Íþróttablaðið - 01.09.1948, Blaðsíða 45

Íþróttablaðið - 01.09.1948, Blaðsíða 45
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ 37 eubúinn Choi, sem þoldi ekki hinn aukna hraða, sem hann hafði sett upp í Því skyni að ná foruztunni. Hlýtur það að hafa verið sárt fyrir hann að geta ó- mögulega haldið áfram þessa fáu kíló- metra, sem eftir voru. Cabrera er því orðinn fyrstur, en Gailly og Richards eru mjög stutt á eftir. Um það bil 1 km. frá Wembleyvellinum herðir Gailly á sér og tekur aftur foruztuna i sínar hendur og þótt hinum tveim sé ekkert um það að missa mann fram úr sér síðasta spölinn, reynist þeim um megn að halda í við Belgann. Nú heyrast óp og köll inn á leikvanginn, hlaupararnir eru að koma. Mér verður litið á klukk- una, hún er 5,35 e. h. og um leið birt- ist fyrsti hlauparinn í Maraþonhliðinu. Það er Belginn Gailly, ungur og fríð- ur sýnum, klæddur rauðum bol og hvít- um buxum. En hvað er að sjá man inn? Hann hleypur ekki, hann gengur eða réttara sagt, haltrar inn á hlaupa- brautina. Síðasti spretturinn, upp brekk- una, hafði alveg gert út af við hann og var hann orðinn sárþjáður maður á sál og líkama. Með bendingum var honum gefið til kynna að hann yrði að ljúka einum hring inni á vellinum áður en hlaupið væri á enda. Og hvílík sorgar- tíðindi fyrir veslingsmanninn. Hann haltrar þó í áttina út að beygjunni, en í því kveður við óp mikið, annar hlaup- ari hafði birzt í Maraþonhliðinu. Það er Argentínumaðurinn Cabrera, svart- Cabrera nær Gailly )t00 m. frá marki. skeggjaður og myndarlegur náungi, og allveg á sig kominn að því er virtist. Belginn leit við og er hann sér hinn sterklega keppinaut sinn, kemur skelf- ingarsvipur á andlit hans. Hann tekur smákipp, en það er vitanlega tilgangs- laust. Cabrera fór fram úr honum rétt við endamarkið (þegar hringur var eft- ir) og fjarlægðist hann síðan meir og meir. En þar með var ekki allt búið, því 10 sek. seinna birtist þriðji hlaup- arinn í hliðinu og var það enginn ann- ar en Bretinn Richards. Og þótt hon- um væri ákaft fagnað efast ég um að nokkur áhorfandi hafi komizt hjá því að finna til með veslings Belganum, þegar Richards sigldi fram úr honum 250 m. frá marki. Cabrera er nú kominn út á miðja beygjuna og á aðeins eftir rúma 100 metra, en Richards virðist einnig hafa fullan hug á að ná hon- am líka og setur á fulla ferð. Það er hinsvegar tilgangslaust, því bilið var alltof langt, en eitthvað mun hann þó hafa dregið á hann. Nú sleit Cabrera snúruna sem Maraþonsigurvegari hinna 14. Olympíuleika og rétt á eftir kom svo Richards á mikilli ferð. En þótt þeim væri ákaft fagnað var eins og einhver mara hvíldi yfir áhorfendunum, augu flestra störðu nefnilega á Belgann, sem enn var að bisa við að komast fyrir síðustu beygjuna. Aftar en þriðji mátti hann ekki vera, verðlaun varð hann að fá fyrir dugnað sinn. Rétt í þessu birt- ist fjórði hlauparinn í hliðinu, það er Coleman gamli frá S.-Afríku, sem varð 6. á síðustu leikum. Hann er sporléttur sá gamli og töltir inn á brautina og er þegar byrjaður að eta upp hið 300 metra langa bil milli sín og Belgans. Við þetta er eins og örlítið meira líf færist í þann siðarnefnda og með miklum erfiðis munum tekst honum að skjögra áfram alla leið í mark. Þungu fargi er létt af á- horfendum, sem klappa hinum hugdjarfa Belga lof í lófa. En nú er píslargang- an á enda og hann hnígur í faðm þjálf- ara síns, sem kælir hann með votum svampi. Siðan er hann borinn á bör- um út af vellinum. Og svo máttfarinn var hann að hann gat ekki tekið á móti verðlaununum klukkutíma síðar. Nú víkur sögunni að hinum keppend- unum. Coleman kom í mark sem fjórði maður,, þá verður nokkur bið, en síð- Delfor Cábrera, Olympíusigurvegarinn í Maraþonhlaupimi kemur í mark. an birtist Argentínumaðurinn Guinez. Þá kemur loks fyrsti Norðurlandabú- inn, Svíinn Östling, síðan Norðmaður- inn Systad rétt Þar á eftir mjög létt- ur og loks þriðji Argentínumaðurinn. Nú verður smá hlé en þá birtist Dan- inn Larsen. Og þótt hann sé mjög vel á sig kominn er hann svo utan við sig að hann hleypur tvo hringi á vellinum í stað eins. Hafði enginn sinnu á því að stöðva hann. Næsti maður, Heino, hafði næstum leikið þetta eftir þegar hann var stöðvaður. Benti Heino þá á Danann, sem var aðeins 10 sek á undan honum og vildi ekki hætta. Að lokum tókst þó að sannfæra hann um að hlaupið væri þegar búið. Annað sögulegt atvik kom og fyrir þegar fyrsti Bandaríkja- maðurinn kom í mark. Var þá verið að leika þjóðsöng Bandaríkjanna vegna verð launaafhendinga í skilmingum. Hafði hlauparinn ekki fyrri lokið skeiðinu en hann staðnæmdist, sneri sér við, horfði á fánann sinn og stóð þannig grafkyrr meðan þjóðsöngurinn var leikinn. Síðan héldu hlaupararnir áfram að tínast inn á völlinn, hver á fætur öðr- um þar til 28 voru komnir, þá voru ekki fleiri eftir, því 13 höfðu gefist upp. Síð- asti maður að marki var Bretinn Jones á 3 kl. 9 mín og 16 sek. Þar með var þessu sögulega hlaupi lokið. Þótt það hafi ekki verið fallegt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.