Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2000, Blaðsíða 37
Fréttaþjálfinn. blað
útskriftarnema í
Hringsjá kom út rétt
fyrir jólin og þar
kennir sannarlega
margra góðra grasa. í
gegnum efni blaðsins
má lesa miklar þakkir
til Hringsjár fyrir
menntunina, mennt-
un margs konar sem
safnað hefur verið í
sarpinn.
Fjölbreytni efnis
einkennir þetta blað
og skal aðeins rennt í
gegn á hraðferð þó.
Vangaveltur “Smugu-
nemandans”, eftir
Kristínu R. Magnús-
Útskriftarhópur
og annað gott fólk.
stykki eru svo frá
Fríðu h/f. öðru nafni
Málfríði Kristínu
Ólafsdóttur. Heil-
ræði: ekki vera of
góður því þá verður
hjakkast á þér — en
heilræðið sett upp
með einu orði i hverri
línu.
Örsaga. Kirkju-
listahátíð 20. júní 99
er hugarflugssaga
Harðar Gunnarssonar
sem yrði að birtast í
heild svo hún nyti sín.
Ónefndur skrifar um
leikreglur þessa lífs
þar sem þetta er m.a.
að finna.
FRÉTTAÞJÁLFINN
dóttur sem segir: “Vonandi fer ég
héðan úr Hringsjá með útkoniu dýr-
mætrar reynslu á pappírsblaði, sem
nýtist mér í framtíðinni, hvort sem
það verður í námi eða starfi.”
Nanna Þórsdóttir segir frá athyglis-
verðu meðferðarúrræði sem hún
kynntist á Reykjalundi og getur
gagnast fólki með depurð, þung-
lyndi og geðröskun og segir: “Það
kostar náttúrulega eins og allt í
lífinu tíma, vilja, vinnu og þolin-
mæði.”
Feldís Einarsdóttir skrifar stutta
hugleiðingu um lífið og tilveruna og
segir frá þeirri heppni sinni að hafa
verið í Hringsjá. Hún segir: “Því
miður eru ekki allir jafn heppnir og
er mér þá hugsað til vinkonu minnar
sem valdi sína leið út úr erfið-
leikunum, hún lést sl. sumar:”
Birna á ljóðrænt innlegg sem
endar svo:
“Líf gleymmérei var heilagt, eins og
allt líf.
En önnur blóm lýsa í kjölfarið.
Gleymmérei skildi fræ eftir sig.
Heilög fræ.”
Ljóð Svessa: Fötlun er hér birt í
blaðinu. Pálmi Pálmason segir
Ijörlega frá Noregsferð og endar
frásögnina svo: “Það sem ein-
kenndi ferðina í heild var hve góður
andi var í hópnum, góður matur,
sætar stelpur og frábært veður.”
Heilsíðuviðtal er svo við dægur-
lagasöngvarann Stefán Hilmarsson,
tekið af Kristínu Hinriksdóttur, fjör-
legt og skemmtilegt.
Hinn fullkomni kvöldverður er
gamansamt viðtal eða ekki viðtal
eftir því hvernig menn taka það. I
framhaldinu á næstu síðum blasa
við manni gómsætar uppskriftir.
Hörður Gunnarsson á þarna ljóð-
ræna hugleiðingu með heitinu:
Byrjunin á mosagrænum eldslátti.
Kristín R. Magnúsdóttir á vísur
um Hringsjá þar sem þetta er m.a.:
Já, áfram var haldið í haust
hausinn í að troða.
Eitt er fast, annað laust,
en þó engin froða.
Eiður S. Matthíasson á líflega
frásögn af Landsmóti hesta-
manna á Hellu, heldur betur
ævintýraferð með 46 hross að
norðan og alla leið á Hellu og svo til
baka, hressileg ferðasaga.
“Persónupistill” er svo frá Mál-
fríði Kristínu Ólafsdóttur. Hún
segir: “En það mættu vera fleiri
svona skólar því þessi er alltof lítill
og margir sem þarfnast þess að
koma inn.” Hún stefnir svo á Fjöl-
braut í Breiðholti. Fjögur ljóða-
5. leikregla: Þú munt aldrei hætta
að læra: Enginn hluti lífsins er án
náms. Ef þú ert lifandi muntu læra.
Halldóra Anna Jórunnardóttir á
þarna söguna: Leyndarmálið, hug-
þekk saga og vel skrifuð.
Hanna Rósa á þarna tvö órímuð
ljóð. Annað er svona.
Eitt augnablik
Marrið í gráleitri hurðinni
er ég gekk inn í stofuna
nísti inn að beini.
Þú sast þar
lotinn í herðum
og starðir fram fyrir þig.
Og um leið helltist yfir mig sú
vitneskja
að þetta augnablik kæmi aldrei
aftur.
Fréttaþjálfanum lýkur svo með:
Speki dagsins og svo er ljóðið
hennar Halldóru Önnu Jórunnar-
dóttur: Hið ókomna sem hér er birt
í blaðinu.
Fréttaþjálfinn er hið besta búinn
til fundar við okkur og fagnaðarefni
hvevelhannerúrgarðigjörður. Og
eitt spekimálanna í lokin:
Tækifærin banka oft án þess að
finna nokkurn.
H.S.
FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS
37