Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2020, Qupperneq 48

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2020, Qupperneq 48
48 17. janúar 2020 SAKAMÁL F rederick Henry Seddon hét maður sem bjó í London í upphafi 20. aldar. Þegar þessi saga hefst var herra Seddon 40 ára og var forstöðu- maður London and Manchester Industrial Assurance Company (núna London and Manchester Group Plc.). Seddon bjó í stóru húsi í Toll- ington Park í Islington ásamt eig- inkonu sinni, Margaret, fimm börnum þeirra hjóna og föður sínum, sem var kominn á efri ár. Efnaður leigjandi Í júlí árið 1910 ákvað Seddon að taka inn leigjanda, piparjúnku að nafni Eliza Mary Barrow, 49 ára, og einstaklega viðskotaill og ógeðfelld í umgengni. Frederick Henry lét það ekki á sig fá, enda hafði hann um mikil- vægari hluti að hugsa. Þannig var nefnilega mál með vexti að fröken Barrow var ágætlega fjáð því hún átti 4.000 sterlingspund í reiðufé, gulli, verðbréfum og fasteignum. Vafasamur samningur Ástæða þess að fröken Barrow gerðist leigjandi hjá herra Seddon var sú að henni hafði, engum til furðu, sinnast við frændur sína sem hún hafði búið með. Seddon var ekkert að tvínóna við hlutina, því neyta skal meðan á nefinu stendur, eins og sagt er. Innan nokkurra mánaða hafði Seddon komist yfir öll auðæfi frökenar Barrow, gegn vikuleg- um afborgunum upp á þrjú sterl- ingspund. Krampi og almennur krankleiki En Seddon sá eftir hverju penníi sem hann þurfti að greiða fröken Barrow og hann ákvað því að losa sig við þessar vikulegu afborgan- ir – með því að losa sig við lánar- drottininn. Sem fyrr tvínónaði Seddon ekki við hlutina og 1. september 1911 kvartaði fröken Barrow sár- an yfir magakrampa, steinsmugu og almennum krankleika. Læknir hennar skrifaði upp á hinar ýmsu mixtúrur og leit reglulega til hennar næsta hálfa mánuðinn. Rukkaði fyrir viðskiptin Árla morguns 14. september til- kynnti Seddon lækninum að frö- kenin hefði gefið upp öndina og gaf læknirinn út dánarvottorð; banamein var niðurgangur af völdum alvarlegrar sýkingar. Frederick Henry Seddon lét síðan hola fröken Barrow nið- ur meðal sótsvarts almennings í Islington-kirkjugarðinum og kór- ónaði athöfnina með því að krefja útfararstjórann um þóknun fyr- ir að hafa fært honum þessi við- skipti. Frændur fyllast grunsemdum Dauði frökenar Barrow hafði gjörsamlega farið fram hjá frænd- um hennar og það var ekki fyrr en annar þeirra ákvað að heimsækja hana sem þeir fengu vitneskju um það allt saman. Eðli málsins samkvæmt spurði frændinn um eignir hennar og Seddon fullvissaði hann um að samkvæmt afborgunarskilmálum hefðu allar eignir frökenar Bar- row runnið til hans. Frændanum fannst þó svör Seddon helst til loðin og leitaði því til yfirvalda og sagðist telja að maðkur væri í mysunni hvað dauða frænku sinnar áhrærði. Hjónin handtekin Það varð úr að lík frökenar Bar- row var grafið upp og rannsakað og fundust í því leifar af arseniki. Herra Seddon var handtekinn 4. desember og ákærður fyrir morð. Frú Seddon var síðan einnig handtekin og ákærð fyrir slíkt hið sama.Smiðjuvegur 4C - 202 Kópavogur - S 587 2202 Ryðga ekki Brotna ekki HAGBLIKK Álþakrennur & niðurföll Litir á lager: Svart, hvítt, ólitað, rautt, silvurgrátt og dökkgrátt AUÐUR, EITUR OG AFTAKA n Herra Seddon gerði samning sem hann hugðist ekki standa við n Fröken Barrow varð að deyja n Upp komast svik um síðir „Ég lýsi því yfir, frammi fyrir hin- um mikla skap- ara alheimsins, að ég er saklaus. Í dómsal Seddon (í stúkunni til vinstri) reyndi að höfða til dómarans, en þeir voru báðir frímúrarar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.