Íþróttablaðið - 01.09.1948, Blaðsíða 44

Íþróttablaðið - 01.09.1948, Blaðsíða 44
36 ÍÞRÓTTABLAÐIÐ Afrek 12 beztu tugþrautarmannanna á Olympíuleikjunum í London 1948. a 3 CÖ X X :0 a cö C tuO ° S o ^ rH hh CÖ > w :0 tn ‘CÖ X ■C Sh M cö O W) .s w ÍH CÖ bJO G ‘O 2 ’S 73 73 lö cö W) W 1. R. B. Mathias, USA. 11,2 6,81 13,04 1,86 51,7 15,7 44,00 3,50 50,32 5:11,0 = 7139 2. Heinrich, Frakkl . . 11,3 6,89 12,85 1,86 51,6 15,6 40,94 3,20 46,13 4:43,8 = 6974 3. Simmons, USA 11,2 6,72 12,80 1,86 51,9 15,2 32,73 3.40 51,99 4:58,0 = 6950 4. Kistenmacher, Arg. 10,9 7,08 12,67 1,70 50,5 16,3 41,11 3,20 45,06 4:49,6 = 6929 5. Andersson, Svíþj. .. 11,6 6,59 12,66 1,75 52,0 15,9 36,07 3,60 51,04 4:34,0 = 6877 6. Mullins, Ástralíu . . 11,2 6,64 12,75 1,83 53,2 15,2 33,94 3,40 51,32 5:17,0 = 6739 7. Eriksson, Svíþj. .. 11,9 6,80 11,96 1,80 52,5 16,2 34,91 3,30 56,70 4:35,8 = 6731 8. Mondschein, USA. . . 11,3 6,81 12,44 1,83 51,6 16,6 38,74 3,50 36,81 4:49,8 = 6715 9. Adamczyk, Póllandi 11,7 7,08 13,20 1,75 52,5 15,8 39,11 3,40 43,90 5:14,0 = 6712 10. Holmvang, Noregi 12,1 6,75 12,17 1,70 52,9 16,4 38,11 3,40 53,66 4:28,6 = 6663 11. Stavem, Noregi .... 12,0 6,70 13,89 1,80 56,0 16,4 41,06 3,20 52,75 5:07,4 = 6552 12. Örn Clausen, ísland 11,1 6,54 12,87 1,80 54,7 16,0 36,34 3,20 44,15 5:07,0 = 6444 Ignace Heinrich kom mjög á óvart með getu sirini. Bætti hann t. d. franska metið um liðlega 500 stig. Simmons var þriðji i úrtökumóti Bandaríkjanna með 7054 stig. Hann er liðlegur tugþrautar- maður. Heildarstigatala Arnar Clausen varð' 6444 stig, sem er 892 stigum betra en gamla Islandsmetið, sem Gunnar Stefáns- son átti. Verður að telja árangur Arnar mjög góðan sér í lagi þar sem hér er um hans fyrstu tugþraut að ræða. Lengst af keppninni hafði hann verið í fremstu víglínu, meðal hinna 5 til 8 beztu og var því orðinn góður kunningi þeirra, sem bezt fylgdust með þessari spennandi grein. Mun hann vafalaust hafa verið sá Islendinganna, sem mesta eftirtekt vakti á leikunum. Enda kom erlendum fréttariturum saman um að Örn hefði náð prýðilegum árangri með tilliti til aldurs og yrði vaflaust skæður þeim beztu, þegar hann hefði aldur til. MARAÞONHLAUP: Heimsmet og Olympsmet: 2 klst. 29:19,2 mín. K. Son, Japan 1936. 1. D. Cabrera, Argentínu 2:34:51,6 2. T. Richards, Bretlandi 2:35:07,6 3. E. Gailly, Belgíu .... 2:35:33,6 4. J. Coleman, S.-Afríku 2:36:06,0 5. E. Guinez, Argentínu 2:36:36,0 6. Syd Luyt, S.-Afríku . . 2:38:11,0 7. Gustaf Östling, Svíþjóð .... 2:38:40,0 8. Johan Systad, Noregi ......... 2:38:41,0 9. Armando Sensini, Argentínu 2:39:30,0 10. Henning Larsen, Danmörku 2:41:22,0 11. Viljo Heino, Finnlandi .... 2:41:,32,0 12. Anders Melin, Svíþjóð .... 2:42:20,0 13. Kurrikala, Finnlandi .... 2:42:48,0 14. Theodore Vogel, USA .... 2:45:27,0 15. Raul Inostroza, Chile........ 2:47:48,0 Síðasti dagur frjálsíþróttakeppninnar var bjartur og fagur líkt og sá fyrsti. — Sólin sendi sína brennheitu geisla niður á hinn troðfulla leikvang, en kærkomin gola gerði sitt til að svala okkur og hlífa við mesta hitanum. Allt í einu birtist sægur af léttkæddum litlum hlaupurum. Þeir minntu á Iitla kinda- hjörð, en þetta eru maraþonhlaupar- arnir, því nú er komið að hámarki leikanna hinu sígilda Maraþonhlaupi. — Völlurinn er óvenjulega hreinlegur og fallegur að þessu sinni, það sést varla sála á grasinu, en fáeinir starfsmenn eru í óða önn að undirbúa „burtför" hauparanna. Þulurinn tilkynnir að 3 mæti ekki til leiks þ. á. m. Heirendt, Lux- emburg, sem er kunnur Maraþonhlaup- ari. Það er því alls 41 keppandi, sem tekur þátt í hlaupinu og nú ríður skot- ið af og hin iðandi mannaþúfa kemst á hreyfingu. Fyrst I stað er eins og enginn fái hreyft sig vegna þrenglsa og troðn- ings, en brátt fer að greiðast úr flækj- 'unni og maður fær greint keppendur í sundur. Þeir hlaupa hálfan annan hring á vellinum (byrjuðu nálægt 1500 m. við- bragðinu) og halda síðan út um inn- göngudyrnar fyrir enda vallarins. For- uztuna hafði þá lítill Kóreubúi Yun Chil Choi, að nafni. Klukkan er farin að ganga fjögur og nú taka við aðrar íþróttagreinar inni á vellinum, en bráðlega fara að koma fregnir af Maraþonhlaupurunum og var tilkynnt um röð og tíma 7 til 10 fyrstu keppenda á 5 til 10 km. fresti. Eftir fyrstu 10 km. var Gailly, Belgíu fyrst- ur á 34:34,0 min (álíka og Islandsmet- ið í 10 km.) 2. var Lou, Kína. 3. Josset, Frakklandi, 4. Guinez, Argentínu og 5. Evrópumeistarinn Hietanen, Finnlandi. Choi var nú komin í 8. sætið og Holden, átrúnaðargoð Bretanna var 10. í röðinni. Eftir 20 km. er röð þeirra fyrstu óbreytt, en Guinez hefir nú farið fram úr Josset og Hietanen dregist aftur úr. Svíinn Östling er orðinn 5. og Holden 7., en í 6. sæti á milli þeirra er kominn nýr maður, Cabrera, Argentínu. Timi Gailly á 20 km. var 1 kl. 9:29,0 mín. Eftir 30 km. hefir margt breyzt. — Gailly heldur þá enn foruztunni, mörgum á óvart, en Guinez er nú kominn í annað sætið. Choi, Kóreu er í 3. sæti og Ca- brera í 4. Þá kemur Östling í 5., Luyt S-Afríku í 6. og Bretinn Richards í 7. sæti. Holden hafði gefist upp nokkru áður og urðu Það öllum hin mestu von- brigði. Sömuleiðis hafði Hietanen orðið að hætta vegna lasleika. í áttunda sæt- ið var hinsvegar kominn sjálfur Viljo Heino, hinn frægi finnski hlaupagikkur, sem gefist hafði upp í 10 km. hlaupinu, en ætlaði nú að hefna ófara sinna með því að koma á óvart i Maraþonhlaup- inu, þótt hann hefði aldrei hlaupið svo langt áður. Tími Gailly á 30 km. var 1 kl. 47 mín. Síðasta tilkynningin kemur þegar hlaupararnir hafa lokið 35 km. og eiga aðeins 7 km. eftir. Þá er Kóreubúinn Choi skyndilega kominn í fyrsta sætið 10 sek. á undan Cabrera, sem hinsvegar er aðeins 3 sek. á undan Gailly. Guinez var kominn niður i 4. sæti, skammt á undan Richards, sem virtist vera að sækja sig mikið. Hitinn er nú farinn að hafa mikil á- hrif á hina þrautpýndu hlaupara. Enda gefast margir upp. Meðal þeirra er Kór-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.