Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2000, Blaðsíða 17

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2000, Blaðsíða 17
Frá aðalfundi bandalagsins á liðnu hausti. lagsins dags 3. nóv. '99. Einnig las Helgi heimasíðu MS félagsins þar sem þetta mál er rakið frá sjónarmiði stjórnar MS félagsins. Helgi kvað þetta mál hið leiðinlegasta á tólf ára ferli sínum hjá Öryrkjabandalagi Is- lands og lýsti hryggð sinni með málavexti alla. Hafdís Hannesdóttir sem sat fundinn sem varamaður MS félagsins í stjórn ÖBÍ, til þess kjörin á aðal- fundi MS félagsins, las upp yfir- lýsingu frá á þriðja tug félaga í MS félaginu þar sem þau telja úrsögn ekki gilda þar sem ákvörðun hefði ekki verið borin undir lögmætan fund félagsmanna. Samkvæmt lögum ÖBI hefur úrsögnin enn ekki tekið gildi (í desember '99) þar sem lög kveða á um að úrsögn verði að hafa borist 6 mánuðum fyrir lok reikn- ingsárs bandalagsins. Miklar umræður urðu um málið og lýstu menn undrun og hryggð yfir þessari stjórnarákvörðun MS fé- lagsins sem ekki hefði verið staðfest af félagsfundi eða aðalfundi fé- lagsins. Vildu menn vona að úrsögn þessi yrði dregin til baka og loka- niðurstaða langra umræðna sú að framkvæmdastjóri ræddi við for- mann MS félagsins um framvindu máls, afturköllun úrsagnar eða ítrekun á nýju ári. 3. Djáknaþjónusta. Garðar formaður rakti það mál. Frá því um miðjan ágúst hefði Guð- rún K. Þórsdóttir sinnt starfi sem djákni hjá ÖBÍ í 10% starfi sem til- raunaverkefni. Tilraunin hefði gengið mjög vel og margir leitað til Guð- rúnar og hún til margra einnig. Hefði staðið fyrir samverustundum á mánudögum og tveim samkomum vel sóttum. Lagði Garðar til skv. samþykkt framkvæmdastjórnar að Guðrún yrði ráðin til starfa árið 2000 í sama starfshlutfall og verið hefði. Var það samþykkt með öllum greiddum atkvæðum gegn einu. Jafnframt skyldi rætt við Þjóðkirkj- una um fjárhagslega samvinnu um þetta verkefni. 4. Önnur mál. Nokkur umræða varð um kjaramál oghvatttilþessaðstjórnÖBI fyl- gdist vel með gangi viðræðna í væntanlegum kjarasamningum og fengi að hafa þar ítök ef mögulegt væri. Formaður lýsti yfir því að stefnt væri að því að drög að fjárhagsáætlun lægju fyrir um miðjan janúar og yrði hún svo afgreidd í febrúar. Heidi Kristiansen vakti máls á stuðningi við starfsemi Lýðskólans en einmitt margir misþroska nem- endur sem sæktu í það nám. Fundi var svo slitið af formanni um kl. 19.15 og gengu þá stjórnarmenn til veglegs jólahlaðborðs. H.S. Hlerað í hornum Sú litla sem var vön sveitinni beið á leikskólanum eftir því að komast að til að pissa, en Jakob leikfélagi hennar pissaði á fullu og sú litla fylgdist með. Allt í einu segir hún. “Nei, Jakob minn, svona áttu ekki að gera. Pabbi heldur allt öðruvísi um spenann sinn.” * ** Maður einn var í heimsókn hjá list- málaranum vini sínum og dáðist að myndum hans allt um kring. “Mikið væri nú dásamlegt að mega taka þessa fögru liti heim með sér”, sagði aðdáandinn. Þá sagði listmálarinn: “Mér sýnist þú nú ætla að gera það, þú situr nú á málningarbakkanum.” Fjórir menn. 30 ára, 40 ára, 50 ára og 60 ára komust við illan leik upp á eyju eina eftir að skip þeirra hafði farist og þeir bjargað sér þó á hriplekum skips- bátnum. Þegar þeir hafa komist upp á eyjuna litast þeir um og sjá þá aðra eyju skammt undan og þar á strönd- inni er fullt af léttklæddum konum. Sá þrítugi segir þá: “Syndum yfir og hittum þær”. Sá fertugi segir: “Engan asa, við skulum gera við bátinn og fara svo yfir.” Þá mælir sá fimmtugi: “Eigum við ekki bara að sjá til og vita hvort þær koma ekki yfir til okkar.” Þá heyrist í þeim sextuga: “Hvaða, hvaða, eins og við sjáum þær ekki alveg nógu vel héðan.” Unga stúlkan var á göngu með vini sínum í Hljómskálagarðinum og spyr þá allt í einu: “Viltu ekki sjá hvar botnlanginn var tekinn úr mér?” “Jú, endilega, endilega,” sagði vonglaður vinurinn. Þá benti stúlkan og sagði: “Þarna, á Landspítalanum.” Hljóðfæraleikarinn átti að fara í upp- skurð á mánudegi og spurði lækninn hvort hann mundi geta leikið með hljómsveitinni næsta laugardag. “Það held ég. Ég skar einn upp í síðustu viku og hann var farinn að leika á hörpu á himnum daginn eftir.” Maður einn hringdi óðamála í lög- regluna: “Það er búið að stela stýr- inu, gírstönginni og mælaborðinu úr bílnum minum og einhverju fleiru.” Lögreglan tók þetta allt niður, en örfáum augnablikum síðar hringdi maðurinn aftur og sagði: “Þetta er allt í lagi. Ég settist bara inn í aftur- sætið.” FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.