Íþróttablaðið - 01.09.1948, Blaðsíða 31

Íþróttablaðið - 01.09.1948, Blaðsíða 31
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ 23 Hin margumtálaöa skipting Bandaríkjamannanna í 1^x100 m. boðhlaupinu. Efst til v. sézt Ewell rétta Wright kefliö ca. // m. frá miöju hins 20 m. skiptisvœöis. Neðst til h. er Wright alveg búinn aö taka viö keflinu og er þá nokkra metra innan viö takmórk þau, sem dómarinn táldi þá hafa skipt utan við. ins fer skyndilega að breytast. Keflið er nú komið í hendur Dillards og Þót.t keppinautar hans séu allt fyrsta flokks spretthlauparar er nú eins og þeir standi kyrrir. Dillard fær Patton keflið 4 til 5 metrum á undan næstu sveit og Þótt nú sé ekkert lengur að keppa við eykur Patton bilið upp í um það bil 8 metra og slítur snúruna með sinu fallega hlaupa lagi langt á undan keppinautum sín- um. Brezki EvrójSumeistarinn Archer var öruggur í öðru sæti tæpum tveim metrum á undan Italanum Siddi. Svo kom Ungverjinn rétt þar á eftir og loks Kanadamaðurinn Haggis og Hol- lendingurinn Lammers samhliða 2 m. síðar. Hinum glæsilega sigri Bandaríkj- anna var mjög fagnað og kom hann þó engum á óvart. Nú var beðið eftir því að tíminn yrði tilkynntur. Allt i einu kvað við mikið sigur- og fagnaðaróp samfara gríðar miklu klappi. Var ver- ið að tilkynna að Bandaríkin hefðu sett heimsmet eða hvað? Mér varð lit- ið á tilkynningatöflunni, sem hlaut að hafa orsakað þennan fögnuð áhorfenda. En á henni var ekkert heimsmet skráð, heldur hinn ótrúlega lélegi tími 41,3 sek. Og nú kom skýringin. Þetta var tími brezku sveitarinnar, sem hafði orð- ið önnur að marki. Á töflunni var til- kynnt að Bretland væri nr. 1, Italía nr. 2 o. s. frv., en ekki minnst á Banda- ríkin. Þetta hafði þá, þótt ótrúlegt sé, valdið fagnaðarlátunum. Menn litu hver á annan, hvað gat valdið, hafði ein- hver Bandaríkjahlauparinn farið út af brautinni eða hvað? Mér varð litið niður á völlinn, þar hafði auðsjáanlega skapast mjög þungt andrúmsloft. Aum- ingja Ewell, sem hélt sig loks hafa hreppt gullverðlaunin, komst nú ekki einu sinni á blað. Dómarar og keppend- ur skiptust á orðum að því er virtist í styttingi. Þá heyrðist glymja í hátalar- anum: Bretland fyrst, Italía næst, Ung- verjaland þriðja o. s. frv., en Bandaríkin dæmd úr leik vegna ólöglegrar skipt- ingar. Nú fyrst varð ég hissa og þáð urðu margir fleiri. Þaðan sem ég sat var ágætt útsýni yffr fyrstu skipting- una og hafði mér alls ekki fundist neitt atþugavert við hana. En ég var enginn dómari og ég get ekki trúað því að neinn dómari hefði farið að dæma Olympíusigurvegara úr leik nema því aðeins að brotið hefði verið mjög greini- legt. Hinn harði dómur hafði verið kveðinn upp. Sveit, sem hafði sigrað með yfirburðum var dæmd úr leik fyrir það að hafa sennilega skipt rétt utan við skiptistrikið, enda þótt það hafi vitanlega engin áhrif getað haft á hlaup- ið. Samanborið við aðra tilhliðrunar- semi og vafa i úrskurðum hlaupdóm- ara yfirleitt hlaut þessi harði dómur þeirra að verða mjög óvinsæll og skyggja á hinn sanna íþróttanda, sem fram að þessu hafði sett svip sinn á leikana. Það vannst lítil tími til frekari bollalegginga, því verðlaununum var úthlutað þegar í stað. Bretum var afhent gullið, Itöl- um silfrið og Ungverjum bronsið. — Brezki þjóðsöngurinn var leikinn, en því miður voru ekki allir, sem stóðu upp. Og gegnum lagið heyrðist greinileg mót- mælaalda. Bandarikjamennirnir gengu niðurlútir út af vellinum, áhorfendur voru í æstu skapi og bágt á ég með að trúa því að nokkur hafi verið ánægð- ur. Bandaríski flokksstjórinn fór sér að engu óðslega, en óskaði eftir því að kvikmynd yrði látin skera úr um brot- ið. Það var gert og kom þá í ljós að Ewell og Wright höfðu alls ekki brotið af sér heldur skipt marga metra innan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.