Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2000, Blaðsíða 32

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2000, Blaðsíða 32
Fannborg og Dimmu- hvarf sótt heim Það var árla í umhleypingum janúarmánaðar að við Guð- ríður Ólafsdóttir félagsmála- fulltrúi lögðum land undir hjól til að leita á vit Þórs Þórarinssonar, fram- kvæmdastjóra Svæðisskrifstofu um málefni fatlaðra á Reykjanesi, en svæð- isskrifstofan er sem kunnugt er til húsa að Digranesvegi 5 í Kópavogi. Það er margt og mikið í gangi þar á bæ og engin vanþörf á, svo alvarlegir sem bið- listar um þjónustu eru á þessu svæði. Okkar erindi hins vegar það helst nú að kynna okkur þau nýju úrræði sem urðu til á haust- dögum. Annað þeirra er hæfingarstöð í Fannborginni, steinsnar frá svæðis- skrifstofunni, hitt er búsetuúrræði fyrir einhverfa í Dimmuhvarfi í Kópavogi. Hæfingarstöðin að Fannborg 6 var heimsótt fyrst, en hún er starfandi í 390 fermetra leiguhúsnæði en allar innréttingar sem og öll skipan mála var í umsjón svæðisskrifstofunnar, enda greinilega öllu einkar vel fyrir komið. Hjá hæfingarstöðinni vinna 4 í 100% starfi, 2 í 50% starfi, 1 í 75% starfi og 1 í 43% starfi. 2 starfsmenn eru þarna á öryrkjavinnusamningi og við annan þeirra stutt viðtal síðar. Starfsemin nær yfir allt árið þ.e. ekki er lokað á sumrin. Hún hófst 8.okt. sl. Þegar okkur Guðríði bar að garði þá var Hulda Harðardóttir sem þarna stýrir og stjórnar ijarri þar sem hún var að halda upp á eigið merkis- afmæli, en Særún Sigurjónsdóttir yfirþroskaþjálfi leiddi okkur um sali en á fullu var vinnan í vinnusal eitt, pökkun í góðum gangi og létt yfir mannskapnum. Alls sækja hæfingar- stöðina 27 einstaklingar þegar 3 við- bótarmenn verða komnir en þeir hinir sömu væntanlegir. Verkefnin eru t.d. frá Fróða, inn- pökkun tímarita, kort frá Karton, dagatöl íslandsbanka, verk- efni frá Skeljungi og svo innpökkun jóla- korta. Allt er svo sent frá stöðinni í póstinn í pokum, frágengið og tilbúið. Pappír verður þarna endurunninn frá Svæðisskrifstofu og svo pappír safnað til viðbótar. Það fólk sem þarna er í hæfingu er að miklum hluta það fólk sem fluttist af Kópavogshæli á sambýli, sömuleiðis var tekið þarna við fólki frá hæfingarstöðinni í Bæjarhrauni í Hafnarfirði, svo eru aðrir bæði úr heimahúsum og frá öðrum sam- býlum. Þarna er fólk í hæfingu 4-6 klst. á degi hverjum og talsvert af fólkinu er þar þess vegna í hádegismat. Agætur lager er inn af vinnusalnum og veitir hreinlega ekki af, svo mörgu og miklu sem þar þarf að koma fyrir. Þá fór Særún næst með okkur inn í svokallaðan vestursal. Þar er nú skrifstofa forstöðumanns, Huldu Harðardóttur og fundaaðstaða um leið, en þarna á að verða vinnusalur. Næsta vor koma 4 ungir einhverfir einstaklingar þangað í þjálfun. Þeir hafa þá lokið því tveggja ára fram- haldsnámi er þeim hefur staðið til boða. Þjálfunin fer eftir hugmynda- fræði sem ber nafnið Teaach þ.e. þjálfun í skipulegum vinnubrögðum en reiknað er með 4 þjálfunarstund- um á dag. Þetta er tæki gott til yfir- færslu út í samfélagið, ræðst þó vitanlega af getu einstaklinganna. Þeim er svo fylgt eftir út í atvinnu- lífið með stuðningsfulltrúa frá svæð- isskrifstofu. Inn í þetta samhengi kemur Þór því réttilega að, að atvinna með stuðningi var fyrst tekin upp hjá Svæðisskrifstofu Reykjaness í kring- um 1990. Inn af vestursalnum eru tvö lítil og notaleg herbergi, ætluð sér í lagi fyrir slökun og hvíld og hafa þau heldur betur komið sér vel fyrir marga og verið fólkinu í hæfingunni dýrmæt. Skrifstofu- og fundarað- stöðu þarf að finna annan stað þegar Teaach - þjálfunin byrjar, segja þau Særún og Þór. Þau segja bæði mikla þörf á nýrri hæfingarstöð en von á henni í árslok, þá í Bæjarlind í Kópavogi fyrir þá austurhluta Kópavogs, Garðabæ, Hafnaríjörð og Breiðholt, ætlað þeim sem ekki njóta þegar hæfingar. Snyrtiaðstaða er ágæt fyrir þá sem eru í hjólastól, rúmt og gott rými. Þá var næst komið í svokallaðan austursal en þar fer fram hæfing mikið þroskahamlaðra einstaklinga sem allir eru fullorðnir. Einnig þarna eru kennd skipuleg vinnubrögð eftir Teaach - hugmyndafræðinni. 3 eru hér fyrir hádegi stöðugt, 1 er að hluta i vinnusal og að hinum hlutanum í hæfingu austursalar. Frá frjóu starfi í Fannborginni. Þór Þórarinsson 32
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.