Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2000, Blaðsíða 10

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2000, Blaðsíða 10
sjónin fór. Heilsa mín hefur batnað eftir að ég varð blind.“ Draumarnir hennar Brynju Brynju dreymir oft fyrir atburðum og hana dreymdi fyrir veikindum sínum. „Mér fannst ég detta út í Tjörnina í Reykjavík, kolmórauða, aftur og aftur. Þá vissi ég, að ég myndi verða mjög veik, rísa upp aftur, en aldrei alheil. í draumi er ég alltaf sjáandi. Þá sé ég vini mína sem ég hef kynnst eftir að ég varð blind - sé þá eins og ég held að þeir líti út. Ég hef alltaf haft áhuga á draumum, en finnst þeir miklu merkilegri eftir að ég varð blind. Eins og þeir komi manni í tengsl við annan heim í svefninum. Oft hlakka ég til að sofna og fá að sjá fólk og landslag í fogrum litum.“ Svefnherbergi Brynju er afar hlý- legt. Fallegar myndir á veggjum. Handunnið bútateppi á rúminu er gjöf frá vinkonu hennar á Kýpur. „Björk var átta mánuði að sauma rúmteppið handa mér,“ segir Brynja sem valdi gluggatjöld í sama litastíl. Veggur með íkonum, Jesústyttum og kross- um hlýtur að geisla út frá sér. „Litli íkoninn er gjöf frá presti í Grikklandi sem leiddi mig um kirkjuna sína og lét mig kyssa allar helgimyndirnar. Styttan af Maríu mey er frá Karmel- systrum í Hafnarfirði.“ Brynja segist hafa vandað sig mikið þegar hún var að hengja upp trúarlegu táknin sín sem koma víða að úr heiminum. Ekki skrítið að hana dreymi fallega í svo geislandi um- hverfi. „Mér finnst ég aldrei vera ein, alltaf einhver góður andi hjá mér, kannski er verndarengill með hlífi- skjöld yfir mér. Hér er svo rólegt að maður gæti verið uppi í sveit. Mér finnst oft gott að vera ein og hlusta á þögnina. Annars hlusta ég mikið á út- varp og tónlist og hlusta á hljóðbækur frá Blindrabókasafninu. Ég neita samt aldrei að fara út þegar mér býðst eitthvað skemmtilegt,“ segir hún hlæjandi. „Ég nýt þess að fara í leik- hús, á tónleika eða setjast inn á kaffi- hús. Hávaðasama staði forðast ég, þoli illa háværa popptónlist. Ferðalög, innri sýn „Hvernig getur þú haft gaman af að ferðast,“ spyr fólk mjög vantrúað. Ferðalög hafa alltaf heillað mig, ekkert síður eftir að ég varð blind. Fólk og landslag „sé“ ég í gegnum góða ferðafélaga og með annarri skynjun. Ég komst í mína fyrstu utan- landsferð átján ára, þótt ég væri búin að vera mikið veik, sá þá sólareyjuna Majorka og London. Ég var búin að ferðast mjög mikið innanlands og utan á meðan ég naut sjónar, en var næstum blind þegar Grikklandsdraumurinn rættist. Gríska goðafræðin og tónlistin heilla mig. Lærði að dansa sorba af danskennara, sem ég lá með á Landsspítalanum. Tvisvar hef ég heimsótt Grikkland, þreifað á hofrústum á Akropolishæð og farið í allar skoðunarferðir. I forn- minjasafninu í Aþenu stalst ég til að þreifa á leirkerjum og listaverkum og upplifði þau mjög sterkt. Á Kýpur á ég góða vini. Fyrsta ferðin mín þangað var 1989. Ég og Björk vinkona mín vorum seinar að panta og fengum aðeins íbúð á Kastel. Eitt örlagaríkt kvöld heillaði tónlist úr garðinum, tónar gríska Kýpurmannsins Andreasar sem hefur verið blindur frá fæðingu. Andreasi var sagt frá blindu konunni og spurði hvort hann mætti setjast hjá okkur í hléinu. Björk var vön að umgangast mig og fannst blinda ekki mikil fötlun. Þau urðu ástfangin og eru nú hamingjusöm hjón með þrjár litlar dætur. Blinda mín leiddi þau saman. Ég hef flogið ein til Kýpur að heim- sækja þau og finnst það ekkert erfitt, fæ svo góða aðstoð á flugvöllunum. Túnisferðin mín er eftirminnileg. Þá fór ég ríðandi á úlfalda inn í eyðimörkina fyrir sólarupprás. Ég var hrædd að sitja ein á úlfaldabaki, en tveir Arabar tóku sér stöðu við sitt hvora hlið, tilbúnir að grípa mig. Gamall bedúíni hjálpaði mér af baki í eyðimörkinni og lét mig setjast upp á sandhól. Aarabastrákur kom til mín með sandkött og vildi láta mig klappa honum. Ég óttaðist flær, en var forvitin, hafði aldrei heyrt talað um sandketti áður. Kötturinn var hræðilega magur. Síðan fóru bedú- ínarnir að dansa og syngja til að fagna sólarupprásinni. Alveg ótrúlegt að upplifa þetta.“ Brynja skrifaði ferðasögu frá Mexíkó: Hún situr á steini á strönd- inni, hlustar á gítarleik og söng Mexíkana...„öldurnar risu hátt og létu ekki sitt eftir liggja við undir- leikinn.“ Hún gengur jafnvel á vit hafsins, stór alda skellir henni, en mexíkanskur herramaður bjargar með ótrúlega snörum handtökum. Hún sækist eftir útiveitingastöðum á ströndinni, hlustar á „síbreytilegt tón- fallið frá öldunum.“ Margt laðar: Mannlífið, syngjandi og spilandi tón- listarmenn, hlý handabönd; mexí- könsk matargerð. „Að finna Kyrra- hafsloftið leika um sig .. .svamla dag- 10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.