Íþróttablaðið - 01.09.1948, Blaðsíða 16

Íþróttablaðið - 01.09.1948, Blaðsíða 16
8 ÍÞRÓTTABLAÐIÐ verða 3. og komast í úrslitin. Þar meS misstu Ástralíumenn sína síðustu og mestu von. Treloar, sem þó var tvibúinn að hlaupa á 10,5. En það voru fleiri en hann, sem voru farnir að láta á sjá eftir 3 hörð 100 m. hlaup og tókst ekki að varðveita hámarkssnerpuna nema í 1—2 skipti. 1 úrslitunum, sem fram fóru 1% kl.st. síðar dró Patton 1. og verstu braut, Ewell aðra, La Beach Þriðju, McCorquodale fjórðu, Bailey fimmtu og Dillard yztu braut. Við fyrstu tilraun „þjófstörtuðu" Bretarnir og mun það ekki hafa styrkt taugarnar í hinum. Ræsirinn var fljótur að gefa merki í annað sinn og maður hafði varla áttað sig fyrr en skotið var riðið af og hlaupararnir þotnir af stað. Dillard var fyrstur upp að vanda og hinir nokkuð svipaðir nema Patton, sem aldrei þessu vant var seinn af stað og lengi að komast á ferð. Miðja vegu fór Ewell að vinna sig fram úr hinum og dró með sér La Beach og McCorquodale. Þótt Patton væri þegar búinn að missa alla sigurvon. missti hann þó ekki tökin á sínum fallega hlaupastíl og vann ósjálfrátt inn á hina síðustu metrana. En nú var markinu náð, Ewell teygði fram brjóstið og hugðist snerta snúruna, sem Dillard hafði þegar numið við. En þar sem 3 brautir voru á milli þeirra var óhægt um samanburð a. m. k. virtist Ewell álita sig hafa sigrað og réði sér ekki fyrir fögnuði. Voru menn nú ekki á eitt sáttir um hvernig hlaupið hefði farið og ekki bætti Það úr skák að yfirmarkdómarinn óskaði eftir mark- kvikmyndinni áður en hann gæfi úr • skurð. Þegar úrslitin voru tilkynnt kom í ljós að það var Dillard, sem hafði unn- ið á sama tíma og þetta hlaup vannst á í Los Angeles 1932 og Berlín 1936 — sem sé 10,3 sek. Ewell var svo næstur — % metra á eftir á 10,4 sek. (sem að vísu er helzt til mikill tímamunur). La Beach og McCorquodale, sem höfðu báðir unnið mikið á síðustu metrana voru næstum samhliða fast á eftir Ewell og í mesta lagi 1 metra á eftir Dillard. Þá kom loks hinn heillum horfni Patton hálf um metri þar á eftir og í sjötta og síðasta sæti Bailey, um hálfum öðrum metra á eftir Patton. Hafði hann slegið af hrað- anum siðustu metrana. (Var lasinn að sögn). Tími 3. manns, La Beach var til- kynntur 10,6!! — og samsvarar það því Harrison Dillard. að hann hafi verið heila sekúndu með síðasta metrann, en vitanlega var hann 10 sinnum fljótari, því hann hleypur met- rann á tæpum 1/10 úr sek. Er þessi aug- ljósa tímaskekkja því leiðrétt hér að framan. Sjá ennfremur grein á bls. 38 Þennan dag var dálítil gola í fang hlaupurunúm og verður því að telja tím- ana mjög góða. Brautin á vafalaust sinn þátt í því, þótt hún þyldi illa blevtu og rigningu. Tími Dillards — 10,3 sek. — var talinn jafna Olympíska metið sem Owens setti 1936. Þetta var þó ekki allskostar rétt, því það var Tolan, sem hljóp fyrst á 10,3 árið 1932 og setti þá Olympískt met, en síðan bætti Owens það um 1/10 úr sek. á leikunum 1936. Að visu var meðvindur of mikill til þess að afrekið fengi staðfestingu sem heims- met, en það breytir ekki þeirri stað- reynd að það væri Olympískt met — en það er einungis bezti árangur, sem næst á Olympíuleikunum. Sigur Dillards var vel verðskuldað- ur. Þegar öllu er á botninn hvolft var hann öruggasti spretthlauparinn og vinsælli íþróttamaður er vandfundinn. Fyrir fáum mánuðum hefði þó fáum dottið í hug að gizka á hann sem sig- urvegara í 100 m. hlaupi. en hinsvegar reiknaði allur heimurinn með honum sem öruggum sigurvegara í 110 m. grindahlaupi. Þetta snerist samt alveg við, því Dillard fataðist í grindahlaup- inu á Olympíuúrtökumóti Bandaríkj- anna og varð að hætta. Samkvæmt. hinum ströngu reglum voru eingöngu 3 fyrstu menn valdir í Olympíuliðið og var ekki einu sinni gerð undantekning með Dillard þótt hann væri heims- methafi í 110 m. grindahlaupi (13,6). Dillard tók óhappinu eins og góðum íþróttamanni sæmdi og reyndi að komast í liðið á öðrum vettvangi, 100 m. hlaup- inu. Það tókst, hann varð þriðji á eftir Ewell og Patton. Þótt Harrison Dillard sé einn bezti spretthlaupari heimsins, hefir hann þó fram til Þessa verið kunn- ari sem grindahlaupari. Á hann heims- metin í 110 m. og 200 m. grindahlaupi (13,6 og 22,3 sek.) 100 m. hefir hann hlaupið á 10,3 og 200 m. á 21 sek., en mjög sjaldan keppt á þeirri vegalengd. Snemma kveðst Dillard hafa tekið Ow- ens sér til fyrirmyndar, enda eru þeir úr sama byggðarlagi og hafa gengið á sama skóla. Nú hefir Dillard að nokkru leyti fetað í fótspor meistarans, þótt hlaupa- og vaxtarlag hans sé ekki eins fullkomið og hjá Jesse Owens. Patton „fljótasti maðurinn í heimin- um,“ sem flestir höfðu talið ósigrandi var ekki í essinu sinu í úrslitahlaupinu. Aðra afsökun hafði hann ekki fram að færa. „En 200 metra hlaupið er ekki búið enn“ bætti hann við! 200 METRA HLAUP: Heimsmet: 20,2 sek. La Beach, 191/8 (* Olympsmet: 20,7 selc. J. Owens, USA 193S 1. M. Patton, USA .... 21,1 sek. 2. H. N. Ewell, USA . . 21,1 sek. 3. La Beach, Panama . . 21,3 sek. 4. McKenley, Jamaíca . . 21,3 sek. 5. Cliff Bourland, USA 21,3 sek. 6. L. Laing, Jamaíca . . 21,6 sek. *) Þetta met var sett í 220 yards hlaupi og var tími tekinn á báðum vegalengdum, 20,2 á 200 m. og 20,3 á 220 yards, sem er um 1 metra lengra. Owens átti fyrra metið 20.3 sek., sem var hlaupið á 220 yards braut og þvi í raun og veru jafngott þessu meti. Bæði metin voru sett á beinni braut.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.