Íþróttablaðið - 01.09.1948, Blaðsíða 33
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ
25
\
í
Winter, Ástralíu. Olympíusigurvegarinn í hástökki. Smith, USA, steJckur lf,30 m. í stangarstökki.
stokkið yfir 2 metra og hæst 2,03 m.
á þessu ári. En það var fleira, sem átti
eftir að koma manni á óvart í þessari
hástökkskeppni, svo sem hér vérður sagt
frá. Kl. 4,45 sama dag hófst aðalkeppn-
in og lauk henni ekki fyrr en seint og
síðar meir. Byrjað var á 1,80, en síðan
hækkað í 1,90, 1,95 og 1,98 metra. Vegna
stórviðburða á hlaupabrautinni fóru há-
stökksúrslitin mjög framhjá bæði á-
horfendum og að því er virtist sjálf-
um þulnum. En hvort sem það var
brautinni, hitanum eða taugaóstyrkn-
um að kenna, náðist mun lakari árang-
ur í hástökkinu en almennt hafði verið
reiknað með. Á 1,90 m. féllu flestir úr
þ. á m. bandaríski meistarinn McGrew,
Gundersson Noregi, Nicklén, Finnlandi o.
fl. Yfir næstu hæð 1,95 komust aðeins
5 menn; fóru þeir allir í fyrsta stökki
nema Damitio og Winter, sem fóru yfir
í 2. stökki. Sá síðarnefndi meiddi sig
í baki á þessari hæð, og ætlaði að hætta,
en var skipað (af þjálfaranum) að
reyna næstu hæð 1,98 m. Það tókst,
hann komst yfir, en ætlaði varla að
komast upp úr gryfjunni vegna sárs-
aukans. Varð hann að hætta við svo
búið og bíða þess með eftirvæntingu
hvort hinir færu þessa hæð eða hærra.
Norski Islandsfarinn Björn Paulsson var
ekki langt frá því í 2. stökki, en þó mun-
aði enn minnu að Bandaríkjamaðurinn
Edleman færi yfir í 3. tilraun, þvi ráin
vóg salt um stund áður en hún féll.
Keppninni var lokið, Ástraliumaðurinn
Winter hafði sigrað, þótt hann væri
nú vegna meiðslanna, manna sízt fær
um að stökkva hástökk. En hver hinna
þriggja, sem farið höfðu 1,95 í 1. stökki,
hafði orðið annar? Var það annarhvor
Bandaríkjamannanna eða Norðmaður-
inn Björn Paulsson? Svarið kom innan
stundar. Björn varð annar vegna þess
að hann reyndi ekki við byrjunarhæð-
ina 1,80 og fór 1,90 og 1,95 í fyrsta
stökki. (Átti því færri tilraunir, sem er
þriðji möguleikinn til að skera úr um
röð í hástökki). Jack Winter er ungur
og efnilegur hástökkvari, en notar gamla
sax-stílinn, líkt og Skúli Guðmundsson.
Hann á ástralska metið 2,01 m. Björn
Paulsson er óþarfi að kynna fyrir ís-
lenzkum íþróttamönnum, en að þessu
sinni stóð hann sig betur en nokkur
hafði þorað að vona. Hástökkið var
eina stökkið sem Islendingar tóku ekki
þátt í, og var það vegna fjarveru Skúla
Guðmundssonar, en eftir þessum árangri
að dæma, hefði hann haft rpikla mögu-
leika á því að ná í stig fyrir Island.
STANGARSTÖKK:
Heimsmet: 4,77 m. C. Warmerdam, USA.
Olympsmet: 4,35 m. E. Meadows, USA.
1. Guinn Smith, USA . . 4,30 m.
2. Erkki Kataja, Finnlandi 4,20 m.
3. Bob Richards, USA . . 4,20 m.
4. Erling Kaas, Noregi . . 4,10 m.
5. R. Lundberg, Svíþjóð 4,10 m.
6. Boo Morcom, USA .... 3,95 m.
Undankeppni stangarstökksins fór
fram laugardaginn 31. júlí, (á sama
tíma og langstökkið), en aðalkeppnin
á mánudag ■— 2. ágúst. Fyrri daginn
var ágætt keppnisveður, þurrt og hæfi-
lega heitt, en síðari daginn kom hin
eftirminnilega rigningardemba (Sjá 5
km. hlaupið), sem hafði mjög slæm
áhrif á stangarstökkið.
Keppendur voru 20 og var þeim skipt
i 2 flokka eftir venju. Byrjunarhæðin
3,60, þá 3,80> 3,90 og loks 4,00 sem var
lágmark til aðalkeppni. Torfi Bryngeirs-
son lenti í fyrri flokknum og fór báðar
fyrstu hæðirnar 3,60 og 3,80 í fyrstu
tilraun. 3,90 fór Torfi í öðru stökki og
gerði það svo vel að við landar hans
urðum upp með okkur af honum. Þess
má geta að Evrópumeistarinn Kataja
(sem varð 2.) þurfti einnig 2 tilraunir
til þess að komast yfir 3,90 m. Því
miður reyndist lágmarkshæðin, 4 m.,
Torfa um megn og munaði þó ekki
miklu í síðustu tilraun. En þrátt fyrir
það tókst Torfa að sýna sitt bezta og
meira varð ekki af honum krafist.
í þessum flokki komust aðeins 5 yfir
lágmarkið. Kataja, Kaas, Lindberg,
Göllors og Purto Rico-maðurinn Barbosa.
1 hinum flokknum komust 7 yfir þ. á
m. allir Bandaríkjamennirnir, Sviinn
Lundberg, Finninn Olenius, Frakkinn
Sillon og Vincento frá Puerto Rico. Voru