Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2000, Side 31

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2000, Side 31
Öryggi í neyðartilfellum. Sjúkl- ingar geta þarfnast fleira en réttra lyfja og greiðs aðgangs að læknum og sjúkrastofnunum. Margir eru haldnir sjúkdómum sem geta versnað skyndilega án þess að það geri boð á undan sér. Sumir sjúkdómar eru þess eðlis að þeir gera sjúklinginn ófæran um að tjá sig eða leita sér aðstoðar. Þetta getur valdið örlaga- ríkum drætti á því að hann fái rétta meðferð. í versta tilfelli getur það valdið varanlegum skaða eða jafnvel dauða. Þegar þannig er ástatt er ómet- anlegt að sjúklingurinn beri á sér merki með sjúkdómsgreiningu og að fljótt sé hægt að afla annarra nauðsynlegra upplýsinga. Medic Alert stuðlar að skjótri og ná- kvæmri læknisþjónustu innan spítala og utan og kemur í veg fyrir hættulegan misskilning, t.d. hjá sjúklingum með sykursýki, sem geta virst drukknir þegar blóðsykur lækkar vegna insulín- áhrifa. Það er fullkomnasta öryggis- kerfi sem völ er á í heiminum í dag fyr- ir sjúklinga með bráða eða hættulega sjúkdóma. Medic Alert hefur verið starffækt í nærri fimmtán ár hér á landi. Medic Alert var stofnað í Turlock í Kaliforníu 1956, þar sem höfuðstöðvar þess eru enn í dag. Stofnandinn, læknir að nafni Marion C. Collins, hafði orðið fyrir þeirri erfiðu reynslu að dóttir hans hafði næstum dáið af losti eftir að hún fékk stífkrampa- sprautu sem hún hafði ofnæmi fyrir. Hann vildi hindra að dóttir hans, og aðrir sem líkt væri ástatt um, yrðu fyrir slíkum óhöppum. Þrefalt upplýsingakerfi Medic Alert er þrefalt upplýsingakerfi: 1. Medic Alert merkið Medic Alert merkið er málmplata sem borin er sem armband eða háls- men. Á framhlið þess eru merki læknaguðsins - snákur sem vefur sig um staf- og orðin MEDIC til hægri og ALERT til vinstri við merkið. Efst á bakhlið merkisins er símanúmer vakt- Davíð Gíslason Davíð Gíslason læknir: Medic Alert - Alþjóðlegt öryggiskerfi stöðvar Medic Alert og þar fyrir neðan sjúkdómsgreining eða hættuástand. Neðst er númer merkisberans sem veitir aðgang að upplýsingum í spjald- skrá. Þeir sem ekki eru veikir geta látið skrá aðrar upplýsingar á plötuna sem máli skipta fyrir þá, t.d. um notkun snertilinsa. 2. Kort sem borið er í seðlaveski. Kortið er á stærð við greiðslukort og rúmast vel í seðlaveski. Á framhlið þess er merki Medic Alert og síma- númer vaktstöðvarinnar. Á bakhlið er nafn korthafans, læknis hans og nán- asta aðstandanda og símanúmer þeirra. Einnig eru upplýsingar um sjúkdóm korthafans og meðferð eftir því sem við á. 3. Símaþjónusta allan sólarhringinn Á vaktstöð er varðveitt lítil sjúkra- skrá með öllum nauðsynlegum upp- lýsingum. Sjúkraskráin er útfyllt af lækni og undirrituð af honum og sjúkl- ingnum. Vaktstöðin svarar síma allan sólarhringinn og þangað má hringja án endurgjalds. Upplýsingar á kortinu og í spjald- skránni eru endurnýjaðar með hæfi- legu millibili. Allar upplýsingar eru trúnaðarmái og aðeins látnar af hendi gegn spjaldskrárnúmeri á merkinu eða kortinu. Glatist merkið eða kortið þarf að tilkynna það tafarlaust til skrifstofu Medic Alert. Alþjóðlegt öryggiskerfi Þótt Medic Alert sé útbreiddast í Bandaríkjunum, þar sem það er upp- runnið, þá er það starfrækt í all- mörgum löndum. Það nýtist því ekki síður á ferðalögum erlendis en innan- lands. Medic Alert kemur jafnvel að notum á ferðalögum í löndum þar sem kerfið er ekki starfrækt vegna mynd- arinnar framan á merkinu, sem vekur fagfólk til umhugsunar um sjúklegt ástand. Sjúkdómsgreiningin, sem skráð er á ensku á bakhlið merkisins, fer því varla framhjá lækni sem skoðar sjúklinginn. Medic Alert á íslandi Björn Guðmundsson, fyrrverandi stjórnarmaður í alþjóðastjórn Lions- hreyfingarinnar, varð fyrstur til að hreyfa þeirri hugmynd að stofna Medic Alert hér á landi. Þetta gerði hann á fundi í Lionsklúbbi Kópavogs 11. febrúar 1981. Lionshreyfingin ákvað að taka þetta verkefni að sér og 30. janúar 1985 var Medic Alert á ís- landi formlega stofnað. Það er sjálfs- eignarstofnun og lýtur reglum alþjóða- samtakanna. Medic Alert starfar án hagnaðarsjónarmiða og hér á landi er Lionshreyfingin verndari stofnunar- innar og ábyrgist fjárhagslegt sjálf- stæði hennar. Ýmis félög sjúklinga koma líka að rekstrinum og eiga aðild að fulltrúaráði hennar. Um 2700 ein- staklingar ganga með Medic Alert merki hér á landi. Hvernig gerist maður aðili að Medic Alert? Starfsemin hér á landi er með þeim hætti að umsóknareyðublöðum er dreift til sjúkrahúsa, læknamóttaka, apóteka og sjúkrafélaga. Umsækjand- inn fyllir í persónuupplýsingar og læknir sjúklings fyllir í eyðublaðið upplýsingar varðandi sjúkdóma og meðferð. Skrifstofa Medic Alert er í Sóltúni 20, Reykjavík, í sama húsnæði og skrifstofa Lionshreyfingarinnar (sími: 561-3122). Á skrifstofúnni er ritað á Medic Alert merkið og kortið útbúið. Vaktstöðin er á Slysavarðstof- unni í Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Gjald- ið fyrir Medic Alert kerfið er 3000 kr. sem greiðist við aðild og aðeins einu sinni. Dæmi um sjúkdóma þar sem Medic Alert kerfið getur komið að gagni: Sykursýki (Diabetas mellitus), Floga- veiki (Epilepsi), Dreyrasýki (Haemo- philia), Astmi (Asthrna bronchiale), Addison veiki (Morbus Addisoni), Kransæðaþrengsli (Morbus arteriae coronariae), Hjartabilun (Incompens- atio cordis), ígrætt nýra (Transplantatio renalis), Heila- og mænusigg (Sclerosis disseminata), Minnisbilun (Alzheimer's disease) Dæmi um ofnæmi: Bóluefni. Penicillin. Sulfa. Asperín. Staðdeyfilyf. Latex jarðhnetur. Fiskur. Skelfiskur. Skordýrabit. Dæmi um lyf eða hjálpartæki: Barksterar. Blóðþynningarlyf. Anta- bus MAO-hemlar. Insúlín. Skjald- kirtilslyf. Snertilinsur. Hjartagang- ráður. Davíð Gíslason. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 31

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.