Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2020, Side 27

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2020, Side 27
Ferðafélag Íslands 17. janúar 2020 KYNNINGARBLAÐ Ábyrgðarmaður: Kolbrún Dröfn Ragnarsdóttir / kolla@dv.is Umsjón: Jóhanna María Einarsdóttir / johanna@dv.is Fjör á fjallaskíðum Ísland er vettvangur endalausra ævintýra fyrir þá sem vilja ferðast fyrir eigin afli og njóta alls þess magnaða sem fyrir augu ber. Aðferðirnar við að njóta á fjöllum eru fjölmargar og það veit Tómas Guðbjartsson fararstjóri og fjallakempa betur en flestir. Hann hefur frá barnsaldri þvælst um tinda, eggjar, skriður og kletta. Nýskriðinn úr menntaskóla var hann leiðsögumaður á fjöllum og beindi mest erlendum ferðamönnum í rétta troðninga og slóðir um allt hálendi Íslands. Hin síðustu ár hefur Tommi eins og hann er kallaður stýrt fjallaskíðaprógrammi FÍ í félagi við Helga Jóhannesson við afar góðan orðstír en með þeim í sumum ferðanna er Hilmar Már Aðalsteinsson. Fjallaskíðamennska er mjög vaxandi grein innan FÍ og mæta æ fleiri í ferðir þeirra félaga sem opna fólki alveg nýja vídd í ferðalögum. Segja má að sprenging hafi orðið í þessari tegund ferðamennsku á síðustu árum. Tommi segir ástæðuna einfalda. „Þú kemst hraðar yfir og nærð meiru út úr deginum. Það er miklu auðveldara að ganga á fjallaskíðum en tveimur jafnfljótum í snjó, ekki síst ef um lausamjöll eða blautan snjó er að ræða. Fjallaskíðin fara betur með líkamann, ekki síst á leiðinni niður, en þau minnka álag á hné, ökkla og mjaðmir.“ Skurðlæknirinn á fjallaskíðunum Tommi veit vel um hvað hann talar þegar kemur að stoðkerfinu því á láglendinu starfar hann sem hjarta- og lungnaskurðlæknir á Landspítala og er að auki prófessor í skurðlæknisfræði við Háskóla Íslands. Tommi hefur vakið mikla athygli fyrir afköst í mikilvægum rannsóknum auk þess að leiðbeina gríðarlegum fjölda nemenda við Læknadeild Háskólans við rannsóknir. Þegar talinu er aftur vikið að skíðunum segir Tommi að á þeim séu minni líkur á að detta í sprungur en þegar menn fara gangandi þar sem skíðin dreifi álaginu. „Svo er ferðin niður eins konar rúsína í pylsuendanum sem erfitt er að toppa. Svona heilt yfir ættu allir sem hafa gaman af vetrar og vorferðum að íhuga fjallaskíði. Búnaðurinn er vissulega dýr en kostnaður fer lækkandi. Og þetta er góð fjárfesting sem endist,“ segir Tommi en í hans ætt hefur ástin á fjöllum og firnindum gengið frá kynslóð til kynslóðar. Guðbjartur Kristófersson faðir Tómasar var kennari og jarðfræðingur og fór mikið um landið með syni sínum og langafi Tomma var hinn frægi Vigfús Grænlandsfari Sigurðsson sem fyrstur Íslendinga þveraði Grænlandsjökul. Framhald á síðu 2

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.