Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2000, Blaðsíða 49

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2000, Blaðsíða 49
sögulegu staðreynd að samfélagsvit- und forystumanna þjóðarinnar hefur ekki alltaf verið á þann veg sem henni er háttað um þessar mundir. Sú kyn- slóð stjórnmálamanna sem tók við landsstjórninni lýðveldisárið 1944 hafði til að bera þann siðferðisstyrk, metnað og sannfæringu sem dugði til að reisa hér velferðarkerfi sem um miðbik aldarinnar var orðið nær sam- bærilegt við þær fyrirmyndir sem við höfðum frá nágrannaríkjum okkar. I stefnuyfirlýsingu þessarar fyrstu ríkisstjórnar lýðveldisins hafði for- sætisráðherrann gefið tóninn fyrir það sem koma skyldi með svofelldum orðum: “Ríkisstjórnin hefur með samþykki þeirra þingmanna, er að henni standa, ákveðið að komið verði á á næsta ári svo fullkomnu kerfi almannatrygg- inga, sem nái til allrar þjóðarinnar, án tillits til stétta eða efnahags, að ísland verði á þessu sviði í fremstu röð ná- grannaþjóðanna.” Sú kynslóð stjómmálamanna sem komið hafði sér saman um framan- greind markmið hafði til að bera of víðtæka lífsreynslu til að gera þann mannamun sem er nauðsynleg for- senda þeirrar mismununar sem öryrkjum er gert að búa við. Alda- mótakynslóðinni íslensku var Ijós bæði siðferðileg og efnahagsleg nauðsyn þeirrar samtryggingar og samábyrgðar sem lá til grundvallar samfélagsgerð frændþjóða okkar - samfélagsgerð sem þrátt fyrir stöð- ugar hrakspár í meira en hálfa öld hefur sýnt og sannað að er ekki að- eins siðferðilega eftirsóknarverð heldur óhjákvæmileg undirstaða efnahagslegrar farsældar. Þetta skildu þeir þingmenn sem stóðu að fyrstu ríkisstjórn lýðveldisins. Þeir gerðu sér ljóst að þótt almannatryggingar kynnu að kosta peninga myndi það til lengri tíma litið verða þjóðfélagi okkar dýrkeyptara að ganga um of á rétt öryrkja, að misnota sér um of veika vígstöðu þeirra. Hálfdrættingar Sá hugsunarháttur sem endurspegl- aðist í stefnuyfirlýsingu nýsköpunar- stjórnar Ólafs Thors hefur því miður ekki átt upp á pallborðið hjá þeim kynslóðum við tóku og síst þeirri sem nú heldur um stjórnartauma. Hægt og bítandi hefur kerfi almannatrygginga okkar dregist aftur úr almanna- tryggingum nágrannaþjóðanna. Er nú svo komið að við erum einungis hálf- drættingar á við þær þjóðir sem mest- an skilning hafa á siðferðilegri og efnahagslegri nauðsyn jafnréttis. Framganga íslenskra stjórnmála- manna í málefnum fatlaðra endur- speglar ekki aðeins alvarlegan sið- ferðisbrest, heldur er hún efnahags- lega óhagkvæm og skammsýn - sáir fræjum fordóma og grefur undan þeim siðferðisgildum sem við viljum gjarnan trúa að hér hafi verið höfð að leiðarljósi i þúsund ár. Öryrkjabandalag Islands minnir á að baráttan gegn aðskilnaðarstefnu íslenskra stjórnvalda er ekki kjarabar- átta. Baráttan gegn þessari að- skilnaðarstefnu er mannréttindabar- átta. Opinn borgarafundur með Norrænu geðhjálparsamtökunum Opinn borgarafundur í samvinnu við Norrænu geðhjálp- arsamtökin (NFSMH) verður haldinn í sal RKÍ, Efstaleiti 9, fimmtu- daginn 11. maí kl. 19:oo. Geðhjálp er aðili að “Nordiska föreningen för Social och Mental Hálsa” (NFSMH) og sitja tveir aðilar frá félaginu í stjórn þess. Haldnir eru tveir fundir á ári til skiptis hjá aðildarfélögunum. Og nú er komið að því að fundurinn verður hjá Geðhjálp. Þar sem umræða hefur verið mikil um að notendur geðheil- brigðisþjónustunnar taki meiri þátt í meðferð og ákvörðunartöku um sína hagi, var ákveðið að fundurinn mundi hefjast með opnum borgarafundi þar sem allir sem áhuga hafa geti mætt. Framsögu hafa aðilar frá hverju landi og svo er svarað fyrirspurnum. Reynt verður að fá stjórnmálamenn sem hafa sinnt málefnum geðfatlaðra til að vera með innlegg á fundinum. Stjórnarfundur NFSMH verður svo haldinn helgina 11. til 14. maí 2000. Þar verður farið yfir helstu málefni geðfatlaðra og Sumarmótið í sumar sem haldið verður á Álandseyjum vikuna 26. júni til 3. júlí verður skipulagt. Þetta eru árleg mót sem samtökin halda fyrir félaga sína til skiptis í aðildarlöndunum. Frá íslandi hafa farið þetta átta til tíu manns utan fararstjóra sem kostaðir eru af Geðhjálp og Rauða Krossi íslands sem Vin á Hverfisgötu hefur lagt til úr sínum starfsmannahópi. Sumarmótið árið 2001 verður haldið á íslandi að öllum líkindum á Laugarvatni en allar ákvarðanir um það verða teknar á næsta og þarnæsta fundi hjá NFSMH. Allar upplýsingar eru veittar á skrifstofu Geðhjálpar í síma 570 1700 fyrir 1. maí. Frá Geðhjálp. Hlerað í hornum Dótturdóttir ritstjóra spurði hann að því hvort hann vissi hvers vegna Hafnfirðingar sætu alltaf á fremsta bekk í bíó. Það vissi hann ekki. “Jú, það er til þess að þeir sjái myndina fyrstir”. Sá siður tíðkast að við brúðkaup sitji karlar öðrum megin í kirkjunni en konur hinum megin. Þegar prestur einn var að gifta brúðhjón eitt sinn sá hann að brúðguminn stóð öfugu megin við brúðina. Prestur hallaði sér fram að brúðgumanum og hvísl- aði að honum að hann væri vitlausu megin. Brúðguminn, greinilega taugatrekktur fyrir, tók viðbragð og vippaði sér innfyrir gráturnar til prests. 3 strákar voru kallaðir inn til skóla- stjóra. Hann spurði þann fyrsta hvað hann hefði nú gjört af sér. “Ég henti steini út í tjörnina”. “Ekki var það nú svo alvarlegt”, sagði skólastjórinn og spurði þann næsta sömu spurningar. “Ég henti líka steini út í tjörnina”. “Nú, nú, en hentir þú líka steini?, spurði skólastjórinn þann þriðja. “Nei, ég er Steinn”. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.