Íþróttablaðið - 01.09.1948, Blaðsíða 38

Íþróttablaðið - 01.09.1948, Blaðsíða 38
30 ÍÞRÓTTABLAÐIÐ inn í aðalkeppnina á 60 til 63 metra köstum. Svíinn Berglund hóf fyrstu umferð aðalkeppninnar með 62,55 m. kasti. Lík- ens, USA svaraði með 63,98 m. Norð- maðurinn Mæhlum bætti enn við og kastaði 65,32, en Rautavaara kom flest- um á óvart með því að kasta tæpa 70 m. Hafði þetta lukkukast síður en svo uppörvandi áhrif á keppendur hans. — Seymour gerði ógilt. Varzegi datt ofan á 67 metra kast og loks kastaði hinn efni- legi Finni Vesterinen 65,44 m. Eftir þessa fyrstu umferð gekk á ýmsu og varð hörð keppni um það hverjir 6 kæm- ust í aðalúrslitin. Var það ekki fyrr en í 3ja kasti, sem Seymour (67,56) tókst að komast fram úr Likens (64,49) og tryggja sér sæti í úrslitunum. Svíarnir urðu fyrir mjög miklum von- brigðum yfir því að hvorugur þeirra manna skyldi komast lengra en í undan- úrslitin, því þeir höfðu af mörgum verið taldir hafa sigurvonir. T. d. Berglund, sem kastaði nú miklu styttra en í und- ankeppninni. 1 þessum síðustu köstum breyttist staðan lítið, allir virtust vera búnir með sitt bezta, nema Vesterinen sem átti tvö góð köst og fór fram fyrir Biles og Mæhlum. Spjótkast hefir fengið orð fyrir að vera hálfgert happdrætti og varð sú raunin á að þessu sinni. Keppendur voru mjög svo jafnir og gat sigurinn því lent hvar sem var meðal hinna 6 til 8 fyrstu. Var óneitanlega skemmtilegt að það skyldi verða Finnland, sem fékk gullið, því að þar hefir spjótkastið jafn- an staðið með mestum blóma. Rautavaara er einn af beztu spjót- kösturum heimsins eftir stríðið; kast- að 75,47 m. 1945 og hefir verið kring- um 70 metra í ár. Hann er kvikmynda- leikar að atvinnu, ungur að aldri og hinn gjörvilegasti. Steve Seymour var almennt álitinn skæðasti spjótkastarinn, enda hefir hann kastað lengst þessara keppenda (75,83 í fyrra og 72,54 í ár). En kaststíll hans er hinsvegar á þá leið að mjög getur brugðið til beggja vona með árangur- inn, sem og kom á daginn að þessu sinni. Varszegi er gamall í hettunni, keppti t. d. í Berlín fyrir 12 árum, og hefir gamalt kastlag þ. e. a. s. hleypur með spjótið aftur keyrt alla leiðina. Nemeth vinnur sleggjukastið. SLEGG JUKAST: Heimsmet: 59,02 m. Nemeth, Ungv. 19^8 Olympsmet: 56,Jf9 m. K. Hein Þl. 1936 1. I. Nemeth, Ungvl. . . 56,07 m. 2. I. Gubijan, Júgóslavíu 54,27 m. 3. R. Bennet, USA .... 53,73 m. 4. Sam Felton, USA . . 53,66 m. 5. L. Tamminen, Finnl. 53,08 m. 6. Bo Ericson, Svíþjóð 52,98 m. Sleggjukastið var fyrsta kastkeppni karla á leikunum. Fór það fram laug- ardaginn 31. júlí og hófst undankeppnin kl. 10 f. h. sama dag. Af 26 skráðum keppendum köstuðu 12 yfir lágmarkið, var var 49,00 metrar. Sá 13. Finninn Kuivamaki, hafði 48,99 m.! svo að það verður varla sagt að lágmarkið hafi verið fjarri lagi. Þeir 12, sem náðu mark- inu voru þessir úr fyrri flokknum: — Bennet, USA; Clark, Bretl.; Dreyer, U SA; Ericson, Svíþjóð; Felton. USA og Frederiksen, Danmörk og úr síðari fl. Gubijan, Júgóslavíu; Houtzager, Holland; Nemeth, Ungverjalandi; Söderkvist, Sví- þjóð; Taddia, ttalíu og Tamminen, Finn- landi. Köstuðu þeir í þessari röð. Bandaríkjamaðurinn Bennet, sem snýr sér rangsælis, hóf aðalkeppnina með 52, 53 m. kasti. Landa hans Dreyer tókst ekki að ná því, en Svíinn Bo Ericson bætti ögn við og kastaði 52,98 m. Þriðji Bandaríkjamaðurinn Jim Felton, brá sér hinsvegar yfir 53 metra strikið (53, 46) og hróflaði enginn við þeirri lengd fyrr en röðin var komin að Nemeth. Hann tók foruztuna í sínar hendur og kastaði 53,59 m., en bjó þó auðsjáanlega yfir meiru. 1 næstu umferð lengdi hann sig um tæpa 2 metra (55,44 m.) og tryggði sér þar með sigurinn í keppn- inni. Flestir hinna áttu styttri köst en áður nema Söderkvist (51,48), Tammin- en (50,77) og Daninn Frederiksen (50, 37). I þriðju umferð breyttist staðan hinsvegar talsvert. Tamminen færði sig upp í 3. sæti með 53,09 m. kasti og Júgó- slavinn Gubijan, sem hafði gert tvö fyrstu köstin ógild, komst 28 cm. fram fyrir Svíann Söderkvist (51,76) og náði þar með 6. úrslitasætinu. 1 úrslitunum breyttist röðin enn. Gu- bijan var nú búinn að ná sér á strik og átti tvö gild köst yfir 54 metra. Tryggði hann sér þar með annað sætið í keppn- inni flestum á óvart. Hinir 4 börðust heiftarlega um bronsverðlaunin og mátti varla á milli sjá svo jafnir voru þeir. Að lokum tókst báðum Bandaríkjamönn- unum að tryggja sér 3. og 4. sætið, en Evrópumeistarinn Ericson varð að sætta sig við 6. og síðasta sætið, þrátt fyrir mjög jafna og góða kastseríu. 1 síðustu umferð úrslitanna náði Ne- meth vel heppnuðu kasti, sem mældist 56,07 m. og er það næst bezta sleggju- kastafrek, sem náðzt hefir á Olympíu- leikunum. Hinn nýkrýndi heimsmethafi og Olym- píumeistari er að ytra útliti frekar ó- líkur þeim sleggjukösturum, sem venju- lega setja svip sinn á þessa íþróttagrein. Hann er meðalmaður á hæð, líðlega vax- inn, sköllóttur og góðlegur á svip. Yfir- burðir hans felast einkum i miklum hraða í snúningnum, ágætu öruggi í hringnum og einkar háu og laglegu út- kasti. Gubijan hefir kastað lengst 56,24 m. en þegar hann fær meiri hæð í köst- in má búast við að hann geti orðið hættu- legur heimsmetinu. Eins og er vinnur hann mest á snerpunni og styrkleikan- um. Bandaríkjamennirnir hafa allir kast- að lengra áður og sama er að segja um Tamminen og Ericson, en hann á sænska metið 57,19 m. Á síðustu Olympiuleik- um áttu Þjóðverjar 2 fyrstu menn, Hein
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.