Íþróttablaðið - 01.09.1948, Side 17

Íþróttablaðið - 01.09.1948, Side 17
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ 9 200 m. hlaupið (1. riðilV. 1. McKenley, 2. Haggis, 3. Haukur og 4- Lines. Eftir að hafa hvílzt vel þriðja dag leikanna — sem var sunnudagur ■— þurftu spretthlaupararnir að ganga í gegnum nýja tveggja daga eldraun ■— 200 metra hlaupið, sem fór fram mánu- daginn 2. og þriðjudaginn 3. ágúst. — Undanrásirnar hófust kl. 2,30 fyrri dag- inn í logni og hita. Hlaupið var í 12 riðlum eins og í 100 m. hlaupinu, en til leiks mættu 49- keppendur. Þurftu þeir, sem komust í úrslitahlaupið því að hlaupa 200 metra sprettinn 4 sinn- um á 2 dögum. 1 1. riðli hljóp landi okkar Haukur Clausen og þótt hann hefði lent með McKenley (heimsmet- hafanum í 400 m. hlaupi), höfðum við •góða von um að hann yrði 2. í riðlin- um og kæmist þannig í fyrri milliriðil. Þetta fór þó á annan veg, því Kanada- maðurinn Haggis reyndist of sterkur fyrir Hauk. McKenley varð langfyrstur á 21,3 sek. eftir svo tilþrifamikið og létt hlaup að orð fá vart lýst. Þegar 200 m. úrslit. íphoto finish). beygjunni lauk virtist Haukur vera búinn að ná Haggis, sem hljóp á ytri braut, en þegar sá síðarnefndi vildi ekki gefa sig var eins og Haukur missti stílfegurðina og flugið og tókst honum aðeins að lafa í Kanadamanninum. ■— Tími beggja var 22,2 sek. 4. í riðlinum var Lines frá Bermuda á rúmum 23 sek. Það var mjög gaman að fylgjast með þessum undanrásum og nú fyrst gafst manni gott tækifæri til að athuga hlaupástíl spretthlauparanna. I 100 m. hafði spenningurinn og hraðinn verið svo mikill að slíkar athuganir fóru venjulega fyrir ofan garð og neðan. Beztu undanrásartímarnir voru þessir: McKenley og Bourland 21,3, La Beach 21,4; Ewell og Patton 21,6; Treloar 21,7; Van Heerden (S-Afríka), Chacon (Kúba) og Laing 21,8 og loks Silva (Braziliu) 21,9 sek. Þrír þeir síðastnefndu urðu nr. 2 í sínum riðlum, en hinir sigruðu. 2. og 10. riðill unnust á 22,3 sek. eða lakari tími en 3. maður hafði fengið í 4. riðlinum. Lakasta tímann af þeim, sem urðu nr. 2 og komust í miiliriðil, hafði De Saram, Ceylon, 23,1 sek. Það reyndi lítið á beztu hlauparana i þessari fyrstu umferð, en þó gat mað- ur ekki varizt þeirri hugsun að Mc Kenley og Bourland yrðu skæðir úr- slitamönnunum úr 100 metrunum, sem þarna voru. Einnig virtist Ástraliumað- urinn Treloar hafa fullan hug á því að hefna ófara sinna í 100 m. Þegar komið var fram í 10. riðil fór að rigna (þetta var sama daginn og úrslitin í 5 km. hlaupinu) og í fyrri milliriðli var nokkur mótvindur á beinu brautinni. 1 þessari annari umferð, sem hófst kl. 4,15 urðu stjörnurnar að taka á fyrri hluta hlaupsins, en síðan var það á- berandi hve mjög þær spöruðu sig síð- ustu metrana.. Þær hugsuðu sem sé fyrst og fremst um það að vera ekki aftar en í 2. - 3. sæti, en 3 fyrstu kom- ust í síðari milliriðla (semifinal). McKenley lenti nú á móti Ewell og vann með yfirburðum í annað sinn á 21,3 (Ewell hafði 21,8) Bourland vann einnig aftur á sama tíma og áður 21,3, á undan Treloar 21,5. La Beach vann þriðja riðilinn rétt á undan Laing „litla“ frá Jamaíca (21,7 og 21,8) og loks vann Patton 4. og síðasta riðilinn á 21,4 sek. með McCorquodale í öðru sæti (21,8). Var auðséð að 200 metra hlaupið lá ekki eins vel fyrir Bretan- um og 100 metrarnir. Kl. 3,30 daginn eftir, hófust undan- úrslit 200 m. hlaupsins. Fyrri riðillinn var greinilega léttari, þar voru aðeins 3 í sérflokki, Úrslit urðu þessi: 1. Mc Kenley 21,4; 2. Patton 21,6; 3. Ewell 21,8; 4. Silva; 5. Heerden; 6. Valle. Það var auðséð að Patton og Ewell gátu meira sér í lagi Patton, en báðir hafa eflaust viljað eiga eftir nægilegt eldsneyti í úrslitahlaupið skömmu síðar Mel Patton í keppni við Ewell.

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.