Íþróttablaðið - 01.09.1948, Blaðsíða 58

Íþróttablaðið - 01.09.1948, Blaðsíða 58
50 ÍÞRÓTT ABL AÐIÐ ÚR ÝMSUM ÁTTUM FRÉTTIR FRÁ ÍÞRÓTTASAMBANDI ÍSLANDS. Unglingaráð ÍSÍ. Stjórn ÍSÍ hefir skipað Unglingaráð, fimm manna, sem starfa á innan vé- banda ÍSÍ. Verkefni ráðsins er: að gera tillögur, sem miða að því að glæða fé- lagslif og félagsstarf meðal æskunnar i landinu og vinna að þvi að koma á meiri kynningu meðal æskufólksins t. d. með mótum sem viðast um landið. Gera tillögur um hverskonar reglusemi meðal æskufólksins og þá sérstaklega með tilliti til eiturnautna. Unglingaráð- ið hafi samstarf við félög innan ÍSÍ svo og við skólamenn og aðra aðila, sem láta mál æskunnar til sin taka. Þessir menn voru skipaðir i Unglinga- ráðið til næstu þriggja ára: Ása Jóns- dóttir, uppeldisfræðingur, Frímann Helgason, verkstjóri, Matthías Jónas- son, uppeldisfræðingur, Ólafur S. Ólafsson, kennari og Þorgils Guð- mundsson, iþróttakennari. Nafnbreyting. íþróttasamband Strandamanna hefir samkvæmt ósk frá ÍSÍ breytt um nafn og heitir nú: Héraðssamband Stranda- manna (HSS). Sambandið hefir fengið staðfestan iþróttabúning: Bolur ljós- grænn með hvítri rönd 10 cm. breiðri frá liægri öxl að vinstri mjöðm. Bux- ur ljósgrænar með 5 cm. breiðum legg- ingum. Sambandsmerkið á brjósti. Þakkir frá norska sundflokknum. ÍSÍ hefir fengið bréf frá norska sundsambandinu, er þakkar hinar á- gætu móttökur, sem norska sund- mennirnir fengu hér og sendir öllum sundmönnum og sundfrömuðum bcztu vinsemdar kveðjur. Gullmerki ÍSÍ. 1 tilefni af 50 ára afmæli Jóns Þor- steinssonar, íþróttakennara 3. júlí s.l. sæmdi stjórn Isl hann gullmerki Iþrótta- sambands íslands, fyrir ágæta starfsemi í þágu iþróttahreyfingarinnar. Ennfremur í tilefni af 50 ára afmæli Einars Kristjánssonar, fyrrverandi for- manns Iþróttaráðs Siglufjarðar, Sigluf., sæmdi stjórn ISl hann gullmerki Iþrótta- sambands Islands, fyrir ágæta starfsemi í þágu íþróttahreyfingarinnar. Sendikennari ÍSÍ. Axel Andrésson hefir lokið knattspyrnu og handknattleiksnámskeiði á Isafirði og hjá Iþróttafélaginu Ármanni í Skutuls- firði. Þátttakendur voru alls 210. Ennfremur hefir Axel nýlokið knatt- spyrnu og handknattleiksnámskeiði hjá Umf. Bolungavíkur. Þátttakendur á nám- skeiðinu voru alls 133. MENNIN GARPLÁGAN MIKLA er nafn á bók, sem barst íþróttablað- inu rétt um það leyti, sem það fór í prentun. Verður þvi ekki hægt að gera henni þau skil, sem liún á skilið. — Þessi bók, sem er 7. í röðinni af ritum Náttúrulækningafélagsins, er þýðing á bókinni „Eldurinn á arni lifsins“ sem Are Waerland gaf út fyrir tveimur árum —■ og ritgerð eftir svissneskan lækni og visindamann, dr. E. Bert- holet, sem hann nefnir „Áhrif áfengis á líffæri mannsins og andlega hæfileika hans.“ í fyrri hluta bókarinnar kryfur Waerland til mergjar liin skaðlegu á- hrif tóbaksins á manninn og svipuð skil gerir dr. Bertholet áfenginu í siðari hlutanum. — Jónas Kristjánsson lælcnir ritar formála bókarinnar, en Björn L. Jónsson veðurfræðingur, eftir- málann. íþróttablaðið mælir eindregið með því að íþróttamenn kynni sér þessa merku bók og þann boðskap, sem hún flytur. Þeim tíma er áreiðanlega vel FRÁ RITSTJÓRANUM. Vegna veikinda hefir þessu blaði seinkað meira en góðu hófi gegnir. í sárabætur munu kaupendur ekki þurfa að bíða lengi eftir næsta blaði, sem er þvinær fullsett og kemur út fyrir jólin. Verður það síðasta blað 12. árgangs, en nú eru liðin 4 ár síðan tekizt hefir að ljúka árganginum fyrir áramót. Eins og lesendur sjá hefir frásögn min af Olympíuleikunum orðið svo rúm frek að ég verð að skipta henni milli tveggja blaða. Af sömu ástæðuin verð ég því miður að geyma margar greinar til næsta blaðs þ. á m. greinar um lands- keppni okkar i frjálsum iþróttum og knattspyrnu auk nýrra íþróttafrétta. Nú kæmi mér ekki á óvart þótt ein- hverjum finnist frásögn mín af Olym- píuleikunum óþarflega löng og þá að sama skapi leiðinleg, þar eð ísl. blöðin og útvarpið hafa þegar gert þeim ágæt skil. Þvi vildi ég svara á þann hátt, að þar sem Olympíuleikarnir eru 'stærsti og merkasti viðburður á íþróttasviðinu á ekki illa við að íþróttablaðið geymi frásögn af þeim seinni tímum. Þar eð mér gafst að þessu sinni kostur á að sjá leikana, er það ekki að ófyrirsynju að ég skýri lesendum blaðsins frá þvi sem þar bar fyrir augu og eyru. Þeir, sem ekki hafa áhuga fyrir lesmálinu, geta lilaupið yfir það og notið í þess stað myndanna, en þær munu vera fleiri en í nokkru öðru islenzku blaði eða tíma- riti. í næsta blaði mun og birtast þriðja og siðasta grein Einars B. Pálssonar um Vetrar-Olympíuleikana í St. Moritz 1948. Útgefandi : ÍÞRÓTTABLAÐIÐ H.F. Ritstjóri og afgreiðslumaöur : Jóhann Bernhard, Bar- ónsstíg 43 — sími 6665. Ritnefnd : Benedikt Jakobsson og Þorsteinn Einarsson. — Blaðstjórn : Ben. G. Waage, Kristj. L. Gestsson, Jens Guð- björnsson, Sigurjón Pét- ursson og Þorsteinn Ein- arsson. — Utanáskrift: Iþróttablaðið, Baróns- stíg 43, Reykjavik. Verð: Kr. 25.00 pr. árg. Kr. 3.oo pr. tbl. í lausasölu. Gjalddagi : 1. apríl ár hvert. HERBERTSprereí, Bankastræti 3 ——--------------------------------1 i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.