Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2000, Blaðsíða 22

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2000, Blaðsíða 22
Viðar Hörgdal: HEYRT OG UPPLIFAÐ Þrjár skemmtisögur - Spjall um kurteisi Frændfólk mitt á Akureyri átti góðan kunningja sem átti auð- velt með að svara fyrir sig í vísuformi. Hann var reyndar gefinn fyrir tárið eins og hagyrðinga er oft siður en var þó ekki drykkjumaður. Eitt sinn er kalt var í veðri bankaði hann uppá og kom frænka mín til dyra, heilsaði honum með handa- bandi og varð þá að orði: “Mikið er þér kalt á höndunum” Gesturinn leit í augu frænku minnar og svaraði: “Hvar um víða veröld sem þú leitar ég veit þú munir sannfærast um það að sjaldan eru karlmanns hendur heitar ef hjartað bera þeir á réttum stað”. r IHéraðsskólanum á Núpi í Dýra- firði var heimavist og reynt að halda kynjunum aðgreindum, sér- staklega á kvöldin. Þá var þar skóla- stjóri séra Sigtryggur faðir Hlyns Sigtryggssonar veðurfræðings. Á hlaðinu var skemma þar sem nemendurnir geymdu hluti sem þeir þurftu ekki að nota dagsdaglega, kof- fort og slíka muni sem þeir komu með í skólann. Nú var það eitt sinn að skólastjóri var á rölti um hlaðið og kemur þá strákur út úr skemmunni. Hvað varst þú að fara?, segir prest- urinn. Ha, ég ? ég var að fara hér í koff- ortið mitt. I þeim töluðum orðum kemur huggulegasta stúlka út úr skemm- unni. Jahá, segir prestur, og kemur svo koffortið gangandi á eftir þér. Séra Árni Þórarinssyni var ekki vel við nýju guðfræðina en hann átti eftir að upplifa það að sjálfur biskup landsins, doktor Jón Helgason var ný- guðfræðingur. Það fór ekki vel á með þeim og séra Árna var ekki hlýtt til biskupsins. Nú var það að kominn var til Reykjavíkur öldungur í prestastétt séra Halldór í Presthólum og orðinn Viðar Hörgdal. ruglaður nokkuð. Séra Bjarni vígslubiskup hinn landsþekkti og séra Árni hittust eitt sinn í Lækjargötu. Ég var að koma frá séra Halldóri, segir séra Bjarni. Jæja hvernig líður honum bless- uðum? spurði séra Árni. Honum líður nú sæmilega. Er óttalega mikið rugl á honum? Ég læt það nú vera, svaraði séra Bjarni, ójú það slær útí fyrir honum, hann sagði mér það til dæmis að nú ætti að fara með biskupinn austur á Þingvöll og hengja hann. Er það svona slæmt, aumingja gamli maðurinn, er hann svona slæm- ur, en það er ekki þar fyrir, hug- myndin er góð. Kurteisi Það er kannski ekki kurteisi af mér að vera að tala um kurteisi við ykkur, en ef þið hugsið ykkur vel um, þá er eitt sem þið hafið aldrei lært og það er kurteisi. Eins og allir vita er ákaflega erfitt að muna nöfn gesta í samkvæmi sem menn muldra annaðhvort í barm sér eða tuldra í skeggið. Ef húsráðandi kynnir er það einkar viðkunnanlegt að gefa nokkrar upp- lýsingar um þann sem verið er að kynna, t.d. “Þetta er ungfrú Þorbera Ingólfsdóttir bráðum 37 ára, eða þetta er frú Jónfríða Elíasdóttir sem hefur svo gaman af sögum um náungann, eða þetta er hann Jón frá Hafnarfirði sem varð fyrir því óhappi að Ólafur besti vinur hans stakk af með konuna hans til Akureyrar og skilaði henni svo aftur í breyttu ástandi” Til þess að nöfn skiljist almennilega þá er gott að stafa nafn og foðurnafn þeirra sem kynntir eru. Það tíðkast nú orðið ekki að kyssa alla gestina í samkvæmi, þegar maður kemur eða fer, eins og á Islandi í gamla daga. Fólki nú á dögum, einkum í Bandaríkjunum þykir það óþarfi að eyða kossum á gamla fólkið líka, heldur taka ungu mennirnir stúlkurnar út í hom eina og eina þegar tækifæri gefst og geta þeir dug- legustu afgreitt allflestar ungu stúlk- urnar sama kvöldið. Það sýnir örugga framkomu ungra stúlkna ef þeim líst vel á ungan mann á götunni eða í strætisvagni, að ganga til hans og kyssa hann og spyrja um leið, hvort þetta sé ekki hann Jóhann. Glopri pilturinn því út úr sér í fátinu, að hann heiti því miður ekki Jóhann heldur Gísli fer vel á því að stúlkan gefi honum þá vel útilátinn löðrung, það mun vekja almenna athygli og aðdáun á öruggri framkomu stúlk- unnar. IBandaríkjunum er sá siður að karl- maðurinn stendur bak við stól konunnar svo að hún geti fundið sætið sitt, þegar hún gengur til borðs, og ýtir hann svo stólnum innundir hana um leið og hún sest. Óviðkunn- anlegt er ef herrann er annars hugar og ýtir kannski stólnum frá en ekki að, við það getur daman dottið á gólf- ið. En komi það fyrir, þykir það riddaralegt að herrann hlaupi undir herðar dömunnar og tosi henni upp í stólinn aftur og keyri svo stólinn að borðinu með dömunni og öllu saman. Þetta er viðkunnanlegur siður og ættu mæður hér á landi að venja syni sína á þetta. Það er óviðkunnanlegt að segja svo hátt að húsmóðirin heyri, að súpan sé viðbrennd og maturinn illa steiktur, varla hundi bjóðandi. 22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.