Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2020, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2020, Qupperneq 4
4 17. janúar 2020FRÉTTIR Það er staðreynd að … 11 ára gömul stúlka átti hugmyndina að því að nefna plánetuna Plútó eftir rómverska guði undirheima. Jack Daniel, stofnandi viskísins fræga, lést eftir að hafa sparkað í skáp. Hann braut á sér tána og fékk sýkingu í kjölfarið. Við fæðingu eru pöndubirnir smærri en mýs. Þú brennir kaloríur á því að standa kyrr. Hægt er að fá allt að 25 ára fang- elsisvist fyrir að skera kaktusa í Arizona-ríki í Bandaríkjunum. Rekstrarumsjón ehf. • Dalshrauni 11, 220 Hafnarfirði • S: 571 6770 • www.rekstrarumsjon.com • umsjon@rekstrarumsjon.com LÁTIÐ OKKUR UM REKSTUR HÚSFÉLAGSINS Við sérhæfum okkur í umsjón með rekstri húsfélaga og bjóðum trausta og faglega þjónustu á góðu verði Hafðu samband og fáðu tilboð strax í dag! Hver er hann n Hann er fæddur árið 1949 í Reykjavík. n Hann lærði lækn- isfræði við Háskóla Íslands. n Hann útskrifaðist þaðan árið 1976. n Hann var prófessor við Harvard- háskóla frá 1993 til 1997. n Hann er með um 7 milljónir króna á mánuði. SVAR: KÁRI STEFÁNSSON ÓSÁTT VIÐ „ÓVIÐEIGANDI“ LÍKAMSLEIT n Sakar starfsmann um gróft áreiti n Bíður enn svara frá Isavia M ér fannst þetta veru- lega óþægilegt og alger- lega ástæðulaust,“ seg- ir Helga Waage, en hún hefur sent opið bréf á forsvars- menn Isavia vegna grófs áreitis sem hún telur sig hafa orðið fyrir við öryggisleit í Flugstöð Leifs Ei- ríkssonar. Helga er búsett í Bandaríkjun- um en hún var á leið í flug frá Ís- landi þann 6. janúar síðastliðinn. Opna bréfið birtir Helga á Face- book-síðu sinni. Í samtali við DV kveðst Helga ekki vilja tjá sig nánar um atvikið að svo stöddu en aðspurð segist hún ekki hafa fengið nein viðbrögð við bréfinu frá forsvarsmönnum Isavia. Hún bíður því enn svara. Hún vek- ur athygli á að erfitt hafi verið að finna viðeigandi tölvupóstfang til að koma kvörtuninni á framfæri. „Þannig að ég endaði á að senda þetta á einhverju formi á vefsíð- unni þeirra og finnst líklegt að þeir „pulli“ „við heyrðum ekkert af þessu“. Ég gaf þeim alveg sólar- hring áður en ég póstaði þessu á Facebook,“ segir Helga. Hér má lesa bréf Helgu í heild sinni: Ég var að fara í gegnum öryggi- stékk á Leifsstöð og lenti í því – eins og iðulega – að leitarhliðið bíbbaði á mig. Það kom starfskona til að leita á mér og ég sagði kurteislega (eins og svo oft áður) að þau ættu nú að laga stillinguna á hliðinu þannig að brjóstahaldarar triggeruðu ekki leit. Hún brást við því með því að strjúka mér vandlega um brjóstin, og klípa aðeins í leiðinni. Hún strauk með opnum lófum en ekki handarbakinu eins og tíðkast annars staðar. Mér fannst þetta verulega óþægilegt og algerlega ástæðu- laust. Ég flýg mikið, ca 15 sinnum á ári. Keflavíkurflugvöllur er eini flugvöllurinn þar sem ég lendi nánast alltaf í auka-tékki og þar sem líkamsleit fer fram á svona óviðeigandi máta. Helga bendir jafnframt fólki á að fá ferðafélaga sinn til að vera viðstaddan öryggisleit til að kom- ast hjá óþægilegum uppákomum á borð við þessa. Fjölmargir hafa ritað athugasemd undir færsluna og hvetja Helgu til að taka málið lengra. Í athugasemd undir færsl- unni segir Helga að hún hafi verið „konan sem sat og skældi á Saga Lounge“ eftir atvikið. Þingforseti ósáttur Í nóvember 2009 kvartaði þáver- andi forseti Alþingis, Ásta Ragn- heiður Jóhannesdóttir, yfir því að hafa verið tekin í líkamsleit í Leifsstöð þótt öryggishlið hafi ekki gefið frá sér viðvörunarhljóð. Þetta kom fram í Fréttablaðinu á sínum tíma. „Ásta og fleiri fóru utan sunnudaginn 1. nóvember í op- inbera heimsókn til Króatíu í boði þingsins þar. Eins og aðrir fór Ásta úr jakka og skóm og gekk á sokkaleistunum í gegnum ör- yggishlið í Leifsstöð. „Það pípti ekkert í hliðinu en ég var tekin til hliðar og leitað á mér hátt og lágt. Ég gerði enga athugasemd við það en spurði hvort þetta væri venja þegar pípir ekki í neinu. Mér var sagt að þetta væri stund- um gert,“ segir þingforsetinn og ítrekar að öryggisverðir í Leifsstöð hafi einungis verið að sinna sínu starfi. „Það er virðingarvert og sjálfsagt að það sé leitað vel áður en fólk fer í flugvélar en þetta kom mér bara svolítið á óvart.“ Í samtali við Fréttablaðið sagði Friðþór Eydal hjá Keflavíkurflug- velli ohf. að alls ekkert óvenjulegt væri við það að leitað væri á fólki þótt öryggishlið hafi ekki pípt á það. „Hér eru gerðar alls konar reglubundnar handahófsúttekt- ir.“ Blaðamaður leitaði viðbragða hjá Isavia en svör bárust ekki áður en blaðið fór í prentun. n Auður Ösp Guðmundsdóttir audur@dv.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.