Íþróttablaðið - 01.09.1948, Blaðsíða 20

Íþróttablaðið - 01.09.1948, Blaðsíða 20
12 ÍÞRÓTTABLAÐIÐ Wint vinnur 400 m. hlaupiö á 46,2 sek. rétt á undan McKenley (90) og Whitfield. mikla athygli, bæði fyrir hæð sína (1,95) og hlaupagetu. Það ár hljóp hann 400 m. á 47 sek. og 800 á 1:50,6. 1 fyrra átti hann við lasleika að stríða og var því ekki reiknað með honum.sem hættu- legum keppinaut í þessu hlaupi, þótt raunin yrði önnur. 800 METRA HLAUP: Heimsmet: 1:46,6 mín. R. Harbig, 1939 Olymp.met: 1:49,8 mín. T. Hampson, 1932 1. M. Whitfield, USA 1:49,2 mín. 2. A. Wint, Jamaica 1:49,5 mín. 3. M. Hansenne, Fr. 1:49,8 mín. 4. H. O. Barten, USA 1:50,1 mín. 5. I. Bengtsson, Svíþj. 1:50,5 mín. 6. R. Chambers, USA 1:52,1 mín. 7. C. d’Hotel, Frakkl. 1:53,0 mín. 8. John Parlett, Bretl. 1:54,0 mín. 9. Holst-Sörensen, D. 1:54,0 mín. Guida 48,3; 4. Shore 48,7; 5. Remos (Braziliu) 49,1 og 6. R. M. Farlane 51,7 sek. (meiddist á fæti). Eftir undanúrslitin voru menn ekki á eitt sáttir um það hvernig úrslitahlaupið færi. Wint hafði sýnt að hann var engu siðri í 400 en 800 m. og hafði nú hlaup- ið 3svar á ágætis tímum án nokkurrar fyrirhafnar. McKenley var með 1 sek. lakari tíma, og hafði auk þess virzt hafa nokkuð fyrir því, en þó hafði ekki enn reynt verulega á hann. Whitfield var alveg óútreiknanlegur, en þó varla eins sterkur og hinir tveir. Svarið var ekki langt undan, þeir höfðu dregið um brautir og eftir það freistaðist ég tii að gizka á McKenley sem sigurvegara. Hann var nefnilega svo heppinn að draga 2. braut og hafa bæði Wint og Whitfield „utan á sér" á 3. og 4. braut. Bolen var á 1. braut, Guida á 5. og Curotta á 6. braut. Það var greini- legt að keppendur voru mjg taugaó- styrkir og þá ekki síður hinir 82 þús. áhorfendur. Ræsirinn gefur hlaupurunum merki, stundin er komin. Skotið ríður af og McKenley þýtur áfram eftir beygjunni eins og elding væri. — Nú á að taka það — hugsaði ég með mér, því að hann náði Wint og Whitfield, báðum skæðustu keppinautum sínum, áður en hlaupið var hálfnað og hafði því unnið af þeim 4-6 metra. Á síðari beygjunni hertu hinir hinsvegar á sér og sér í langi virtist Wint vera orðinn ferð- mikill. Þegar komið var á beinu braut- ina — 80 metra frá marki ■— var Mc Kenley fyrstur 4-5 metrum á undan Wint, sem aftur var álíka langt á undan Whitfield og Bolen. Nú fór Wint að stika stórum og skref fyrir skref nálg- aðist hann McKenley, sem var orðinn mjög aðþrengdur. 20 m. frá marki náði Wint honum og tókst að vera hálfum öðrum metra á undan í mark. Vonbrigð- in skinu út úr andliti McKenleys, Því að hann hafði af flestum verið talinn öruggasti sigurvegari leikanna. Whit- field dró einnig á McKenley siðasta spölinn með landa sinn Bolen rétt á eftir. Ástraiíupilturinn Curotta hélt furðu vel út á yztu brautinni þótt hann yrði ekki framar en 5., en Guida sló af ferð- inni og rölti í mark langt á eftir hinum. Einhverju mest spennandi hlaupi leik- anna var lokið. Risinn Wint hafði ó- vænt sigrað hinn „ósigrandi" landa sinn McKenley og hlaupið á sama tíma og Olympíumet Carrs frá 1932. Svona hlaup féll áhorfendunum vel í geð, enda voru sigurvegararnir og þó sérstaklega Wint óspart hyltir. Arthur Wint kom fyrst fram á sjónarsviðið 1946 og vakti þá 42 keppendur mættu til leiks í undan- rásum 800 m. hlaupsins, sem fram fóru fyrsta dag leikanna og hófust klukku- tíma á eftir áætlun. Hafði þeim verið skipt í 6 riðla og skyldu 4 fyrstu kom- ast í milliriðlana, sem voru Þreyttir dag- inn eftir — 31. júli — en þaðan 3 fyrstu úr hverjum — alls 9 — í úrslitahlaup- ið, er fór fram mánudaginn 2. ágúst. — Undanrásirnar færðu manni heim sann- inn um það hversu hættulegt 800 m. hlaupið getur verið a m. k. þegar kepp- endur eru margir og góðir. Enda hafa komið fram óskir um að láta hlaupa Pað á aðskildum brautum. Að þessu sinni meiddust tveir kepp- endur báðir i 2. riðli, Þeir Herluf Christ- ensen, Danmörku, sem var hreinlega troðinn undir og fótbrotnaði og Ný- Sjálendingurinn Douglas Harris, sem fékk gaddastungu, en hélt þó velli. — Hamagangurinn var nefnilega svo mik- ill að ná innstu brautinni og hafði braut- ardrátturinn því mjög mikið að segja i þessu hlaupi. Óskar Jónsson var einn af 8 keppendum í 3. riðli. Þar tók Kanada- maðurinn Parnell foruztuna, en Óskar hafði vit á því að halda sig í 2. sæti fast á eftir honum. Komu hinir 6 svo i hnapp rétt á eftir og utan á Óskari. Eftir fyrri hringinn, sem var hlaupinn á 57 sek. tóku þeir aftari að mjaka sér
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.