Íþróttablaðið - 01.09.1948, Side 15

Íþróttablaðið - 01.09.1948, Side 15
IÞRÓTTABLAÐIÐ 7 úr hvað stílfegurð og getu snerti. Voru það Bandaríkjamennirnir Patton (hvít- ur) og Dillard (svartur), sem þó höfðu mjög ólíkt hlaupalag. Sá fyrri hár og grannur, viðbragðsfljótur og tigulegur i sjálfu hlaupinu með fallegan og drifmik- inn hlaupastil og sá síðari eldsnöggur með afar lága legu eftir viðbragðið, en geysisprettharður og mjúkur alla leiðina. Um áreiðanlega spádóma gat Þó vitan- lega ekki verið að ræða, þar sem beztu mennirnir höfðu ekki enn leitt saman hesta sína. Fyrri milliriðlarnir 2% stundu síðar staðfestu þó þetta álit mitt því Dillard og Patton voru þá þeir einu af 24, sem hlupu á 10,4 sek. og unnu riðla sína án fyrirhafnar að því er virtist. Hinn gamalreyndi og skæði Bandaríkja- blökkumaður Ewell og Panama-heims- methafinn La Beach unnu hina riðlana á 10,5 sek. og mátti þó ekki tæpara standa með La Beach, því að hinn korn- ungi og efnilegi Ástralíumaður, Treloar, fékk sama tíma og hafði þó sá þriðji, Chacon litli frá Kúbu, eldsnöggur negri, haft foruztuna fram á síðustu metra. — Þurfti markkvikmyndina (ph. finish) til þess að skera úr um röðina. Mc Corquo- dale varð aftur annar á 10,5 (móti Patt- on) og sama sæti hreppti Bailey í sinum riðli (10,6) á móti Ewell og Curotta (Ástraliu) (10,8). Hinir 3, sem komust í síðari milliriðlana voru Testa (10,6), Jon- es (10,7) og Bartram (10,6). Haukur Clausen varð sá 6. og síðasti í sínum riðli á um það bil 11 sek. Hann lenti á móti Ewell (10,5), Bailey (10,6), Curotta (10,8), Lewis (Trinidad) (10,9) og Gold- ovany (Ungvl.) (10,9). Hefði hann þurft að hlaupa á 10,7 til að verða 3. og komast í semifinal. Undanúrslit (semifinal) fóru fram dag- inn eftir kl. 2,30. Keppt var í tveim sex manna riðlum og skyldu 3 fyrstu úr hvor- um komast í úrslitahlaupið. Orslit urðu þessi: 1. „semifinal“: 1. Dillard 10,5; 2. Ewell 10,5; 3. McCorquodale 10,7; 4. Bartram 10,8; 5. Testa 10,9; 6. Curotta 10,9. Nú var loks kominn tími til að taka á, því að allir vildu verða meðal þriggja fyrstu. Ewell lá svo mikið á að komast af stað að hann íór tvisvar á undan skotinu. Bjuggust nú margir við því að ræsirinn ræki hann úr enda varð Ewell svo skömmustulegur og óttasleginn að maður Dillard (69) vinnur 100 m. hlaupið á 10,3 sek. 2. Ewell (10). 3. La Beach (57). Jf. Mc Corquodale (36), 5. Patton (11) og 6. Bailey (35). sárvorkenndi honum. En hvort sem það var af meðaumkvun eða ótta við 10.2 sek. manninn Þá leyfði ræsirinn honum að halda áfram. Var Ewell nú svo varkár að hann tapaði % metra móti Dillard í viðbragðinu, en hafði næstum náð hon- um í markinu, enda virtist Dillard ekki leggja að sér síðustu metrana. Corquo- dale var seinn framan af og varð að hafa sig allan við til Þess að ná 3ja sætinu. 2. „semifinal“: 1. Patton 10,4; 2. La Beach 10,5; 3. Bailey 10,6; 4. Treloar 10,6. 5. Chacon 10,7; 6. Jones 10,9. — Þessi riðill var mun harðari og jafnari og var ekki skorið út því hverjir 3 yrðu fyrstir fyrr en á síðustu 10 metrunum. Um mitt hlaupið reif Patton sig fram úr keppi- nautunum án þess að fara nokkuð úr jafnvægi, en La Beach var með þeim síðustu þar til á endasprettinum að hann skálmaði fram úr með risavöxnum en mjúkum skrefum. Bailey, Treolor og Chacon komu svo samhliða fast á eftir og kom það í hlut þess fyrstnefnda að 100 m. úrslit frá v.: Dillard, Bailey, Mc Corquodale, La Beach, Ewell og Patton.

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.