Íþróttablaðið - 01.09.1948, Blaðsíða 23

Íþróttablaðið - 01.09.1948, Blaðsíða 23
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ 15 5000 m. hlaupiö, þegar um þaö bil 2 km. hafa veriö hlaupnir. Hér er Zatopek enn fyrstur og Reiff annar, þá Ahldén, Slijkhuis, Albertsson og Parala. ilinn á bezta tímanum — 3:51,8- Han- senne varð annar á 3:52,8 og Garay 3. á 3:53,0. Þessir tólf menn kepptu svo i úrslitahlaupinu ■— föstudaginn 6. ágúst með þeim úrslitum, sem að framan greinir. Það rigndi meðan hlaupið fór fram og brautin var álíka blaut og Þung og í 5 km. hlaupinu, sem fram hafði farið mánudaginn 2. ágúst. Mörg- um á óvart tók Hansenne foruztuna og fór allgeyst, 300 m. á 42,5 og 400 á 58,5 sek. Daninn Jörgensen og Gehr- mann voru næstir og hinir í hóp á eftir. 1 byrjun annars hrings (við 800 m. markið) virtist Hansenne vera farinn að þreytast (timi 2:02,6) og á næstu langhlið fóru Svíarnir 3 fram úr honum — með Strand í fararbroddi. Við 1000 m. markið hafði Eriksson tekið að sér foruztuna (tími 2:30,0) og fór nú greitt. Þegar bjallan hringdi (1100 m. á 2:49,0) voru Svíarnir enn í fararbroddi, Eriks- son fyrstur, þá Strand og loks Berg- quist. Hinir komu svo allir í hóp 3-4 m. á eftir Bergquist með Slijkhuis fyrst- an. Og nú hófst lokabaráttan. Eriksson setti upp feröina og landar hans reyndu að fylgja honum. Strand tókst það, en Bergquist varð að sleppa Slijkhuis og Cevona fram úr sér. 1 lok síðustu beygj- unnar var Strand kominn upp að hlið- inni á Eriksson og nú bjuggust flestir við því að gamla sagan endurtæki sig að Strand sigraði á lokasprettinum. — Nokkur augnablik börðust þeir hlið við hlið, en nú var það Eriksson, sem var hinn sterki og Strand skorti í fyrsta sinn orku til að komast fram fyrir hann. Bilið jókst aftur, Eriksson var ó- sigrandi, en nú kom Slijkhuis eins og skollinn úr sauðaleggnum og nálgaðist óðum Strand, sem hafði slegið af ferð- inni. Var hann alveg að ná honum þeg- ar þeir komu í mark, en hefði þó naum- ast haft rúm til þess að komast fram úr honum vinstra megin, því Strand hljóp inn að innstu brautinni (fyrir Slijkhuis) síðustu metrana. Og þannig lauk þessu sögulega hlaupi. Eriksson var greinilega bezti hlaup- arinn og var hinn glæsilegi sigur hans því vel verðskuldaður. Að vísu er þetta í fyrsta sinn, sem hann sigrar Strand, en einhverntíma hlaut að koma að því. Tími hans er mjög góður við þessar aðstæður og samsvarar 3:45 til 3:46 á góðri braut. Slijkhuis stóð sig Þó einna bezt, hann hljóp á sínum bezta tíma (hollenzka metinu) þrátt fyrir bleytuna og átti rriest eftir í lok hlaupsins. Strand stóð sig vel a. m. k. eftir atvikum, en hinsvegar má gera ráð fyrir að hin blauta braut hafi komið einna verst niður á honum. 5000 METRA HLAUP: Heimsmet: 13:58,2 mín. G. Haegg, 19j2 Olympsmet: 14:22,2 mín, G. Höckert, frá Finnlandi sett í Berlín 1936. — 1. Gaston Reiff, Belg. 14:17,6 mín. 2. E. Zatopek, Tékk. 14:17,8 mín. 3. W. Slijkhuis, Holl. 14:26,8 mín. 4. E. Ahldén, Svíþjóð 14:28,6 mín. 5. B. Albertsson, Svþ. 14:39,0 mín. 6. Curtis Stone. USA 14:39,4 mín. 7. V. Koskela, Finnlandi 8. V. I. Mákela, Finnlandi. 9. Vande Wattyne, Belgíu. Laugardaginn 31. júlí fóru fram undan- rásir 5 km. hlaupsins. Keppendur Henry Eriksson vinnur 1500 m. hlaupiö á 3:49,8 mín. Strand er nœstur aöeins á undan Slijkhuis, Hollandi. L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.