Íþróttablaðið - 01.09.1948, Blaðsíða 28

Íþróttablaðið - 01.09.1948, Blaðsíða 28
20 ÍÞRÓTTABLAÐIÐ Porter íá miöri myndinnij vinnur 110 m. grindalilaupiö, sjónarmun á undan Scott (til vinstriJ og Dixon (til hcegrij, Gardner, Triulei og Lidman sjást í baksýn. hættu tveir á leiðinni. Gangan hófst á leikvanginum kl. 1,15 eh., en síðan var labbað út af vellinum og um norðurút- hverfi Lundunaborgar og komið aftur um kl. 5,30. Fengu áhorfendur ávallt fréttir af göngunni á 5 km. fresti. Evrópumeistarinn Ljunggren tók strax forustuna og fór geyst. Fyrstu 10 km. gekk hann á 52:18,0 og var þá Bruun frá Noregi i öðru sæti, en bróðir Olympíu- siguregarans 1936, Whitloek, í þriðja. — Þegar gangan var hálfnuð var Ljung- gren langfyrstur á 2 kl. 12:17,0 mín, en Whitlock var nú kominn í annað sæti 5 mínútum á eftir. Landi hans Martineau var orðinn þriðji og Bruun 4. Nú var hinsvegar farið að draga af Whitlock, því byrjunarhraði Ljunggrens hafði verið glæfralega mikill í þessum hita. Við 35 km. markið var Whitlock enn annar, en fáum metrum síðar gafst hann upp og urðu það flestum mikil vonbrigði ekki sízt Bretum, sem höfðu jafnvel gert sér vonir um að Whitlock næði gullinu eins og bróðir hans hafði gert í Berlín. Eftir þetta var sigur Ljunggrens alveg örugg- ur enda var hann orðinn um 7 mín á undan næsta manni. 5 km. frá marki var Bretinn Johnson kominn í annað sætið rétt á undan Svisslendingnum Godel, en Martinou og Bruun voru í 4. og 5. sæti. Síðasta spölinn breyttist röðin enn, því Godel tókst að fara fram úr Johnson og sömuleiðis komst Bruun fram úr hinum Bretanum, Martineau. Þegar Ljunggren birtist í vallardyrun- um kváðu við mikil fagnaðaróp, ekki sízt frá Svíum enda var þetta þeirra fyrsti sigur á leikunum. Gekk hann einn hring á vellinum áður en hann kom í mark. Næsti maður, Godel, spaugilegur sviss- neskur karl, virtist halda að gangan væri á enda er hann var kominn inn á völlinn og hætti við markið. En hann var ekki seinn á sér að taka til fótanna og ljúka þessum eina hring, er hann fékk að vita um það. Mátti ekki tæpara standa, Þvi Bretinn Johnson var aðeins nokkrum sekúndum á eftir. 110 METRA GRINÐAHLAUP: Tleimsmet: 13,6 sek. Dillard, USA 191/8. Olympsmet: 11/,1 sek. F. Tawns, USA 1936 1. W. F. Porter, USA . . 13,9 sek. 2. Clyde Scott, USA .... 13,9*sek. 3. Craig Dixon, USA . . 14,0 sek. 4. A. Triulzi, Argentínu 14,4 sek. 5. P. J. Gardner, Ástr. 14,5 sek. 6. H. Lidman, Svíþjóð . . 14,6 sek. *) Tímar 2. - 6. manns eru hér samhljóða rafmagnstímatökunni (photo finish) og því öriítið breyttir frá því sem gefið var upp á vellinum. Keppendur voru alls 29 og hlupu í 6 riðlum, komust 2 fyrstu úr hverjum riðli í milliriðlana, en þaðan 3 fyrstu úr hvorum x úrslit. Undanrásirnar fóru fram 3. ágúst og voru allskemmtilegar og viðburðarríkar. Mesta athygli og samúð vakti hið slysalega fall Donalds Finlay í 5. riðli. Hann hafði foruztuna alla leið, en rakst svo illa í síðustu grindina, að hann féll við og kútveltist eftir braut- inni. Þar með brást sú von hans og margra annarra, að hann kæmist í úr- slit í þriðja sinn á Olympíuleikunum. ■— (Hann var 3. í Los Angeles 1932 og 2. í Berlín 1936). Nú vann Frakkinn Marie þennan riðil á 14,9 sek., en var svo sleginn út í milliriðli daginn eftir. Annars báru Bandaríkjamennirnir þrír mjög af kepp- endum 'sínum. Porter vann 1. riðil á 14,3 sek., Scott 2. riðil á 14,8 og Dixon 6. rið- il á 14,2. Argentínu maðurinn Triulzi vann 3. riðil á 14,6 og Vickers, Indl. 4. riðil á 14,7 (sama tíma og Lidman). — Það vakti undrun mína að 2. maður í 3. og 5. riðli skyldi fá sama tíma og sá fyrsti. Þar sem munurinn var 1 til 2 metrar hlýtur hér að vera um augljósa skekkju að ræða. í milliriðli daginn eftir harðnaði leik- urinn. I fyrsta riðli varð Dixon fyrstur á 14,2 sek. 2. Gardner 14,5 og 3. Lidman á 14,6. Porter vann svo seinni riðilinn á 14.1 (Olympíska metinu) 2. varð Scott á 14.2 og þriðji Triulzi á 14,6. Vickers, sá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.