Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2000, Blaðsíða 30

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2000, Blaðsíða 30
miklar tölfræðilegar upplýsingar heldur einnig sögulegur bakgrunnur þess kerfis sem við búum við í dag. Höfundurinn, Dr. Stefán Ólafsson prófessor og forstöðumaður Félags- vísindastofnunar Háskóla Islands, fjallar þar m.a. um þær skerðinga- reglur sem beitt er í almannatrygg- ingakerfi okkar og segir á bls. 273: “Þá er önnur beiting skerðingar- reglna í almannatryggingakerfinu á íslandi einnig fátíð, en það er skerðing lífeyris öryrkja vegna tekna maka þeirra. Sú regla er arfleifð gömlu fátækraaðstoðarinnar frá fyrri öldum, þar sem framfærsluskylda var lögð á ijölskylduna eða ættingja í heild, áður en til fátækraaðstoðar gæti komið, með tilheyrandi athugun á þörf og því hvort hinn fátæki verð- skuldaði aðstoðina.” Og áfram heldur Dr. Stefán Ólafs- son: “Hugmyndafræði almannatrygg- inga, sem leysti gömlu fátækra- aðstoðina að mestu af hólnri á 20. öldinni, gengur gegn þessari hugsun að örorkulífeyrisþegi hafi ekki fullan borgararétt og beri skarðan fram- færslurétt ef maki hans hefur ein- hverjar tekjur, eins og fram kom í fyrstu tveimur köflunum í þessari bók. Þess vegna hafa vestrænar þjóðir horfið frá slíkri framkvæmd al- mannatrygginga nú á dögum. Fram- kværnd þessarar reglu á íslandi rýrir mjög kjör þeirra öryrkja sem fyrir verða, samkvæmt mati OECD á kjarastöðu lífeyrisþega í aðildar- ríkjunum og það kemur einnig fram í skýrslu forsætisráðherra vorið 1999 um stöðu öryrkja. En félagsleg og sálræn áhrif slíks fyrirkomulags eru þó enn alvarlegri því öryrki í slíkri stöðu er að hluta rændur sjálfstæði sínu og mannlegri reisn.” Kirkjan mótmœlir Nokkrum vikum eftir að dómur var felldur ræddi DV við séra Jakob Agúst Hjálmarsson dómkirkjuprest og formann þjóðmálanefndar þjóð- kirkjunnar. Séra Jakob kvað presta ekki verða eins mikið vara við skiln- aði af fjárhagsástæðum nú og þegar þjóðfélagsástandið var almennt lak- ara. “Hins vegar segir hann,” svo vit- nað sé beint í blaðið, “enn alvarlegra mál þegar öryrkjar treysti sér ekki til þess af fjárhagslegum ástæðum að búa í vígðri sambúð. Jakob segir að þetta mál hafi verið rætt innan þjóð- málanefndar kirkjunnar og kirkjan hafi mótmælt því að örorkubætur skerðist vegna tekna maka.” í sanra streng hafa talsmenn ann- arra stofnana og félagasamtaka tekið, og má þar t.d. nefna Mæðrastyrks- nefnd, en framkvæmdastjóri hennar, Asgerður J. Flosadóttir, var einkar afdráttarlaus hvað þetta varðar um síðustu jól. Að endingu ber að geta þess að heilbrigðis- og tryggingamálaráð- herra, Ingibjörg Pálmadóttir, hefur nú falið embættismönnum sínum að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur til Hæstarréttar. G.Sv. Um heyrnarlausar fjölskyldur Afjörur okkar rak í janúar hinn áhugaverðasta bækling sem ber heitið: Um heyrnarlausar fjölskyld- ur. Bæklingurinn er þýddur og stað- færður af Bryndísi Víglundsdóttur og það er Félag heyrnarlausra sem gefur hann út. Bæklingurinn er einkum ætlaður fagfólki sem í störf- um sínum á samskipti við heyrn- arlausar ijölskyldur en skilgreining þessa sú að fjölskylda sé heyrnar- laus, þegar einn eða fleiri fullorðnir í fjölskyldunni er heyrnarlaus eða hefur skerta heyrn, fjölskyldunni er eðlilegt að tala táknmál. Bæklingurinn er skemmtilega upp settur og góðar teikningar lífga vel upp á. Hér skal aðeins á fyrir- sögnum kafla tæpt og tekin ein setn- ing sem dæmi. Táknmál: Táknmál er sjálfstætt mál, sjónrænt mál, ekki alþjóðlegt. Foreldrar: Allir foreldrar gera sitt besta. Barnið: Barnið má vera barn- með öllum þeim réttindum sem það felur í sér. Þegar heyrn- arlausu foreldrarnir voru börn og unglingar: Mjög fáir heyrnarlausir gátu talað og skilið táknmál. Heyrnarlausir foreldrar: Táknmál er móðurmál heyrnarlausra. Það á að hvetja heyrnarlausa foreldra til að tala táknmál við barnið sitt. Foreldrar þurfa að hafa beint og per- sónulegt samband við fólkið sem annast barn þeirra. Pantið því táknmálstúlk, Heyr- andi barn heyrnarlausra foreldra: Leyfið barninu að vera barn. Pantið táknmálstúlk, Barnið þarf að tala bæði við fullorðna og við jafnaldra sína. Barnið er tvítugt, annað málið notað heima, hitt í skólanum. Mik- ilvæg hjálpartæki fyrir heyrnarlausu fjölskylduna: Blikkljós, vekjara- klukka, myndbandsupptökuvél og textasími. Svo er minnt á táknmálstúlkana sem túlka hlutlaust og eru bundnir þagnarskyldu. Svo eru nokkur heilræði í sam- skiptum við heyrnarlausa s.s: Talaðu óhikað og greinilega, svo- lítið hægar en venjulega. Ekki hrópa. Snúðu þér á móti birtunni. Þessi bæklingur er örugglega hinn gagnlegasti og félaginu sem og heyrnarlausum fjölskyldum óskað til hamingju með hann. H.S. 30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.