Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2000, Blaðsíða 18

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2000, Blaðsíða 18
ÁF GEÐVERND Geðverndarfélag íslands gefur út ársrit þar sem hin ýmsu þemu eru tekin til ítarlegrar meðferðar. Venjulega er eitt þema aðeins en afþvi Geðverndarfélagið er nú 50 ára, átti 50 ára afmæli 17. jan. sl., þá er ritið helgað tvennu: annars vegar þessu merkisafmæli, hins vegar efninu: Röskun á persónugerð. Ritstjórinn, Eiríkur Örn Arnarson á nokkur vel valin formálsorð, minnist afmælisins og nefnir þar t.d. hversu alþjóðlegir straumar í meðferð geð- sjúkdóma hafi borist hratt hingað s.s. það að íslendingar hafi verið meðal hinna fyrstu til að nýta sér lyijameð- ferð í meðhöndlun geðsjúklinga þeg- ar á sjötta áratugnum. Það er einkar vel til fundið að fá svo dr. Tómas Helgason, forystumann Geðverndarfélagsins til fjölda ára og fróðleiksmann mestan um sögu þess til að rita yfirgripsmikla grein um fé- lagið á þessum tímamótum. Það var faðir hans dr. Helgi Tómasson sem hvatti til þessa innan Læknafélags Reykjavíkur og samkvæmt tillögu hans samþykkt “að beita sér fvrir stofnun almenns félagsskapar til geð- verndar og hugræktar”. og það var ekkert hik eða slór þar á því svo skyldi gjört “nú þegar.” Stofnfund- urinn var svo haldinn 17.jan. 1950 og var dr. Helgi fyrsti formaðurinn. Undir hans forystu hélt félagið árlega félagsfundi með fræðsluerindum s.s. um hjónabandsvandamál og hjóna- skilnaði, geðvernd á vinnustöðum og hegðunarvandkvæði barna. Við lát Helga 1958 lagðist starfsemi félagsins niður um hríð en endurvakið var það árið 1962 og þá undir formennsku Kristins Björnssonar sálfræðings allt til 1966. 1963 gekk félagið í Öryrkjabandalag ís- lands og sama ár fékk félagið styrk á Ijár- lögum. 1966 gerðist félagið stofnaðili að Hússjóði Öryrkja- bandalagsins. 1966 varð Kjartan Jóhannsson héraðs- læknir formaður félagsins. Í hluta- starf framkvæmdastjóra var fyrst ráðið 1966. r Iþessari glöggu grein dr. Tómasar koma fram upplýsingar um tvo sjóði á vegum Geðverndarfélagsins sem sannarlega hafa nýst mörgum mætavel. Eitt það markverðasta sem félagið stóð fyrir er samstarf félagsins og SÍBS um framkvæmdir að Reykja- lundi, fyrst með þrem húsum þar fyrir 12 vistmenn og síðan kostun rýmis í viðbyggingu Reykjalundar fyrir 10 sjúklinga til viðbótar þannig að Geð- verndarfélagið á síðan 1974 22 rúm að Reykjalundi. Síðan greinir dr. Tómas frá ráð- stefnum ýmsum sem félagið stóð fyrir svo og frá þeirri fræðslustarf- semi er sífellt fór fram. Þá víkur hann að útgáfu Geðverndar sem hefur komið út allt frá árinu 1966 að undanskildum ljórum árum sem út- gáfan lá niðri á níunda áratugnum. Svo greinir dr. Tómas frá hinu giftudrjúga samstarfi félagsins við Kiwanishreyfinguna sem m.a. hefur getið af sér vinnustaðinn Bergiðjuna, endurhæfingarstöðina að Alfalandi 15-17, þrjár íbúðir í Álfalandinu og íbúð sem leigð er barna- og unglinga- geðdeildinni. 1 raun hefur þjóðin í gegnum þá ágætu Kiwanishreyfingu lagt þarna fram ómælt fé, því hver kannast ekki við K-lykilinn. Aðrir formenn Geðverndarfé- lagsins en áður hafa verið nefndir eru: Halldór Hansen yfirlæknir, Oddur Bjarnason læknir, Jón G. Stefánsson yfirlæknir og Tómas Zoéga yfirlæknir. Framkvæmdastjóri 1966 - dauðadags 1987 var Ásgeir Bjarnason en núverandi framkvæmdastjóri er Elísabet Á. Möller. Ritstjóri Geðverndar er Eiríkur Örn Arnarson yfirsál- fræðingur. Þetta er sem vænta mátti af dr. Tómasi hin markverðasta samantekt og því er hún hér rakin þetta vel. Annað efni þessa rits er einnig hið forvitnilegasta. Illugi Jökulsson rithöfundur segir frá hugmyndum Christian Schierbecks um geðveikra- hæli um aldamótin, en Christian lauk læknisprófi hér á landi með einstakri úrvalseinkunn, sagður gáfumaður og fjörmaður. Aðalhugmynd hans var um lítið hæli - 15 manna - og hann kveðst ætla að taka þá “sem eru óþrifnastir, háværastir og hættulegastir”, hæli þar sem búa mætti betur að geðsjúkum. Hann segir í grein sinni í Andvara 1901 það einnig “að hættulega brjáluðum mönnum sé annað hvort komið fyrir hjá bændum á kostnað sveitanna eða komið fyrir á dönskum geðveikraspítölum”. Schierbeck ijallar um sjálfsmorð þessu tengd og lýst er svo hlutskipti þeirra sem til Danmerkur fóru, án máls, án heim- sókna. Meðal þess sem Schierbeck réttilega segir er þetta: “Víst er um það, að margur, sem Iækna mætti, verður aumingi ævilangt eða veslast upp.” Illugi bendir á að Schierbeck hafi talað fyrir daufum eyrum, aðhaldssemi alþingismanna um útgjöld landssjóðs verið mikil. En verð er þessi vakning til að vera á sagna- spjöld færð með þessum hætti. rúsk nefnist grein Jóhann- Forsíðumynd - litadýrðina vantar. G 18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.