Íþróttablaðið - 01.09.1948, Side 36

Íþróttablaðið - 01.09.1948, Side 36
28 ÍÞRÓTTABLAÐIÐ Thompson vinnur kúluvarpiö. keppendurnir, Sigfús Sigurðsson og Vil- hjálmur Vilmundarson. Nú var klukkan orðin 12 á hádegi og keppni byrjuð. en ekki bólaði á Islendingunum. Seint og síðarmeir sáust þeir koma þrammandi inn á völlinn í fylgd með sænska risanum, Roland Nilsson. Voru Þeir ekki fyrr komnir á staðinn en þeim var skipað að kasta, ef þeir á annað borð ætluðu að vera með í keppninni. Þetta hafði að von- um ekki bætandi áhrif á taugakerfið eða vöðvana, sem þurftu nú að taka til ó- spiltra málanna, óuppmýktir. Sigfús lét sér þó hvergi bregða, greip kúluna tveim höndum, hagræddi henni í hægri hendi og varpaði henni síðan langt yfir 14 metra strikið, eða nánar tiltekið 14,49 m. Vilhjálmur var ekki eins tauga- styrkur og gerði sitt fyrsta kast ógilt, en það var tæpir 14 metrar. 1 næstu umferð hafði Sigfús svo 14,10 m. en Vilhjálmur var svo varkár, til þess að gera ekki ógilt aftur að kastið var aðeins 13,62. í þriðja og síðustu umferð varpaði Sigfús 14,33 m., en Vilhjálmi mistókst enn að ná 14 metrunum og varð að sætta sig við 13,91 m. Til merkis um það hve slæm áhrif þessi óstundvísi hafði á aðra en íslending- ana þ. e. a. s. Svíann Nilsson, sem kom jafn seint til keppni, má geta þess að hon- um mistókust öll 3 köstin og komst því ekki einu sinni í aðalkeppnina. Fyrsta kast hans var 13,85, annað 14,36 og þriðja rúmir 15, en ógilt. Var hann þó talinn ör- uggur með 4. sætið í úrslitunum og varp- ar að jafnaði 15,50 til 16 metra. Skýring- in á þessum mistökum kom síðar og var á þá leið, að þessir 3 keppendur hefðu allir verið saman í búningsklefa en voru ekkert látinir vita um hvenær keppni ætti að hefjast fyrr en Það var orðið of seint — og þá fyrst var þeim sleppt úr klefanum. Vitanlega á slíkt ekki að geta komið fyrir; fararstjórar og aðstoðar- menn eiga að gæta þess að keppendur séu ekki lokaðir inni i búrum, þegar keppnin hefst. Og þótt klefaverðinum hafi í þessu tilfelli verið falið að láta áðurnefnda keppendur vita um hvenær keppni byrj- aði, þá sýndi Það sig að hann þurfti ekki síður eftirlits með en keppendurnir. í siðari flokknum náðu aðeins tveir lágmarkinu, þeir Thompsson, 15,09 og Yataganes, Grikklandi, 14,63. Varð því að taka Þrjá þá næstu í aðalkeppnina til að fylla töluna 12. Sá, sem næst stóð var Tékkinn Catina (úr síðara flokknum) með 14,54 m. en 11. mað- ur í aðalkeppnina var íslendingurinn Sigfús Sigurðsson með 14,49 m. og 12. Gierutto, Póllandi ( úr fyrra flokknum ) með 14,45 m. Óheppnin hafði enn elt Svíann Nilsson, því að hann lenti í 13. sætinu með 14,36 m. Með tilliti til áðurnefndra aðstæðna verður að telja frammistöðu Sigfúsar mjög góða og þá beztu, sem Islending- ar sýndu á leikunum fram að Þessu. í aðalkeppninni síðar um daginn náði Sigfús sér aldrei á strik og „missti“ kúluna alltaf öfugu megin við 14 m. strikið. Enda var aðalmarkinu (að komast í aðalkeppnina) þá náð og þvi fylgir oft afturkippur, samanber Sig. Sigurðsson í þrístökkinu í Berlín 1936 1 aðalkeppninni bar mest á Banda- ríkjamönnunum þremur, sem köstuðu hver öðrum betur. Delaney varpaði fyrstur 16,14 m., þá kom Fuchs með 16,38 m., sem var nýtt Olympsmet, en það lifði ekki lengi þvi Thompson varp- aði 16,47 rétt á eftir, í sömu umferð. I næstu um ferð var röðin komin að Delaney og hann bætti enn við metið og varpaði 16,68 m. Við því afreki tókst Fuchs ekki að hrófla, en Thompson lét sér ekki bylt við verða og skaut kúl- unni vel yfir 17 metra strikið. 17,12 sagði málbandið, og enn hafði Olymps- metið skipt um eiganda. 1 fjórðu um- ferð lengdi Fuchs sig upp i 16,42, en hvorugum hinna tókst að bæta sig. Thompson hélt sig Þó við efnið allan tímann, því næsu köst hans mældust 16,97; 16,67 og 16,80. 1 síðustu umferð náði hann þó bezta kastinu, en hrað- inn var svo mikill að hann þaut út úr hringnum og gerði Það ógilt. Því miður fór þar forgörðum eina heimsmet- ið, sem sett hefði verið á leikunum, því kastið var að sögn 17,75 m. Hinir þrir, er komust í úrslitin með Bandaríkjamönnunum voru Pólverjinn Lomowski, 15,43 í 3. umferð; Svíinn Arvidsson, 15,37 í 3. umferð og Finninn Lethila, 15,05 í 2. umferð. Tókst eng- um þeirra að lengja sig í úrslitaköst- unum. — Þótt Wilbur Thompson hafi síðustu 2 árin verið með beztu kúlu- vörpurum Bandaríkjanna var almennt búist við því að landi hans Delaney hreppti gullið að þessu sinni. Annars hafa þessir þrír verið frekar jafnir upp á síðkastið og þó allir greinilega lakari en heimsmethafinn Fonville, sem tap- aði úrtökukeppninni vegna meiðsla í baki. Yfirburðir Bandarikjamannanna liggja einkum í atrennunni og hinu snögga útkasti. Bezta afrek Thompsons fyrir leikana var 16,75 m. Delaneys 16,81 m. og Fuchs 16,67 m. Sá síðast- nefndi vakti sérstaka athygli fyrir sér- Sigfús Sigurösson, Selfossi.

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.