Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2000, Blaðsíða 31

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2000, Blaðsíða 31
Öryggi í neyðartilfellum. Sjúkl- ingar geta þarfnast fleira en réttra lyfja og greiðs aðgangs að læknum og sjúkrastofnunum. Margir eru haldnir sjúkdómum sem geta versnað skyndilega án þess að það geri boð á undan sér. Sumir sjúkdómar eru þess eðlis að þeir gera sjúklinginn ófæran um að tjá sig eða leita sér aðstoðar. Þetta getur valdið örlaga- ríkum drætti á því að hann fái rétta meðferð. í versta tilfelli getur það valdið varanlegum skaða eða jafnvel dauða. Þegar þannig er ástatt er ómet- anlegt að sjúklingurinn beri á sér merki með sjúkdómsgreiningu og að fljótt sé hægt að afla annarra nauðsynlegra upplýsinga. Medic Alert stuðlar að skjótri og ná- kvæmri læknisþjónustu innan spítala og utan og kemur í veg fyrir hættulegan misskilning, t.d. hjá sjúklingum með sykursýki, sem geta virst drukknir þegar blóðsykur lækkar vegna insulín- áhrifa. Það er fullkomnasta öryggis- kerfi sem völ er á í heiminum í dag fyr- ir sjúklinga með bráða eða hættulega sjúkdóma. Medic Alert hefur verið starffækt í nærri fimmtán ár hér á landi. Medic Alert var stofnað í Turlock í Kaliforníu 1956, þar sem höfuðstöðvar þess eru enn í dag. Stofnandinn, læknir að nafni Marion C. Collins, hafði orðið fyrir þeirri erfiðu reynslu að dóttir hans hafði næstum dáið af losti eftir að hún fékk stífkrampa- sprautu sem hún hafði ofnæmi fyrir. Hann vildi hindra að dóttir hans, og aðrir sem líkt væri ástatt um, yrðu fyrir slíkum óhöppum. Þrefalt upplýsingakerfi Medic Alert er þrefalt upplýsingakerfi: 1. Medic Alert merkið Medic Alert merkið er málmplata sem borin er sem armband eða háls- men. Á framhlið þess eru merki læknaguðsins - snákur sem vefur sig um staf- og orðin MEDIC til hægri og ALERT til vinstri við merkið. Efst á bakhlið merkisins er símanúmer vakt- Davíð Gíslason Davíð Gíslason læknir: Medic Alert - Alþjóðlegt öryggiskerfi stöðvar Medic Alert og þar fyrir neðan sjúkdómsgreining eða hættuástand. Neðst er númer merkisberans sem veitir aðgang að upplýsingum í spjald- skrá. Þeir sem ekki eru veikir geta látið skrá aðrar upplýsingar á plötuna sem máli skipta fyrir þá, t.d. um notkun snertilinsa. 2. Kort sem borið er í seðlaveski. Kortið er á stærð við greiðslukort og rúmast vel í seðlaveski. Á framhlið þess er merki Medic Alert og síma- númer vaktstöðvarinnar. Á bakhlið er nafn korthafans, læknis hans og nán- asta aðstandanda og símanúmer þeirra. Einnig eru upplýsingar um sjúkdóm korthafans og meðferð eftir því sem við á. 3. Símaþjónusta allan sólarhringinn Á vaktstöð er varðveitt lítil sjúkra- skrá með öllum nauðsynlegum upp- lýsingum. Sjúkraskráin er útfyllt af lækni og undirrituð af honum og sjúkl- ingnum. Vaktstöðin svarar síma allan sólarhringinn og þangað má hringja án endurgjalds. Upplýsingar á kortinu og í spjald- skránni eru endurnýjaðar með hæfi- legu millibili. Allar upplýsingar eru trúnaðarmái og aðeins látnar af hendi gegn spjaldskrárnúmeri á merkinu eða kortinu. Glatist merkið eða kortið þarf að tilkynna það tafarlaust til skrifstofu Medic Alert. Alþjóðlegt öryggiskerfi Þótt Medic Alert sé útbreiddast í Bandaríkjunum, þar sem það er upp- runnið, þá er það starfrækt í all- mörgum löndum. Það nýtist því ekki síður á ferðalögum erlendis en innan- lands. Medic Alert kemur jafnvel að notum á ferðalögum í löndum þar sem kerfið er ekki starfrækt vegna mynd- arinnar framan á merkinu, sem vekur fagfólk til umhugsunar um sjúklegt ástand. Sjúkdómsgreiningin, sem skráð er á ensku á bakhlið merkisins, fer því varla framhjá lækni sem skoðar sjúklinginn. Medic Alert á íslandi Björn Guðmundsson, fyrrverandi stjórnarmaður í alþjóðastjórn Lions- hreyfingarinnar, varð fyrstur til að hreyfa þeirri hugmynd að stofna Medic Alert hér á landi. Þetta gerði hann á fundi í Lionsklúbbi Kópavogs 11. febrúar 1981. Lionshreyfingin ákvað að taka þetta verkefni að sér og 30. janúar 1985 var Medic Alert á ís- landi formlega stofnað. Það er sjálfs- eignarstofnun og lýtur reglum alþjóða- samtakanna. Medic Alert starfar án hagnaðarsjónarmiða og hér á landi er Lionshreyfingin verndari stofnunar- innar og ábyrgist fjárhagslegt sjálf- stæði hennar. Ýmis félög sjúklinga koma líka að rekstrinum og eiga aðild að fulltrúaráði hennar. Um 2700 ein- staklingar ganga með Medic Alert merki hér á landi. Hvernig gerist maður aðili að Medic Alert? Starfsemin hér á landi er með þeim hætti að umsóknareyðublöðum er dreift til sjúkrahúsa, læknamóttaka, apóteka og sjúkrafélaga. Umsækjand- inn fyllir í persónuupplýsingar og læknir sjúklings fyllir í eyðublaðið upplýsingar varðandi sjúkdóma og meðferð. Skrifstofa Medic Alert er í Sóltúni 20, Reykjavík, í sama húsnæði og skrifstofa Lionshreyfingarinnar (sími: 561-3122). Á skrifstofúnni er ritað á Medic Alert merkið og kortið útbúið. Vaktstöðin er á Slysavarðstof- unni í Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Gjald- ið fyrir Medic Alert kerfið er 3000 kr. sem greiðist við aðild og aðeins einu sinni. Dæmi um sjúkdóma þar sem Medic Alert kerfið getur komið að gagni: Sykursýki (Diabetas mellitus), Floga- veiki (Epilepsi), Dreyrasýki (Haemo- philia), Astmi (Asthrna bronchiale), Addison veiki (Morbus Addisoni), Kransæðaþrengsli (Morbus arteriae coronariae), Hjartabilun (Incompens- atio cordis), ígrætt nýra (Transplantatio renalis), Heila- og mænusigg (Sclerosis disseminata), Minnisbilun (Alzheimer's disease) Dæmi um ofnæmi: Bóluefni. Penicillin. Sulfa. Asperín. Staðdeyfilyf. Latex jarðhnetur. Fiskur. Skelfiskur. Skordýrabit. Dæmi um lyf eða hjálpartæki: Barksterar. Blóðþynningarlyf. Anta- bus MAO-hemlar. Insúlín. Skjald- kirtilslyf. Snertilinsur. Hjartagang- ráður. Davíð Gíslason. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.