Íþróttablaðið - 01.09.1948, Side 12

Íþróttablaðið - 01.09.1948, Side 12
4 ÍÞRÓTTABLAÐIÐ og setti leikanna með þessum orðum: „Ég lýsi yfir opnun liinna lk- Olympíu- leika, sem háldnir eru í London.“ — Er konungur hafði þetta mælt kvað við trumbusláttur mikill frá riddaraliðs- sveitinni og hinn stóri Olympíufáni var dreginn að hún. Jafnskjótt voru leystar úr haldi 7000 bréfdúfur, sem skyldu vera boðberar þess að leikarnir væru byrjaðir og friður héldist í land- inu. Flögruðu þær um stund yfir leik- vanginum, en flugu svo á brott. Nú kveða við fallbyssudrunur, það er hleypt af 21 skoti, en síðan verður hlé eitt andartak. Það má sjá eftirvæntingu skína út úr öllum, áhorfendur líta til inngöngudyranna og vænta einhvers. Allt í einu birtist síðasti boðhlaupar- inn með Olympíueldinn. Hann er hvit- klæddur og heldur á kyndlinum í hægri hendi. Fyrst staðnæmist hann augna- blik, en tekur siðan á rás hægra megin eftir hlaupabrautinni og hleypur heilan hring á veliinum, staðnæmist loks við altarið yfir inngöngudyrunum, lyftir kyndlinum upp, en snýr sér svo að alt- arinu og tendrar Olympíueldinn, sem á að brenna dag og nótt meðan leikarn- ir standa yfir. Nú kveður við fagur kórsöngur frá miðjum veílinum. Var það hinn hvit- klæddi, blandaði kór, sem söng „Non Nobis Domine.“ Að því loknu flutti Donald Finlay vinnur Olympíueiðinn. John Mark, síðasti boðhlauparinn, kemur með Olympíueldinn inn á Wembley. erkibiskupinn af York ræðu, en síðan söng kórinn ,.Hallelúja“ úr Messíasi eftir Haendel. 1 lok söngsins tóku allir fánaberarnir sér stöðu í hálfhring um- hverfis ræðupallinn, þar sem Olvmpíu- nefndarmennirnir höfðu áður staðið. Fulltrúi íþróttamanna, hinn heimsfrægi grindahlaupari, Donald Finlay, gekk upp í ræðustólinn, greip vinstri hendi í brezka fánann, lyfti þeirri hægri — og vann Olympíueiðinn, en hann hljóð- ar eitthvað á þessa leið: „Við sverjum að halda leikreglur Olympíuleikanna og vera heiðarlegir í allri keppni. — Þátttaka okkar skal miða að því að verða þjóð okkar til sóma og íþrótt- unum til vegsauka.“ Fánaberarnir tóku Þátt í þessari virðulegu athöfn með þvi að lyfta hægri hendinni. Nú rífur kórinn þögnina með því að syngja brezka þjóðsönginn, en fánaber- arnir fara aftur á sinn stað. Setning- arhátíðinni er lokið og útgangan hefst. Grikkir ganga fyrstir og svo hinar þjóð- irnar í stafrófsröð eins og áður. Þessu lýkur ekki fyrr en kl. að ganga 6 og hafði athöfnin þá alls tekið nær 3 tíma. Enda þótt allt hefði farið mjög virðu- lega fram og haft mikil áhrif á mann, var ekki laust við að mörgum létti, þegar allt var um garð gengið. A. m. k. mun sumum hafa verið orðið brátt að hreyfa sig, því þegar útgangan stóð sem hæst þustu áhorfendur niður á völlinn og þrengdu sér að flokkunum og skoðaði þá í krók og kring. Eins og áður er sagt var hitinn ógurlegur og til merkis um líðan þeirra, sem þurftu að standa hreyfingarlausir á miðjum vellinum má geta þess að það leið yfir а. m. k. 4 merkisbera meðan á athöfn- inni stóð. FR J ÁLSlÞRÓTT AKEPPNIN. — 30. júlí — 7. ágúst. KARLAR. 100 METRA HLAUP: Heimsmet: 10,2 Owens, U. S. A. 1936 Olymp.met: 10,2 Owens, U. S. A. 1936 l. H. Dillard, USA .... 10,3 sek. 2. H. N. Ewell, USA .... 10,4 sek. 3. L. La Beach, Panama 10,4 sek. 4. Mc. Corquodale, Bretl. 10,4 sek. 5. M. E. Patton, USA . . 10,5 sek. б. McÐonald Bailey, Br.l. 10,6 sek. 100 m. úrslit (photo finishl.

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.