Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2020, Síða 33
Ferðafélag Íslands17. janúar 2020 KYNNINGARBLAÐ
að auki og margir eru jafnvel ágætir
til gangs því til viðbótar.
Flug er mikilvæg aðlögun sem
gefur fuglum forskot í lífsbaráttunni.
Flug auðveldar fuglunum t.d. að
forðast hættur og ferðast milli
fjarlægra staða í leit að betri
skilyrðum en sumir hafa talað um að
skilyrði fyrir fugla hafi snarversnað á
Hornströndum með vernd refsins.
„Ég hafði heyrt hryllingssögur
af aldauða fugla á Hornströndum
vegna refanna en þessar sögur áttu
ekki við nein rök að styðjast. Það kom
mér því mjög á óvart hversu mikið
fuglalíf er þrátt fyrir allt á svæðinu,“
segir Svenni.
Hann ætti að vita hvað hann
syngur því hann ferðast afar mikið
í tengslum við fuglana og hefur
myndað alla varpfugla Íslands og
leggur kapp á að mynda að auki alla
flækinga sem hingað koma. Sveinn
nýtur að auki trausts vísindamanna
við Háskóla Íslands sem hafa hann
með í verkefnum en hann hefur
myndað hátt á þriðja hundrað
flækinga til þessa og er rétt að byrja.
„Áhugi minn á fuglum kviknaði
þegar ég var sex ára og sá fugla í
Háaleitishverfinu sem eru engum
öðrum líkir og ekki hægt að rugla við
neina aðra tegund,“ segir Svenni.
Hann varð bergnuminn og linnti ekki
látum fyrr en hann hafði flett upp
í bók sem fáanleg var á bókasafni
Hvassaleitisskóla. Hann nam
staðar á síðu þar sem skrautfuglinn
silkitoppa blasti við en hún sést hér
oft á flækingi.
Fuglar geta flogið vegna þess
að þeir eru léttir og hafa fjaðrir og
langa framlimi sem mynda vængi.
Það að geta flogið hefur
gríðarlega kosti eins
og til dæmis að
geta yfirstigið
gríðarlegar
landfræðilegar hindranir og numið
afskekkt búsvæði. Bein fugla eru að
auki hol til léttingar fyrir flugið.
„Frelsi, heillar mig mest við
fuglanna, líf farfuglsins, ótrúleg
aðlögunarhæfni þeirra og
lífsbaráttan öll,“ segir Svenni.
„Fjölbreytileikinn er líka alveg
stórkostlegur enda eru um tíu
þúsund tegundir í heiminum.
Fuglarnir tengja mann við svo
ótrúlega margt, náttúru, land, sjó,
sögu og bara lífið í heild sinni. Þeir
færa manni hreinlega trú á lífið og
líka það að bera virðingu fyrir því.“
Hornstrandir bera birtu inn í
skammdegið
Þeir mágar segja að ferðin á
Hornstrandir fari með þeim inn í
skammdegið sem sólarglenna sem
veki með þeim yl í allan vetur.
„Það snart okkur djúpt,“
segir Svenni, „að vera laus frá
umheiminum í smátíma. Allt þetta
áreiti sem fylgir síma, interneti og
samfélagsmiðlum, það hreinlega
hvarf og við tók óspillt náttúra og
spennandi og heillandi saga sem
tilheyrir löngu liðinni fortíð. Sögur
fararstjóranna af mannlífinu voru
algjör snilld.“
Rüdiger tekur heilshugar undir
og segir Hornstrandir einstakar en
Ísland allt sömuleiðis.
„Hér er allt til alls, hafið, svartar
og gylltar strandir, fjöll, fjörur,
jöklar, eldfjöll, eyðisandar, jökullón,
hreint vatn og loft sem verður
sífellt sjaldgæfara í okkar heimi, og
útsýni með ólíkindum. Það má svo
ekki gleyma algerlega frábærum
fararstjórum í Hornstrandaferðinni
og ferðafélögunum öllum sem
snertu okkur hver með sínu lagi,
enda er hver manneskja frábær
alveg á sinn einstaka hátt.“