Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2000, Blaðsíða 13

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2000, Blaðsíða 13
Halaleikhópurinn hylltur vel. lands, Securitas, Sjónstöð íslands, Skaftfell, Stoð hf, Tryggingastofnun ríkisins, Tölvumiðstöð fatlaðra, Tölvusíminn og Össur hf. Skiljanlega var tilgangur margra framleiðenda og innflytjenda með þátttöku í sýningunni að selja vöru sína. En megintilgangur aðstandenda sýningarinnar var hinsvegar að benda á þá möguleika sem tæknin hefur upp á að bjóða og á hvaða hátt tækni- búnaður getur liðsinnt einstaklingum við athafnir daglegs lífs. I þessu sambandi er vert að hafa í huga að öll höfum við sama rétt til þátttöku í samfélaginu. Hinsvegar veltur sú þátttaka á að aðgengi að gæðum sam- félagsins sé fullnægjandi. Þá er ekki aðeins verið að tala um að fólk komist leiðar sinnar, heldur einnig að að séð sé fyrir þörfum fólks með hinar ýmsu fatlanir, auk þess sem mikilvægt er að aðgengi að upp- lýsingum sé fyrir hendi svo eitthvað sé nefnt. r Aþeim 13 árum sem liðin eru frá síðustu hjálpartækjasýningu hafa orðið gífurlegar breytingar. Alls konar háþróaður tölvubúnaður hefur bæst í flóru hjálpartækjanna. Munur- inn á hjálpartækjum og búnaði nú annarsvegar og hinsvegar fyrir rúm- um áratug er einnig sá að margt af því sem er talið nauðsynlegt eða allavega mjög gagnlegt fyrir fólk sem er fatlað nú er farið að notast í mun meira mæli af ófötluðu fólki einnig. Kannski erum við að verða latari og tökum því fegins hendi alls kyns nýjungum sem fækka þessum venju- legu handtökum s.s. að opna dyr, draga gluggatjöldin frá, kveikja á eldavélinni og svona mætti lengi telja. Nú er hægt að nota íjar- stýringar til þess að gefa skipanir um að framkvæma þessa hluti. Eitt af því góða við þessa þróun er að þetta styður við hugmyndafræði samtaka fatlaðra, þ.e. að stefna eigi að að- gengi fyrir alla. Um leið og aðgengið er gott fyrir fólk sem er fatlað þá er það einnig gott fyrir aðra. r Itengslum við sýninguna var efnt til ráðstefnu laugardaginn 12. febrúar í kjallara Perlunnar. Þar fluttu eftir- farandi aðilar erindi: Finn Petrén fjallaði um norræna samvinnu um aðgengi fyrir alla, Vivecca Arrhenius, framkvæmdastjóri NUH fjallaði um starfsáherslur Norrænu Þróunarmiðstöðvarinnar fyrir hjálpartæki fatl-aðra (NUH), Michael Bo Nielsen deildarstjóri Netjob í Danmörku fjallaði um ARNIT - nor- rænt samstarfsverkefni um hvernig Internetið nýtist þeim sem eru með málstol og Joseph Kaye kynnti verk- efni Miðlunartækni- og vísinda- deildar MIT háskólans í Massa- chusetts, Bandaríkjunum. Ráðstefnu- stjóri var Björk Pálsdóttir, forstöðu- maður Hjálpartækjamiðstöðvar Tryggingastofnunar ríkisins. A sunnudag komu einnig góðir gestir og fluttu fróðleg erindi. Fyrst fjölluðu þau mæðginin Ingibjörg Auðunsdóttir og Karl Guðmundsson nemi í Lundarskóla á Akureyri og Snæfríður Þ. Egilson, lektor í iðju- þjálfun við Háskólann á Akureyri um tæknileg úrræði fyrir fatlaða; Hvað hjálpar - hvað ræður ? Þá flutti Salvör Nordal erindi sem hún nefndi : Friðhelgi einkalífsins - ný tækni. Að lokum flutti Guðrún Hannesdóttir erindi um hvernig endurhæfing getur auðveldað fólki þátttöku í atvinnulífinu. Undirritaður var kynnir. Veðrið sýningarhelgina var mjög slæmt og mörg ár frá því að við- líka mikinn snjó hefur sett niður í Reykjavík. Veðurhamurinn hefúr því orðið til þess að fækka gestum á sýninguna, enda áttu margir erfitt með að komast leiðar sinnar. Þrátt fyrir þetta sóttu sýninguna u.þ.b. fjögur þúsund manns sem þykir mjög gott miðað við að um sérsýningu var að ræða. Þátttakan gefur okkur vís- bendingu um að löngu hafi verið orðið tímabært að halda sýningu sem þessa. Anægjulegt var að fylgjast með hversu margt fatlað fólk kann- aði möguleika tækninnar. Þá voru foreldrar ásamt fötluðum börnum sínum greinilega fjölmennur hópur auk fjölmargra sem annaðhvort komu fyrir forvitni sakir eða til að kanna notagildi búnaðarins. Það er því ósk okkar sem stóðum að sýningunni að hún hafi orðið til þess að fólk geti í framtíðinni lifað enn innihaldsríkara lífi og notið þess sem lífið hefur upp á að bjóða með hjálp tækninnar. Helgi Hróðmarsson. Hlerað í hornum í blaði var svohljóðandi auglýsing: “Sendið 500 krónur heim til Gunnars o.s.frv. og lærðu að spila á harm- onikku.” Jón hugsaði sér gott til glóðarinnar og sendi 500 krónur. Hann fékk bréf stuttu seinna og þar stóð: “Kærar þakkir fyrir 500 krón- urnar og gleymdu svo ekki að læra á harmonikkuna.” Þegar mamma fór út í búð spurði unglingurinn foður sinn að þvi hvort hann vildi gefa sér þúsundkall. Fað- irinn neitaði en þá sagði unglingur- inn. “Viltu ekki gefa mér hann ef ég segi þér það sem mamma sagði við píparann þegar þú varst farinn í vinn- una í gær?” “Faðirinn lét hann orða- laust hafa þúsundkallinn og spurði svo hvað mamman hefði sagt. “Hún spurði: Verðurðu búinn að þessu fyr- ir kvöldmat?” FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.