Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2000, Page 33

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2000, Page 33
Húsnæðið í Dimmuhvarfi er vistlegt vel. Vonast er til að geta tekið þar við fleirum. Þarna er mjög stuðst við myndmál. Sett er upp athafnatafla með ljósu myndmáli sem glöggt sýnir hvað gjöra skal, ferli dagsins vel skipulagt. Myndirnar sýna: vinnu, slökun, kafifi, klósett, fara heim, bíll og alveg ljóst hvað í gangi er hverju sinni. Verkefnin þarna eru ýmist pökkun eða samsetning á vöru. Svo affur sé að vinnusalnum vikið þá hefst vinnan þar svona um kl. 8.45 og kaffi er kl.10, 6 tíma fólkið er svo í mat í hádeginu - fær létta máltíð og holla. Kaffi kl. 14.30 síðdegis. Verk- efnum er skipt upp þannig að hver um sig fái sem mesta fjöl breytni í vinnubrögðum og verkefnum. bjargarhúsinu, Arnarflugi svoköll- uðu, enda Ernir sem að stóðu. ívar Örn er með vöðvarýrnunarsjúkdóm og þarf að notast við hjólastól, sjúk- dómurinn uppgötvaðist um 6 ára aldurinn og gengið gat hann til ellefu ára aldurs. Hann er þarna frá kl. 13- 16 og fær greitt sem svarar einni klukkustund fyrir. Hann er í tölvu- vinnu, reiknar út bónus fyrir starfs- menn, bónusinn getur farið upp í 10 í markvissum vinnubrögðum. Sjálfur segist Ivar Örn nota tölvuna mikið, hann er tvisvar í viku í sjúkraþjálfun og æfir boccia hjá ÍFR. ívar Örn er broshýr og hress og einkar skýr í öllum svörum og við óskum honum einlæglega góðs gengis sem og öðr- um er þarna starfa og njóta hinnar góðu hæfingar. Það var létt yfir fólki og gestir hindruðu ekki að haldið væri fram með verkefnin á fullu þrátt fyrir komu þeirra. Við kvöddum Særúnu og hennar fólk með þökk fyrir ágætar móttökur og ljómandi uppfræðslu. Þá var haldið í Dimmuhvarf, á mörkum sveitar og borgar, en Dimmuhvarf í Kópavogslögsögu. Þar eru íbúðir fyrir einhverfa einstakl- inga, 6 íbúðir alls, 4 þegar setnar, tvær sjálfstæðar álmur í raðhúsi, 3 íbúðir í hvorri. Þarna kemur Teaach - hugmyndafræðin enn við sögu en við okkur blasa ljósar en skýrar merkingar með myndum á töflu af íbúum og dálkarnir sýna eyktir sólar- hringsins: morgunn, dagur, kvöld, nótt, þ.e. áhersla lögð á hið sjónræna. Allt er skipulagt sem allra best að sögn Gríms Atlasonar sem þarna er yfir og tók á móti okkur, dagur hver tekinn fyrir sérstaklega, sem dæmi: gönguferð, tölva, púsla, vinna, þvo hendur, borða, tónlist, sturta, sjón- varp, bursta tennur o.s.ffv. Miðast við að skynja umhverfið, þjálfa snertisviðið m.a. Hver íbúð er nær 40 fermetrar, sam- eiginlegt rými einnig, allt afar vist- legt. Þarna er t.d. ágæt slökunaraðstaða, íbúar leggjast á dýnu, hlusta á tónlist, fá jafnvel púða ofan á sig eða fara í rólu sem þarna er staðsett, þykir þetta einkar notalegt og gagnlegt um leið. Svo er þarna fullkomið eldhús og matstofa sameiginleg fyrir báðar Þarna er hið ágætasta eldhús og matsalur þar sem um 20 geta auðveldlega matast. í eldhúsinu hitt- um við Hrönn Pálsdóttur aðstoðar- stúlku og hún færði okkur svo kaffi- sopa inn í hlýlega og huggulega setu- stofu vel húsgögnum búna. Þar þykir fólki gott að koma og eiga notalega stund, áhersla lögð á að vekja vitund fólks fyrir list m.a. hlustað þar á klassíska tónlist og listaverk fengin að láni og hengd upp á vegg og svo auðvitað hlýtt á fréttir. Ýmislegt sér til gamans gjört m.a. hljómlistarmenn í heimsókn og heldur betur vel fagnað. Ég átti svo í lokin á þessari ágætu heimsókn stutt viðtal við hann ívar Örn Guðmundsson sem er þarna á öryrkjavinnusamningi en hann mundi ég vel frá útvarpinu í Sjálfs- Tónmstundaiðkun er öllum holl. Sjá grein á næstu síðu. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 33

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.