Íþróttablaðið - 01.09.1948, Side 26

Íþróttablaðið - 01.09.1948, Side 26
18 IÞRÓTTABLAÐIÐ á undan). Geystist Zatopek nú áfram með ótrúlegum hraða, og jók sífellt bil- ið milli sín og keppinautanna, sem á eftir voru og hirti smátt og smátt upp þá, sem voru orðnir hring á eftir. Það var eins og allir væru á stjórnlausu rölti nema Zatopek. Hitinn var nú í algleym- ingi, enda gáfust hlaupararnir upp hver af öðrum. Þegar um 1500 m. eru eftir af hlaupinu sér maður að Albertsson fer aftur fram úr Heinström og fylgdi hinn áður ó- þekkti Frakki, Kacha, fast á eftir hon- um. Var Finninn orðinn svo aðþrengdur og riglaður af hitanum að hann hélt varla jafnvægi. Var ljót sjón að sjá hann prjónandi að berjast við að halda brautinni og falla ekki inn á grasið. Hljóp finnskur aðstoðarmaður með hon- um 300 til 500 m. frá marki og reyndi að kippa honum inn á grasið, en Hein- ström barðist á móti. Loks tókst honum að stöðva hann um 300 m. frá marki, enda er ekki að vita hvenær hann hefði komið í mark og í hvaða mark hann hefði prjónað að öðrum kosti. Um þessar mundir var Zatopek að ljúka hlaupinu. Síðustu 200 metrana hafði hann tekið ótrúlegan endasprett eins og til þess að kóróna verkið. Næsti maður var um 300 m. á eftir! Það var Frakkinn Kacha, sem flestum á óvart tókst að hrista Svíann Albertsson af sér á siðustu lang- hliðinni og krækja í silfurverðlaunin. Síðan kom Stokken og Dennolf, en svo er bezt að hafa söguna ekki lengri, því dómararnir rugluðust alveg í röð þeirra, sem á eftir komu. Eitt er víst að nokkr- ir hættu einum hring of snemma, því Kjersem kom í mark sem næstsiðasti maður á 32:52,0 og hafði þó lengst af haft allmarga á eftir sér. Tími síðasta manns (12.) var 33:40,0 mín. Hinu erfiða og sögulega 10 km. hlaupi var lokið. Zatopek hafði unnið með meiri yfir- burðum en um getur í sögu hinna nú- tíma Olympíuleika. Þrátt fyrir hinn ægilega hita setti hann glæsilegt Olym- píumet 29:59,6 min. og mun það að kunnugra manna áliti samsvara 29:25,0 undir hagstæðum hitaskilyrðum. — Skömmu fyrir leikana hljóp Zatopek 10 km. á 29:37,0 mín. sem er hans bezti tími og aðeins 1,4 sek. lakari en heimsmet Viljo Heino’s. 3000 METRA HINDRUNARHL. Heimsmet: 8:59,6 mín. E. Elmsaeter, SvíþjóÖ, 19U *). Olympsmet: 9:03.8 mín. V. Iso-Hollo, Finnland, 1936. 1. T. Sjöstrand, Svþj. 9:04,6 mín. 2. E. Elmsaeter, Svþj. 9:08,2 mín. 3. G. Hagström, Svþj. 9:11,8 mín. 4. A. Cuyodo, Frakkl. 9:13,6 mín. 5. P. Siltaloppi, Finnl. 9:19,6 mín. 6. P. Segedin, Júgósl. 9:20,4 mín. 7. H. F. Ross, USA . . 9:23,4 mín. 8. C. M. Justo, Spáni 9:25,0 mín. 9. E. Everaert, Belgíu 9:28,2 mín. 10. A. Kainlauri, Finnl. 9:29,0 mín. 11. Chesneau, Frakkl. 9:30,2 mín. Hindranir þær eða torfærur, sem voru á vegi keppenda og þeir þurftu að kom- ast yfir voru fimm 91,4 cm. háar grind- ur á hverjum hring (400 m.) en framan við eina þeirra (á miðri síðari beygjunni) var auk þess allstór vatnsgryfja. Þar eð hlaupið var 7% úr hring þurftu kepp- endurnir að fara 7 sinnum yfir vatns- gryfjuna og 30 sinnum yfir hinar hindr- *) Heimsmet er ekki staðfest i Þessu hlaupi, en þetta er bezti timinn, sem náðzt hefir. anirnar. Undanrásir hlaupsins fóru fram þriðjudaginn 3. ágúst. Voru keppendur 27 að tölu og hlupu í 3 riðlum. Skyldu 4 fyrstu komast í úrslitahlaupið. Riðl- arnir voru mjög skemmtilegir og all- spennandi á að horfa. Þann fyrsta vann heimsmethafinn E. Elmsaeter á 9:15,0 mín.; annan Ev- rópumeistarinn Pujazon, Frakklandi á 9:20,8 mín. (Hagström var rétt á eftir á 9:22,6 mín.) og loks vann Sjöstrand þriðja riðilinn á 9:21,0 mín. Urslitahlaupið fór fram 5. ágúst. Fyrst í stað var nokkur þröng yfir fyrstu hindranirnar, en smátt og smátt jókst bilið milli keppendanna. Voru Sviarnir fremstir í flokki með Pujazon, Banda- ríkjamanninnum Ross og Finnanum Siiltaloppi. Var almennt búizt við harðri keppni milli Svíanna annarsvegar og Pujazons hinsvegar. Það vakti athygii hve vel Svíarnir stukku yfir vatnsgryfj- una, en hún var hinsvegar mesti Þránd- ur í Götu fyrir aumingja Pujazon, sem blotnaði venjulega í fæturna í hverri umferð. Þegar hlaupið var rúmlega hálfnað virtist vera farið að draga mjög af Pujazon, enda missti hann hvern af öðrum fram úr sér. Og þegar 2% hring- ur var eftir steinhætti hann og greip um magann eins og hann hefði fengið sting. Nú voru Svíarnir Sjöstrand og

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.