Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2000, Blaðsíða 37

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2000, Blaðsíða 37
Fréttaþjálfinn. blað útskriftarnema í Hringsjá kom út rétt fyrir jólin og þar kennir sannarlega margra góðra grasa. í gegnum efni blaðsins má lesa miklar þakkir til Hringsjár fyrir menntunina, mennt- un margs konar sem safnað hefur verið í sarpinn. Fjölbreytni efnis einkennir þetta blað og skal aðeins rennt í gegn á hraðferð þó. Vangaveltur “Smugu- nemandans”, eftir Kristínu R. Magnús- Útskriftarhópur og annað gott fólk. stykki eru svo frá Fríðu h/f. öðru nafni Málfríði Kristínu Ólafsdóttur. Heil- ræði: ekki vera of góður því þá verður hjakkast á þér — en heilræðið sett upp með einu orði i hverri línu. Örsaga. Kirkju- listahátíð 20. júní 99 er hugarflugssaga Harðar Gunnarssonar sem yrði að birtast í heild svo hún nyti sín. Ónefndur skrifar um leikreglur þessa lífs þar sem þetta er m.a. að finna. FRÉTTAÞJÁLFINN dóttur sem segir: “Vonandi fer ég héðan úr Hringsjá með útkoniu dýr- mætrar reynslu á pappírsblaði, sem nýtist mér í framtíðinni, hvort sem það verður í námi eða starfi.” Nanna Þórsdóttir segir frá athyglis- verðu meðferðarúrræði sem hún kynntist á Reykjalundi og getur gagnast fólki með depurð, þung- lyndi og geðröskun og segir: “Það kostar náttúrulega eins og allt í lífinu tíma, vilja, vinnu og þolin- mæði.” Feldís Einarsdóttir skrifar stutta hugleiðingu um lífið og tilveruna og segir frá þeirri heppni sinni að hafa verið í Hringsjá. Hún segir: “Því miður eru ekki allir jafn heppnir og er mér þá hugsað til vinkonu minnar sem valdi sína leið út úr erfið- leikunum, hún lést sl. sumar:” Birna á ljóðrænt innlegg sem endar svo: “Líf gleymmérei var heilagt, eins og allt líf. En önnur blóm lýsa í kjölfarið. Gleymmérei skildi fræ eftir sig. Heilög fræ.” Ljóð Svessa: Fötlun er hér birt í blaðinu. Pálmi Pálmason segir Ijörlega frá Noregsferð og endar frásögnina svo: “Það sem ein- kenndi ferðina í heild var hve góður andi var í hópnum, góður matur, sætar stelpur og frábært veður.” Heilsíðuviðtal er svo við dægur- lagasöngvarann Stefán Hilmarsson, tekið af Kristínu Hinriksdóttur, fjör- legt og skemmtilegt. Hinn fullkomni kvöldverður er gamansamt viðtal eða ekki viðtal eftir því hvernig menn taka það. I framhaldinu á næstu síðum blasa við manni gómsætar uppskriftir. Hörður Gunnarsson á þarna ljóð- ræna hugleiðingu með heitinu: Byrjunin á mosagrænum eldslátti. Kristín R. Magnúsdóttir á vísur um Hringsjá þar sem þetta er m.a.: Já, áfram var haldið í haust hausinn í að troða. Eitt er fast, annað laust, en þó engin froða. Eiður S. Matthíasson á líflega frásögn af Landsmóti hesta- manna á Hellu, heldur betur ævintýraferð með 46 hross að norðan og alla leið á Hellu og svo til baka, hressileg ferðasaga. “Persónupistill” er svo frá Mál- fríði Kristínu Ólafsdóttur. Hún segir: “En það mættu vera fleiri svona skólar því þessi er alltof lítill og margir sem þarfnast þess að koma inn.” Hún stefnir svo á Fjöl- braut í Breiðholti. Fjögur ljóða- 5. leikregla: Þú munt aldrei hætta að læra: Enginn hluti lífsins er án náms. Ef þú ert lifandi muntu læra. Halldóra Anna Jórunnardóttir á þarna söguna: Leyndarmálið, hug- þekk saga og vel skrifuð. Hanna Rósa á þarna tvö órímuð ljóð. Annað er svona. Eitt augnablik Marrið í gráleitri hurðinni er ég gekk inn í stofuna nísti inn að beini. Þú sast þar lotinn í herðum og starðir fram fyrir þig. Og um leið helltist yfir mig sú vitneskja að þetta augnablik kæmi aldrei aftur. Fréttaþjálfanum lýkur svo með: Speki dagsins og svo er ljóðið hennar Halldóru Önnu Jórunnar- dóttur: Hið ókomna sem hér er birt í blaðinu. Fréttaþjálfinn er hið besta búinn til fundar við okkur og fagnaðarefni hvevelhannerúrgarðigjörður. Og eitt spekimálanna í lokin: Tækifærin banka oft án þess að finna nokkurn. H.S. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.