Íþróttablaðið - 01.09.1948, Blaðsíða 11

Íþróttablaðið - 01.09.1948, Blaðsíða 11
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ 3 fcá Argentina (mjög fjölmennur flokk- ur), Ástralía og svo hver þjóð af ann- arri. Fæsta þátttakendur höfðu Panama og Malta, 2 hvor. Búningarnir voru yfir- leitt mjög skrautlegir og fallegir. Flestir voru þó í dökkum jökkum og ljósum bux- um (og pilsum), en innbyrðis var mikil fjölbreytni eftir því hvaða íþróttagrein var um að ræða. Sá búningur, sem mun hafa vakið einna mesta athygli, var sá danski. Það var hárauður jakki, hvítar buxur (pils) og húfur, eða dönsku fánalitirnir. Ann- ars hafði innganga Islendinga að sjálf- sögðu mest áhrif á okkur landana. — Svona stór hópur islenzkra íþróttamanna hafði aldrei gengið inn á Olympíuleik- vang. Klukkan var 3,20 þegar skátinn kom í ljós með merkisspjaldið — Island — síðan gekk Finnbjörn Þorvaldsson tignarlega inn á völlinn með fánann okk- ar kæra. Fremstir í ísl. flokknum voru Hallgr. Fr. Hallgrimsson og Erlingur Pálsson, þá Björn Björnsson, Ólafur Sveinsson, Einar B. Pálsson, Jens Guð- björnsson, Jón Pálsson, Torfi Bryngeirs- son, Jónas Halldórsson og Guðm. S. Hof- dal. Síðan stúlkurnar og hinir keppend- urnir ásamt Ekberg. Alls 33 i flokknum. Strax og landarnir komu inn á völlinn, klöppuðum við og hrópuðum af öllum kröftum, mun þó lítið hafa verið tekið eftir því, en hinsvegar fékk íslenzki flokkurinn góðar viðtökur hjá áhorfend- um. Síðastir í stafrófinu eru Júgóslavar, en á eftir þeim koma Bretarnir, í dökkbláum jökkum og hvítum buxum, með svartar alpahúfur. Þeir eru næst fjölmennastir allra þjóðanna, Bandaríkjamenn hafa aðeins fleiri þátttakendur. Stóð það í járnum, að þegar Bretarnir höfðu fylkt liði sínu, var völlurinn fullskipaður. Var það tilkomumikil sjón að sjá þessa 6 þúsund þátttakendur á miðjum vellinum. Fánar þjóðanna blöktu svo við hún i hálfhring fyrir ofan áhorfendasætin fyrir báðum endum vallarins. Um þessar mundir mynduðu meðlimir Alþjóðaolympíunefndarinnar hring á svæðinu frammi fyrir konungsstúkunni, en Burghley lávarður steig í ræðustólinn og hélt drengilega hvatningar- og friðar- ræðu um leið og hann bað konunginn um að setja leikanna. Var klukkan á mínút- unni 4, er konungur reis úr sæti sínu Wembley-leikvangurinn 29. júlí 1948, þegar lúnar 58 þjóöir höföu fylkt þar liöi,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.