Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2000, Blaðsíða 52

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2000, Blaðsíða 52
Hafdís Hannesdóttir félagsráðgjafi: Sjálfstæð búseta, hvað er það og fyrir hverja! Kveikjur að þessum hugleið- ingum mínum eru tvær, þ.e. tímaritsgreinar og fundur um búsetumál. Eg var að lesa síð- asta tölublað tímaritsins Þroska- hjálpar, 4. tbl. 1999, þar sem mikið er íjallað urn þjónustumódel við fatlað fólk, ef það stefnir í að búa á eigin heimili og þarfnast mikillar þjónustu. Síðan fór ég á fræðslufund í stéttarfélaginu mínu, það er fé- lagsráðgjafa. Þar var íjallað um rannsókn á bú- setugerð fatlaðra. Þar var kynnt rannsókn kollega minna á búsetugerð eins hóps, það er búsetu geðfatlaðra þar sem þrír eða fleiri búa saman. Ég hef eins og fleiri sem starfa að hagsmunamálum fatlaðs fólks rætt hluti eins og búsetu og þjónustu margoft og af ýmsum tilefnum. Nú er minurn högum svo komið að ég er sjálf fötluð manneskja og er alveg nýlega orðin þjónustuþegi, eins og það heitir á pappírunum. Sú breyting varð á mínum högum að ég hætti störfum sem félagsráð- gjafi á Greiningarstöð ríkisins og er nú lífeyrisþegi í stað þess að vera launþegi. Hver vill hvað? I gegnum tíðina hef ég og nokkrir félagar mínir sem deila þeim kjörum að búa við umtalsverða hreyfihöml- un af völdum MS sjúkdóms, leyft okkur að ergja okkur óstjórnlega yfir fréttaflutningi sem alhæfir svo um kjör og aðstæður þess ljölbreytilega hóps sem við fötlun býr að við lásum oftar en ekki: “Fatlaðir vilia búa á sambýlum'’. O, nei ekki við, voru okkar við- brögð, hlátur og grín! En gamanið kárnaði þegar rnaður fór að fá þessar spurningar úti í sam- félaginu. Á hvaða sambýli átt þú heima? Og svo, nú býrðu á eigin vegum, voðalega ertu dugleg!!! Umíjöllun um málefni þroska- heftra hefur alfarið snúist yfir í það að kalla hópinn fatlaðan og frekari lýsingar á aðstæðum þess hóps sem um er ijallað hverju sinni verður að leyndardómi sem menn verða að reyna að lesa í, ef textinn gæti veitt einhverja hjálp til að skilja hvað um er fjallað. Þannig varð það með umíjöllun um sambýli sem búsetukost fyrir þá þroskahefta sem áður bjuggu í for- eldrahúsum eða áttu að eignast þann valkost að flytjast af sólarhrings- stofnun. Nú um skeið hafa í umfjöll- un um búsetukosti fyrir þroskahefta einnig verið skoðaðir aðrir valkostir svo sem eins og “sjálfstæð búseta”, að ég hélt fyrir þá sem “vilja og geta” án verulegrar aðstoðar eða án þess að þurfa stöðuga sólarhringsvakt. En bíddu nú við, hvert ætla ég með þessum hugleiðingum? Jú í greinunum í tímaritinu Þroska- hjálp er fjallað um þann “rétt fatlaðra að búa á eigin heimili”. Að búa á eigin heimili I annarri greininni í tímariti Þroskahjálpar var frekari umijöllun um það hvernig búa mætti svo um hnútana að mjög þroskaheft fólk fengi að ráða sér aðstoðarmenn svo að það gæti búið eitt á heimili. Síðan er flókið umsjónar- og eftirlitskerfi í kringum einstaklinginn, sem að nafninu til hefur ráðið sér starfs- mann. Vitnað er í jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar, lágmarksöryggi og mannsæmandi líf. Og einnig kom fram að Félagsþjónustan í Reykjavík og Svæðisskrifstofan þar hefðu kom- ið að málurn við gerð tillagna um þessa þjónustu. Heyrðu mig nú, hvaða for- gangsröðun er hér á ferðinni! Sem nýr þjónustuþegi hjá félags- þjónustunni þá hef ég ekki getað komist hjá því að sjá meira af þeim vandamálum sem ég fram að þessu hef aðeins lesið um. Það er erfitt að fá fólk til starfa við láglaunastörf. Það eru miklar mannabreytingar í þeirra hóp, allir í leit að betur laun- uðu og meira metnu starfi. Nú á nýliðnu ári aldraðra varð að bjóða eldri borgurum upp á það að taka sér sumarfrí frá heimilisþjón- ustu með starfsfólki, þar sem ekki fékkst fólk til afleysinga. Einnig þekki ég dæmi urn hreyfihamlað fólk sem finna varð neyðarlausnir fyrir, til að mynda með innlögnum á sjúkra- hús eða dvalarheimili meðan sumar- frí gengu yfir. Bíddu nú við, þarna er um að ræða fólk sem býr á eigin heimili, en skortur á þiónustu veldur því að bað þarf að flvtjast á “stofnun”. Á ég kannski að nefna fleiri, hreyfihamlaða félaga sem hafa þurft að flytjast af eigin heimili, vegna þess að sjúkdómur þeirra, fötlun þeirra veldur svo mikilli þjónustu- þörf! r .. , Istefnuskrá okkar hjá ÖBI ræðum við um öryggi í húsnæðismálum, og bandalagið vill beita sér fyrir sem flestum valkostum að því marki. Það var gaman að koma á fund kollega minna og heyra af þeirri þróun í búsetumálum sem þær voru að skoða. Þar fóru ungir geðfatlaðir menn út af stofnun þ.e. sjúkrahúsum eða þjónustu þeim tengdum og inn á heimili. Þar nutu þeir stuðnings starfsfólks, sem virti sjálfræði þeirra eftir föngum. Þarna var ekki rekin meðferð heldur veittur stuðningur við persónur. Allt tók það mið af væntingum og getu hvers einstakl- ings. í hinum tilvikunum þarf geysi- Hafdís Hannesdóttir 52
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.