Íþróttablaðið - 01.09.1948, Blaðsíða 54

Íþróttablaðið - 01.09.1948, Blaðsíða 54
46 ÍÞRÓTTABLAÐIÐ SkíÖa-togbraut frd Corviglia aö Piz Nair, ofan viö St. Moritz. klæðum. Þeir hafa þykkan hjálm á liöfði, til varnar gegn höggum, og vel dúðaðir annarsstao'ar, enda veitir víst ekki af, því að stundum kemur það fyr- ir að þeir missa stjórn á sleðanum, svo að liann sendist á fullri ferð út úr brautinni, eittlivað út í buskann. Eg veit ekki hversu tíð slys eru í þessari íþróttagrein, en mér fannst liún næsta glæfraleg og ófögur. En þeim sem iðka liana finnst hún spennandi og það finnst líka sumum áhorfendum. Ekki býst ég við því ao sleðaíþróttin í þessari mynd eigi erindi hingað til Islands í náinni framtíð, til þess eru þau mannvirki sem hún krefst, alltof dýr, jafnhliða því að hún hentar ekki almenningi. Allt öðru máli gegnir um skauta- iþróttina. Þótt mannvirki þau og vinna sem hún krefst, kosti talsvert, þá er hún svo tilvalin almenningsíþrótt, að hun á vel að geta borið þann kostnað, jafnvel í fámenni sem hér heima. í St. Moritz eru mörg mannvirki útbú- in fyrir skautaíþróttina og öll undir beru lofti. Fyrst og fremst er aðal- leikvangur bæjarins þannig gerður, að hægt er að setja hann allan undir vatn og er að jafnaði skautaís á honum all- an veturinn og á hann afmarkaðar brautir fyrir skautahraðhlaup. en i miðjunni svæði fyrir íshockey. 011 hin stærri gistihús hafa svo hvert sitt skautasvell rétt við húsvegginn og eru sum þeirra svo stór, að þau nægja fyr- ir íshockey. Það er lögð mjög mikil vinna í það að halda öllum þessum skautasvellum við, þau eru hreinsuð og vatni sprautað á þau snemma á hverjum morgni, svo að þau eru alltaf spegilfögur er fólk kemur á fætur. Vetrarveðráttan í St. Moritz er venju- lega svo köld vegna liæðarinnar, að hún liefir dugað til að frysta skautasvellin, sérstakur frystiútbúnaður er því ekki til þar. Þetta varð þó nærri þvi orðið afleiðingarikt fyrir vetrar-olympiuleik- ana, því að er á leið þá hlýnaði svo í veðri, að ókleyft reyndist að halda skautasvellinu við. Skautaleikirnir voru því látnir byrja eldsnemma á morgn- ana en það dugði varla til og síðasti íshockeyleikurinn fór fram á hálfgerðu krapi. Árangur þess varð sá, að á- kveðið hefir verið að fullkominn frysti- útbúnaður verði að vera á skautasvæð- um á þeim stöðum, sem fá að halda vetrar-ólympíuleika framvegis. Skúli Guðmundsson SIGURSÆLL ERLENDIS. Skúli Guðmundsson, sem dvalið hefir í Kaupmannahöfn síðan í fyrrasumar, kom hingað til landsins síðast í júnímán- uði í boði mótttökunefndar norska lands- liðsins og tók þátt í landskeppni Noregs og Islands i frjálsum íþróttum. Skúli hóf seint æfingar í vor, og kom það því nokkuð á óvart að hann skyldi í maí- mánuði vinna hástökkskeppni í Kaup- mannahöfn á 1,88 m. En hann hafði ekki sagt sitt síðasta orð Þvi að á næsta móti, i byrjun júní stökk hann 1,90 m. og loks 1,85 í 3. og 4. keppninni, sem hann vann báðar. Einn af keppinautum hans var þó danski methafinn Ivar Wind, sem hefir stokkið 1,95 bezt, en 1,92 í ár. Frammistaða Skúla í landskeppninni var prýðileg, því hann endurtók enn einu sinni 1,90 m. í hástökki og hafði næstum farið 1,93. Grindahlaupið hljóp hann ó- æfður á 16,6 sek., sem er mjög sæmilegur tími. Skúli var samferða norska lands- liðinu að kvöldi þess 30. júní eftir aðeins viku dvöl. Þökk fyrir komuna Skúli. Eg hefi nú eytt allmiklu rúmi til þess að lýsa staSháttum og mannvirkjum þeim, sem hafa gert lítinn fjallabæ að einni kunnustu miðstöð fyrir vetrar- iþróttir i gamla heiminum. Vænti ég að af því megi nokkuð sjá, hvað fram- kvæma þyrfti, ef við hugsuðum okkur að skapa hér á landi aðstæður, til þess að iðka vetrar-íþróttir, sem væru mið- aðar við þarfir eða óskir aðkomandi ferðamanna. Skal ég þó ekki ræða um það hér, hvort það sé æskilegt fyrir þjóð vora, fjárhagslega eða menning- arlega, að land vort verði ferðamanna- land i venjulegum skilningi þess orðs. í þessu sambandi er það þýðingar- meira að íhuga það, hvað við þurfum að gera, fyrst og fremst vegna sjálfra okkar. Skulum við þá minnast þess, að góð íþróttamannvirki er traustasta og raunhæfasta stoðin undir fjöl- breyttum og almennum íþróttaiðkun- um. Niðurlag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.