Íþróttablaðið - 01.09.1948, Blaðsíða 39

Íþróttablaðið - 01.09.1948, Blaðsíða 39
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ 31 og Blask, og hefir heimsmet þess síðar- nefnda staðið samfleytt í 12 ár þar til nú í sumar að Nemeth bætti það um 2 cm. Hein heldur sér enn í góðri æf- ingu og kastaði síðastliðið ár 56,07 m. 11 árum eftir að hann vann Olympíu- meistaratitilinn. En eins og kunnugt er fengu hvorki Þjóðverjar né Japanar að taka þátt i þessum leikum. TUGÞRAUT: Heimsmet: 7900 stig, G. Morris, USA ’36 Olympsmet: 7900 stig G. Mórris, USA ’36 Stig 1. Robert Mathias, USA . ., . 7139 2. Ignace Heinrich, Frakkl. 6974 3. Floyd Simmons, USA, .... 6950 4. Enr. Kistenmacher, Arg. 6929 5. Erik P. Andersson, Svíþj. 6877 6. Peter Mullins, Ástralíu . . 6739 7. Per Eriksson, Svíþj......... 6731 8. Irving Mondschein, USA . . 6715 9. E. Adamczyk, Póllandi . . 6712 10. Gottfr. Holmvang, Noregi 6663 11. Per Stavem, Noregi .... 6552 12. Örn Clausen, íslandi . . 6444 13. Y. J. Makela, Finnlandi .... 6421 14. P. M. Sprecher, Frakklandi 6401 15. K. Tannander, Sviþjóð ..... 6325 16. W. Kuzmicki, Póllandi .... 6153 17. J. E. E. Sonck, Finnlandi .... 6142 18. D. Marcelja, Júgóslavía ... 6141 19. W. Gierutto, Póllandi .... 6106 20. H Ascune, Uruguay ........ 6026 21. H. Figueroa, Chile ........6026 22. J. Cretaine, Frakklandi .. 5829 23. F. Nussbaum, Sviss ....... 5808 24. B. Recordon, Chile ....... 5730 25. E. J. Fournier, Kanada.... 5590 26. A. Dayer. Belgíu ......... 5586 27. O. Gerber, Sviss ....... 5558 28. E. Mukhtar, Egyptalandi .... 5031 Þessi konunglega keppni, tugþrautin, fór fram fimmtudaginn 5. og föstudaginn 6. ágúst og hófst kl. 10,30 f. h. báða dag- ana. Á skrá voru 37 keppendur, en 35 mættu til leiks. Þegar keppni hófst síð- ari daginn höfðu 3 helzt úr lestinni og en fækkaði þeim nokkuð, þannig að það urðu aðeins 28, sem luku keppni í öll- um greinum, með þeim érangri sem hér að framan greinir. Meðal keppenda í tugþrautinni var hinn 19 ára gamli Islendingur, Örn Clau- sen, en við þáttöku hans höfðu einmitt verið bundnar okkar mestu vonir. Var því ekki að undra þótt við landarnir fylgdumst af áhuga með hvernig honum riði af í þessari langdregnu og erfiðu keppni. 100 m. hláupiS: Þegar þessi fyrsta grein þrautarinnar hófst var veður mjög sæmilegt, lygnt og hæfilega heitt, en hinsvegar voru brautirnar bæði þungar og blautar eftir næturrigninguna. Keppendum var skipt í 9 riðla og var Örn í 7. riðli. Hann fékk gott viðbragð og stakk keppendur sína brátt af. Hljóp hann skínandi vel, en skorti alveg samkeppni, sem er svo nauð- synleg í tugþraut. Úrslit riðilsins urðu þessi: 1. Örn 11,1 sek. 2. Makela, Finnl. 11,9; 3. Marcelja, Júgóslavíu, 12,1 og 4. Seger, Lichtenstein 12,3 sek. Hina riðl- ana unnu þeir Heinrich (11,3), Sprecher (11,9), Figuero (11,6), Mullins (11,2), Anderson (11,6), Kistenmacher (10,9), Simmons (11,2) og Cretaine (11,6) og var Örn Því annar að stigatölu eftir þessa fyrstu grein með 814 stig, en 2. riðill í 100 m. hlaupinu. 1. Sprecher 11,9 2. Sonck, 11,9 sek.H 3. Gierutto 12,1 sek. Kistenmacher fyrstur með 872 stig. •— 1 sambandi við þetta hlaup varð ég var við ótrúlega mikla hroðvirkni yfirtíma- varðar í einstökum tímaúrskurðum. Kom það mjög að sök að þessu sinni, þar sem keppendur fá stig fyrir afrek sín og þvi nauðsynlegt að sýnd sé fyllsta nákvæmni i timaúrskurði. Því miður þori ég að fullyrða að þarna hafi í 4 riðlum af 9 verið gefnir upp tímar, sem alls ekki fá staðizt við millibilið og ná í 1 til 2 tilfellum vægast sagt ekki nokkurri átt: Á ég þar fyrst og fremst við 2. riðil, þar sem Sonck, Finnlandi, fékk sama tima (11,9) og fyrsti maður (Sprecher) þótt hann væri tveim metrum á eftir, (sjá meðfylgjandi mynd). 3. maður var hnífjafn Sonck, en fékk þó 2/10 úr sek. lakari tíma. Þarna virðist yfirtímavörð- ur sennilega hafa ruglað saman mönnum þ. e. a. s. látið 1. og 2. fá sama tíma og 3. mann 2/10 sek. verra í stað þess að 2. og 3. áttu að fá sama tíma og 2/10 úr sek. verra en 1. maður! Þessi skekkja var afdrifarík að Því leyti að hún hækk- aði Sonck ranglega um 42 stig (álíka og 17 cm. í langstökki!) og 2 sæti i sjálfri keppninni! — 1 1. riðli fékk Mondchein 1/10 of góðan tíma og Aschune 1/10 of slæman. 1 4. riðli hefði verið réttara að gera timamun á Mullins og Mathias (11,2 og 11,3) i stað þess að báðir fengu 11,2. Loks átti tíundiparturinn í 9. riðli að vera milli 1. og 2. en ekki milli 2 og 3. manns eins og gert var. Hafa allar þessar skekkjur nokkur áhrif á heildar- stigatöluna þótt litlu muni, að undan- tekinni fyrstu skekkjunni. Langstökkiö. Nú var keppendum skipt í 6 flokka og farið eftir því hvenær þeir luku keppni í 100 m. hlaupinu. Um þessar mundir fór að sjást í sól öðru hvoru, en þá tók ekki betra við því kl. 1,15, þegar langstökkið var nýbyrjað, hófst svo- nefndur „Lacrosse“-sýningarleikur á vellinum milli einhvers félags í Banda- ríkjunum og úrvals frá Bretlandi. Var þetta nokkurskonar kylfuboltaleikur af verstu tegund, stórhættulegur öllum, sem nálægt komu og þá ekki sízt tugþraut- arkeppendunum. Þóttust þeir hólpnir, er lokið höfðu sínum 3 stökkum áður en ó- fögnuður þessi birtist. Var varla líft fyrir þá 3 flokka, sem áttu eftir að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.