Íþróttablaðið - 01.09.1948, Blaðsíða 34

Íþróttablaðið - 01.09.1948, Blaðsíða 34
26 ÍÞRÓTTABLAÐIÐ það því alls 12 menn af 20, sem stukku hærra en Torfi. 3 stukku jafnhátt og 4 lægra. Úrslitin fóru fram á mánudag og tóku 4 tíma, enda flýtti rigningin ekki fyrir. Byrjunarhæðin var 3,60 þá 3,80, 3,95, 4,10, 4,20 4,30 og loks 4,40 m. Á 3,95 féll Svíinn Lindberg út og Smith fór ekki yfir fyrr en við 2. tilraun. Á næstu hæð 4,10 m. byrjaði mannfallið fyrir alvöru, enda var nú byrjað að rigna og aðstæður allar hinar hrikalegustu fyrir svo fín- gerða íþrótt sem stangarstökk. Endur- tókst þarna sama sagan og i Berlín 1936, nema hvað nú var ekki farið að dimma eins mikið og þá. 1 fyrstu umferð fóru aðeins 2 yfir (Kaas og Kataja), í ann- arri fóru Bandaríkjamennirnir Richards og Smith yfir, en sá þriðji, Morcom, sat yfir! Hefir ef til vill ætlað að leika sama bragðið og Björn Paulsson í há- stökkinu eða viljað hlífa sér vegna hné- meiðsla. Loks fór Sviinn Lindberg yfir í síðustu tilraun, en hinir, Barbarosa, Göllers, Olenius og Vincentc, . felldu í öll skiptin. Ráin var nú hækkuð upp í 4,20. Kaas byrjaði og felldi í fyrsta skipti í keppn- inni. Kataja reyndi næst og hóf tilraun sína þrátt fyrir öskur og óhljóð áhorf- endanna vegna 5 km. hlaupsins. Hann stóð i polli, hljóp yfir poll •— og yfir rána án þess að snerta hana. Hann fékk mikið klapp og setti um leið skrekk í hina keppendurna sér í lagi Banda- ríkjamennina, því að nú þúrftu þeir að fara 4,30 til að vinna hann. Lundberg var næstur og felldi, þá Morcom og Richards sem og felldu báðir og loks Smith, sem fór vel yfir. í annarri til- raun tókst Richards að komast yfir, en Kaas, Lundberg og Morcom felldu í bæði skiptin. Urðu það mörgum von- brigði sérstaklega er hætt við að Mor- com hafi séð eftir að sleppa 4,10, því nú lækkaði hann úr 4. sæti í 6. sæti og fékk bókað úrslitaafrekið 3,95 m.! En þeir voru hreint ekki öfundsverðir ves- lings stangastökkvararnir af því að híma þarna í rigningunni og eiga svo að gera sitt bezta á 10 til 15 min. fresti með rennblauta og hála stöng i höndunum. Nú var hækkað í 4,30 m. og brá þá svo við að Kataja kolfelldi, var langt frá því að hann hefði það. Richards og Smith felldu einnig og var Smith þó mjög nálægt Því að fara yfir. 1 annarri umferð felldu allir þrir, Kataja jafn- fjær því að fara yfir og áður, en. Smith felldi með hendinni eftir að vera kom- inn yfir! Nú fór að fara um mannskap- inn, ætlaði Kataja að vinna báða Banda- ríkjamennina á því að hafa færri föll, þótt hæðin væri sú sama? Kataja reyndi nú í síðasta sinn, en felldi — enda bú- inn að gera það gott. Nú höfðu Banda- rikjamennirnir 2 tækifæri til að bjarga heiðri sínum, en þeir hafa jafnan unnið þessa grein á Olympíuleikunum. Ric- hards vandaði Sig, en allt kom fyrir ekki og ráin féll. Nú var aðeins eitt stökk eftir. Smith greip stöngina, fór sér að engu óðslega og hljóp öruggt að ránni, hóf sig upp og yfir án þess að koma við hana. Það ótrúlega hafði skeð. Taug- ar Smiths brugðust ekki á úrslitastund- inni og nú gekk hann út úr gryfjunni sigri hrósandi. Kataja óskaði honum til hamingju með sigurinn, sem var vel verðskuldaður, þegar öllu var á botninn hvolft. Litlu síðar vær hækkað upp í 4.40 m. svona til málamynda, en nú gat Smith ekki meira, enda voru að- stæðurnar fyrir neðan aílar hellur. * Guinn Smith hefir síðustu árin verið einn af beztu stangarstökkvurum Banda- ríkjanna og stokkið hæst 4,47 m., en þeirri hæð hefir Morcom einnig náð og Richards hefir stokkið 4,42 m. Að þessu sinni var Smith öruggastur og stökk einnig bezt. LANGSTÖKK: Heimsmet: 8,13 m. J. Owens, USA 1935. Olympsmet: 8,06 m. J. Owens, USA 1936. 1. Willie Steele, USA . . 7,82 m. 2. Theo Bruce, Ástralía 7,55 m. 3. Herbert Douglas, USA 7,54 m. 4. Lorenzo Wright, USA 7,45 m. 5. A. Adedoyin, Bretlandi 7,27 m. 6. G. Damitio, Frakklandi 7,07 m. Langstökkið fór fram annan keppnis- dag leikanna, laugardaginn 31. júlí. Kl. 11 um morguninn hófst undankeppnin í tveim flokkum, á sama hátt og í há- stökkinu, en keppendur voru alls 22. Lágmark til aðalkeppninnar var 7,20 m., en ef færri en 12 næðu því, áttu 12 beztu að fá að taka þátt í aðalkeppn- Willie Steele vinnur langstökkiö. inni. Nú var rauninn öll önnur en í hástökkinu, því að Það voru aðeins 4 menn, sem náðu 7,20 og varð því að bæta við næstu 8 mönnum. Þeir 4, sem stukku yfir 7,20 voru Bruce og Douglas úr fyrri flokknum og Steele og Wright úr síðari flokknum. Tveir þeir síðar- nefndu áttu lengstu stökkin, Steele 7,78 og Wright 7,53 m. Finnbjörn Þorvalds- son var meðal 10 keppenda í síðari flokknum. Hann fór varlega i fyrstu umferð gerði gilt stökk, alllangt 6,89 m. Góð byrjun. Hin stökkin 2 voru lengri að sjá, en Því miður ógild. Eg gizka á að miðstökkið hafði verið 7,10 til 7,20 og má því segja að hér hafi verið um hreina óheppni að ræða. Nú var farið að reikna út hverjir 8 stæðu næstir að komast í aðalkeppnina. Sá síðasti, sem „slapp inn“ reyndist vera með stökk- lengdina 6,95 m., svo að Finnbjörn skorti aðeins 6 cm. til að ná því marki. Annars varð hann 14. af 22 keppendum, en hefði getað orðið 6. og komist í úrslit ef hann hefði gert gilt miðstökkið. Aðalkeppnin hófst um 5-leytið sama dag, en fór því miður fram hjá flest- um áhorfendum vegna hlaupanna og slæ- legrar tilkynningar. Stökkið var fyrir öðrum enda vallarins og þvert yfir völl- inn. Steele var langbezti stökkvarinn og hefði eflaust stokkið um 8 metra ef atrennubrautin hefði verið betri. Auk þess þurfti hann að hlífa sér mikið vegna meiðsla í öðrum fætinum, sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.