Ástæðan fyrir útgáfu bókar- innar er sú að okkur finnst fólk hér í félaginu hafa stórkostlegar sögur að segja og með því að gefa þær út von- um við að bókin muni koma að gagni fyrir aðra foreldra og fagfólk. Sumir sjúkdómarnir sem félagið spannar eru í raun meira en sjald- gæfir, þeir eru það sem er kallað “orphan” sjúkdómar. Það þýðir að lítill áhugi er á þeim og enginn fæst til að láta renna fé til rannsókna á þeim. Það eru kannski örfáir ein- staklingar í heiminum með hvern þeirra og hingað til hefur ekki einu sinni þótt taka því að stofna til rannsókna vegna þeirra. En vonandi fer það að lagast, þar sem mikið er nú rætt um að safna saman öllum þeim sem þjást af viðkomandi sjúkdómum í Evrópu eða jafnvel víðar, til að grundvöllur skapist til rannsókna. Nú vantar bara að finna einhvern sem áhuga hefur á þessu og einhvern annan sem vill leggja fram ijármagn. En þetta mál er eitt af því sem félag okkar í Evrópu, Eurordis vinnur að. Svo að við séum tilbúin þegar þar að r Már Olafsson nemi: Sýn - á sviði stendur söngvari og syngur af innlifun - ég heyri ekkert Sýn - á sviði eru leikarar að flytja texta af tilfinningu - ég heyri ekkert Sýn - á sviði er sinfóníuhljómsveit að leika af fingrum fram - ég heyri ekkert Sýn - á sviði er talað táknmál sem allir skilja táknmál sem allir skynja mál handanna í grænu grasinu leynist lítið fræ af því vex tré, laufgast og vex tréð vex, tíminn líður - börnin leika tréð vex, tíminn líður og börnin leika Áfram vex tréð, iðandi af lífi skordýr og fugla hýsir tréð Högg Tréð fellur, dregið burt I grænu grasinu leynist nýtt fræ. M.O Anna María Þorkelsdóttir 40
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.