Íþróttablaðið - 01.09.1948, Blaðsíða 22

Íþróttablaðið - 01.09.1948, Blaðsíða 22
14 ÍÞRÓTTABLAÐIÐ Whitfield, (136) vinnur 800 m. hlaupiö á nýju Olympíumeti 1:1/9,2 mín. 2. er Wint (122), 3. Hansenne (151), )\. Barten (172), 5. Bengtsson, (bak viö Hansenne), 6. Chambers (173), 7. Chef d’Hotel, 8. Parlett, 9. Holst-Sörensen. Bengtsson, enda var mikið í húfi að fá góða staðsetningu fyrir fyrstu beygj- una. Strax eftir viðbragðið þaut Chef d’Hotel fram og náði brátt foruztunni, en í kjölfar hans komu Wint og Whit- field. Hansenne og Holst-Sörensen (á 7. braut) lentu aftast í hópnum. Tókst þó Hansenne að fikra sig framar, en Sörensen var alltof skrefstuttur til að komast framúr. Eftir fyrri hringinn var röðin svipuð og Chefinn hafði enn for- uztuna, en fyrr en varði skauzt Whit- field út úr hópnum og var orðinn 1-2 m. á undan eftir fyrri beygjuna. Dró hann með sér Wint og Bengtsson, sem herti talsvert á sér i byrjun langhlið- arinnar og komst fram úr Wint. Á seinni beygjunni var Whitfield farinn að stika stórum og Bengtsson byrjaður að dragast aftur úr. Kom Hansenne nú með enda- sprettinn og fór fram úr honum á miðri bygjunni. En það elti hver annan og ris- inn Wint var ekki eftirbátur hinna. Át hann nú með sínum drjúgu 3 metra skrefum jafnt og þétt upp bilið milli sín og foruztumannanna fór framúr Bengts- son aftur, tók síðan Hansenne í byrjun beinu brautarinnar og nálgaðist sjálfan foruztusauðinn. — Útreikningur Whit- fields stóðst hinsvegar áætlun og hann sleit snúruna sem öruggur sigurvegari, allþreyttur að vísu en þó vel á sig kom- inn. Wint kom svo í mark 1-2 metrum aftar mjög skrefdrjúgur og ferðmikill. Hansenne hafði tryggt sér þriðja sætið og var miðja vegu milli Wints og 4. manns, sem var Barten. Hafði honum tekist að fara fram úr hinum útkeyrða Svía skammt frá marki. Nokkrum metr- um aftar kom Chambers, Þá Chefinn og loks Parlett og Holst Sörensen. Hafði sá síðastnefndi gert margitrekaðar og erfiðar tilraunir til að „brjótast í gegn“ á síðari hringnum, en skort þrek til þess. Whitfield er nýr af nálinni og hafði fyrir leikana ekki hlaupið á betri tíma en 1:50,6 (400 m. á 46,6). Þó voru marg- ir sem höfðu búist við sigri hans, eink- um eftir undanrásirnar. Hann er hár og sérlega vel vaxinn, grannur og hlaupa- legur. Hefir mjúk og löng skref og ó- venju mikið vald yfir öllum líkamanum. Það sem er einna mest áberandi við hlaup hans, 'er hvað Það er vel útreikn- að og hnitmiðað, en auk þess er þol hans og keppnisskap óvenju gott. 1 Því sam- bandi má geta þess að hann vann bæði 400 og 800 m. hlaupin á Bandaríkjaúr- tökumótinu og það sama daginn. 1500 METRA HLAUP: Heimsmet: 3:1/3,0 mín. Gunder Haegg og L. Strand, Svíþjóö 191/1/ og 191/7. Olymp. met: 3:l/7.8 mín. J. E. Lovelock frá Nýja-Sjálandi, sett i Berlín 1936 — 1. H. Eriksson, Svíþjóð 3:49,8 mín. 2. L. Strand, Svíþjóð 3:50,4 mín. 3. W. Slijkhuis, Holl. 3:50,4 mín. 4. V. Cevona, Tékk. 3:51,2 mín. 5. G. Bergquist, Svíþj. 3:52,2 mín. 6. G. Nankeville, Bretl. 3:52,6 mín. 7. E. A. Jörgensen, Danmörku 8. D. A. Gehrmann, U. S. A. — 9. D. S. Johansson, Finnlandi — 10. J. Bartel, Luxemborg 11. M. Hansenne, Frakklandi 12. S. Garay, Ungverjalandi. Það var ekki fyrr en 6. dag leikanna — miðvikudaginn 4. ágúst —- sem undan- rásir 1500 m. hlaupsins fóru fram. Þar sem keppendur voru ekki fleiri en 36 fengu þeir að sleppa við milliriðla og skyldu því 3 fyrstu úr hverjum riðli, sem voru 4, fara beint i úrslit tveim dögum seinna. Veður var gott þennan dag enda náðust yfirleitt góðir tímar. Var víðast hvar mikil barátta um fyrstu 3 sætin, einkum það þriðja. Óskar Jóns- son var meðal hinna 8 keppenda í þriðja riðli. Meðal keppinauta hans var sjálfur Henry Eriksson, Bretinn Nankeville, Bartel Luxemborg og Vernier, Frakkl., svo þar var við ramma reip að draga og ekki útlit fyrir að hann kæmist í úrslitahlaupið. Þótt Óskar væri á yztu braut, náði hann strax góðri stöðu í hópnum og var t. d. 4. í röðinni fyrir fyrstu beygjuna (eftir tæpa 200 m.) en Bartel hafði forustuna. Eftir 300 m. var Óskar orðinn annar (það var eins og enginn vildi halda uppi ferð) og á ann- ari beygjunni (eftir 350 m.) var hann orðinn fyrstur. Hljóp hann fyrsta hring- inn á 62 sek. og hélt foruztunni alveg út að 1100 m. þá fóru Vernier og Erikson framúr (Timinn á 800 m. var 2:10,0). Nú fór hraði og fjör að færast I hlaup- ið og þutu hver af öðrum fram úr Ósk- ari. Og þótt hann reyndi nú allt hvað hann gat, tókst honum ekki að verða framac en 6. Úrslit: 1. Eriksson 3:53,8 min. 2. Nankeville 3:55,8 mín. 3. Bart- hel 3:56,4 mín. 4. Vernier, 3:57,6 mín; 5. Palmeira, Argentinu 4:01,6 min; 6. Óskar Jónsson, 4:03,2 mín; 7. Ishman, Tyrkl. 8. Parnell Kanada, lauk ekki hlaupinu. Svíinn Strand vann 1. riðilinn á 3.54,2 en Daninn Jörgensen var ann- ar á sama tíma og Gehrmann 3. á 3:54,8. 2. riðil vann Slijkhuis á 3:52,4. 2. varð Cevona á 3:53,0 og 3. Johansson, Finnl. á 3:54,0. Loks vann Bergquist 4. rið-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.