Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2020, Qupperneq 34

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2020, Qupperneq 34
Ferðafélag Íslands 17. janúar 2020KYNNINGARBLAÐ Viðtal við Sigrúnu Valbergsdóttur Sígildar ferðir og nýjar í bland, dagsferðir, helgarferðir og sumarleyfisferðir, lýðheilsuverkefni, fjallaverkefni, hreyfihópar, Ferðafélag barnanna og FÍ Ung. Það eiga allir að geta fundið ferðir við sitt hæfi.” Segir Sigrún Valbergsdóttir formaður ferðanefndar FÍ um nýútkomna Ferðaáætlun FÍ 2020. Ferðaáætlun Ferðafélags Íslands 2020 er komin út hefur verið dreift til félagsmanna og einnig birt á heimasíðu FÍ, www.fi.is . En það er kannski ekki á allra vitorði hvernig ferðaáætlunin verður til. Við leituðum til Sigrúnar Valbergsdóttur, formanns Ferðanefndar FÍ, til að forvitnast um hvert ferlið er. „Það er öflugt teymi sem kemur að því að setja saman Ferðaáætlun FÍ. Teymið samanstendur af sjö manna Ferðanefnd og starfsfólki skrifstofunnar sem heldur utan ferðir og verkefni félagsins. Þetta teymi er gríðarlega reynslumikið og víðförult og hefur því góða yfirsýn og þekkingu á landinu öllu, ásamt öllum okkar fararstjórum sem leiða ferðirnar.“ Tillögur koma úr ýmsum áttum Hún segir deildir Ferðafélagsins um allt land skila sínum tillögum að áliðnu hausti á sama tíma og Ferðanefndin er að ljúka störfum. Þá er dagskrá Ferðafélags barnanna og Ferðafélag unga fólksins einnig tilbúin og svo eru það fjallaverkefnin og hreyfihóparnir. „Fjallaverkefnin, lýðheilsuverkefnin og hreyfihóparnir hafa sína föstu umsjónarmenn sem vinna þétt með skrifstofunni. Við byrjum þessa vinnu um leið og sumarvertíðinni er að ljúka, þá koma í ljós viðtökur áætlunar síðasta árs og það er í raun það fyrsta sem lagt er til grundvallar fyrir næstu áætlun. Auk eigin hugmynda leitum við eftir tillögum frá fararstjórum og oft berast tillögar að ferðum frá félögum í FÍ. Þetta er alltaf jafn spennandi vinna og sumarið er ekki búið þegar plönin fyrir næsta sumar verða til.“ Sumar ferðir eru sígildar Sigrún segir áherslurnar geta verið nokkuð breytilegar en þó séu sígildar og vinsælar ferðir alltaf endurteknar eins og á Hornstrandir, í Lónsöræfi og að sjálfsögðu Laugavegsgöngur. Þá eru einnig nokkrar dagsferðir sígildar eins og Leggjabrjótur á 17. júní og Síldarmannagötur að hausti. „Svo eru geysivinsælar fjallaskíðaferðir, ekki alltaf þó á sömu svæði og sama má segja um Sögugöngurnar sem eru í áætluninni, en eru alltaf á nýjum slóðum.“ Sigrún bendir líka á að á meðan sum landssvæði komist í tísku detti önnur út og að þau fylgist vel með því. Kostnaður við ferðirnar skiptir máli sem og fjölbreytni „Við reynum að hafa ferðirnar eins hagstæðar og hægt er, minnka trúss og annað sem hleypir upp kostnaði. Við horfum til þess að allt landið er undir í þessari áætlun og sömuleiðis fylgjumst við vel með þegar út koma bækur með leiðarlýsingum á svæðum sem lítið hefur verið horft til. Svo eru félagar í FÍ á öllum aldri og það þarf að vera mikil fjölbreytni i ferðaframboðinu. Allt frá léttum dagsferðum yfir í fjögurra skóa langar sumarleyfisferðir, þar sem gengið er með allt á bakinu og gist í tjöldum yfir í ferðir með rútu þar sem gist er í uppbúnum rúmum á gistihúsum og allt þar á milli.“ Nýjungar nauðsynlegar „Það er alger nauðsyn að bjóða upp á nýjungar og á það leggjum við mikla áherslu. Það eru yfirleitt 30-40% nýjar ferðir í áætluninni hverju sinni.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.