Íþróttablaðið - 01.09.1948, Side 49

Íþróttablaðið - 01.09.1948, Side 49
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ 41 starf innan nefndarinnar hið ákjósan- legasta. Við bjuggumst aldrei við bvi að vinna verðlaun í leikjunum. En hins vegar verður við það að kannast, að við höfðum búist við betri árangri í sum- um greinum, því að þar náðu fæstir eins góðum árangri og þeir hafa náð hér heima. En á tvennt vil ég leggja áherslu. Annað er það, að með þátttöku í þess- um leikjum fengu íþróttamenn okkar tækifæri til að sjá afburðamenn á í- þróttasviðinu, og hafa þeir getað mik- ið af þvi lært. Hitt er það, að við höfum sýnt það á alþjóðamóti, að hér á landi býr þjóð, sem að tiltölu við fólksfjölda sendi fjölmennasta hóp keppenda á leikana, og að frammistaða þeirra sýndi að þjóðin okkar leggur af áhuga rækt við íþróttir. Loks má geta þess, að öll framkoma íþróttamanna okkar var þjóðinni til sóma. Að endingu vil ég taka það fram, að ég tel ekki að rétt sé fyrir jafn- litla þjóð og við erum að senda á slíkt mót eins marga keppendur og við gerðum að þessu sinni, þvi að enginn getur við því búist að okkar fámenna þjóð eigi jafn mörgum afreksmönnum á að skipa til samkeppni við úrvals- menn stórþjóðanna. Hinsvegar var þetta ágætt tækifæri til þess að gefa íþróttamönnum okkar kost á þvi með tiltölulega litlum kostn- aði að sjá beztu íþróttamenn lieims- ins, og efast ég ekki um að þessi för verði til mikils gagns fyrir íþróttalíf okkar á næstu árum. Tel ég þvi að betur hafi verið farið en heima setið. Fararstjóri frjálsíþróttamanna var Ólafur Sveinsson, en þjálfari Svíinn Olle Ekberg. Nuddari var Guðnmnd- ur S. Hofdal (á miðri mynd til hægri), en hann var einnig meðal Olympíu- fara 1908 (sjá mynd á bls. 40). Fararstjóri sundflokksins var Er- lingur Pálsson og þjálfarar Jón Páls- son landsþjálfari og Jónas Halldórs- son aðstoðarþjálfari. Kvenfólkið hafði ennfremur sérstakan flokksstjóra, frú Rósu Gestsdóttur. Ennfremur var Er- lingur aðalfararstjóri íslendinga á leikunum. Olympíufararnir í boöi íslenzku sendiherrahjónanna í London, frú GuÖrúnar og Stefáns Þorvaröarsonar. 1 fremri röð eru frjálsíþróttakeppendurnir og þjálfari þeirra ,Ekberg flengst til vinstri). 1 aftari röö eru fararstjórar, blaöa- og útvarps- fréttaritarar og fleiri. Sendiherrahjónin eru til vinstri á miöri myndinni, en nœst þeim til h. eru frú Hulda og Björn Björnsson, fulltr. Olympíunefndar í London. Olympíufarar á Mayfair-hóteli í London í boði Islendingafélagsins. Fremst sjást: Erlíngur Pálsson, Björn Björnsson, form. Islendingafélagsins, Einar B. Pálsson, Öl. Sveinss. Hallgr. Fr. Hallgrímss., Jens Guöbjörnss.,Ben. G. Waage og Jón Pálss. Á myndina vantar 3 af keppendunum, þá Finnbjörn, Hauk og Jóel Sigurösson.

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.