Íþróttablaðið - 01.09.1948, Blaðsíða 41

Íþróttablaðið - 01.09.1948, Blaðsíða 41
IÞRÓTTABLAÐIÐ OO OO 110 m. grindahlaup. Frá v.: Rebello, Örn Clausen og Bob Mathias. beygjunnar og lengdi síðan stöðugt bilið. Síðustu 100 metrana herti Örn þó ögn á sér og tókst að verða annar í mark, enda halfgerðir sleðar, sem voru á eftir hon- um. Annars var hann mjög aðþrengdur eftir hlaupið og mun það fyrst og fremst hafa orsakast af hungri og máttleysi, því Örn á að geta hlaupið 400 m. á 52 sek. án þess að leggja hart að sér. Úrslit riðilsins: 1. Mathias 51,7; 2. Örn Clausen 54,7; 3. Gierutto 55,4; 4. Dayer 57,1 sek. Þeir sem unnu hina riðlana voru Recordon 53,0; Sprecher 51,8; Nussbaum 53,6; Sonck 55,2; Mondschein 51.6 (Heinrich varð annar í þeim riðli og fékk sama tíma, en hefði átt að fá 51.7 eftir millibili að dæma.) Adamczyk 52,5 og Simmons 51,9 og loks Kisten- macher þann síðasta á 50,5 sek. Af þeim 33, sem þátt tóku í hlaupinu fengu 20 betri tíma en Örn og 12 lakari. Annars fékk hann 639 stig fyrir afrekið og lækk- aði úr 6. sæti í 8. Eftir fyrri daginn var stigatala þeirra 16 efstu þannig: 1. Kistenmacher, Argentínu ...... 3897 2. Heinrich, Frakklandi ......... 3880 3. Mathias, USA ................. 3848 4. Simmons, USA ................. 3843 5. Mondschein, USA .............. 3811 6. Mullins, Ástralíu ............ 3717 7. Adamczyk, Póllandi ........... 3689 8. Örn Clausen, Islandi ......... 3628 9. Andersson, Svíþjóð ........... 3559 10. Tannander, Svíþjóð........... 3555 11. Eriksson, Sviþjóð ........... 3512 12. Stavem, Noregi............... 3499 13. Ascune, Ungverjalandi ....... 3446 14. Ciriaco, Peru................ 3428 15. Makela, Finnlandi ........... 3388 16. Holmvang, Noregi ............ 3343 Keppninni lauk um átta leytið og hafði þá staðið yfir samfleytt í 9% tíma. Síöari dagur. 110 m. grindahlaup: Keppnin hófst á sama tíma og daginn áður kl. 10,30 f. h. og veitti ekki af, því henni lauk ekki fyrr en 11 um kvöldið. Veður var sæmilegt um morguninn, örlítil gola, skáhallt með (í grindahlaup- inu) og rigningarsúld. Þegar leið á dag- inn jókst rigningin og háði mjög árangri keppninnar. Tveir höfðu hætt keppni og tók því aðeins 31 þátt í grindahlaupinu, sem var hlaupið i 8 riðlum. Örn lenti í 7. riðli móti Mathias (í annað sinn) og Rebula. Yfir fyrstu grindurnar voru þeir nokkuð jafnir, en smátt og smátt seig Mathias fram úr og varð um tveim metrum á undan í mark á 15,7 sek. Örn hljóp nokk- uð varlega af stað og gætti Þess að vanda sig yfir grindurnar. Má tími hans 16,0 sek. teljast mjög sæmilegur. Rebula gætti sín ekki eins og hnaut illa um eina grindina og varð að hætta. Hefir það margan tugþrautarmanninn hent að fara illa út úr grindahlaupinu. Annars var röð þeirra stigahæstu þann- ig eftir 6 greinar: 1. Simmons, USA ................. 4739 2. Heinrich, Frakklandi ......... 4713 3. Mathias, USA................. 4666 4. Kistenmacher, Argentínu ...... 4633 5. Mullins, Ástralíu ............ 4613 6. Mondschein, USA .............. 4509 7. Adamezyk, Póllandi............ 4493 8. Örn Clausen, Islandi.......... 4404 Sigurvegarar hinna riðlanna urðu þess- ir: Mullins 15,2; Gerber 16,8; Nussbaum 16,5; Stavem, 16,4; Simmons 15,2 And- ersson, 15,9 og Recordon 15,8. Lakasta tímann fékk Dayer, Belgíu 19,5 sek. Alls fengu 7 menn betri tíma en Örn en 19 lakari. Fyrir þetta afrek — 16 sek. — fékk Örn 776 stig og hélt sínu fyrra sæti í þrautinni. Simmons hafði hækkað sig úr 4. sæti í efsta, en Kistenmacher dottið niður í 4. sæti. Að öðru leyti hafði röðin ekki breyzt að ráði nema hvað Mullins hafði komist upp fyrir Mondschein. Kringlukast: Sjöunda grein tugþrautarinnar, kringlu kastið, fór fram strax á eftir grinda- hlaupinu. Var kl. um 12 þegar röðin kom að Erni. Hann kastaði 36,34 m. í fyrsta kasti, en tókst síðan ekki að bæta við það. Þetta afrek gefur 606 stig og er talsvert lakara en Örn hefir kastað lengst, en þó allsæmilegt í tugþraut. Kringlan var blaut og hál og mun það ekki hafa bætt árangurinn. Beztum á- rangri í þessari grein náði Mathías 44 m. og komst hann þar með í fyrsta sætið. Lakastur var Seger með 28,60 m. Alls köstuðu 17 lengra en Örn en 13 styttra. Eftir kringlukastið var röð og stigatala þeirra efstu þannig: 1. Mathias, USA ................. 5500 2. Heinrich, Frakklandi ......... 5452 3. Kistenmaeher, Argentínu ...... 5377 4. Simmons, USA ................. 5248 5. Mondschein, USA .............. 5183 6. Adamczyk, Póllandi ........... 5178 7. Mullins, Ástralíu ............ 5154 8. Örn Clausen, Islandi ......... 5010 Stangarstökkiö: En nú var komin röðin að erfiðustu greininn, þeirri, sem flestum hefir orð- ið að fótakefli (undirrituðum meðtöld- um!) Keppendum var skipt í 2 flokka, sem urðu þó báðir að nota sömu gryfj- una og flýtti það því lítið fyrir sjálfri keppninni. Örn var svo óheppinn að lenda í seinni flokknum, en þar lauk keppn- inni ekki fyrr en myrkur var komið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.