Íþróttablaðið - 01.09.1948, Blaðsíða 43

Íþróttablaðið - 01.09.1948, Blaðsíða 43
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ 35 4:58,0 (4 með). Komst Heinrich þar með fram úr Simmons i stigum og hreppti annað sætið. 3. riðil vann Eriks- son með yfirburðum á 4:35,8 mín. og virtist hafa fært sig upp um nokkur sæti. (4 kepp.). Kl. 9,20 lagði 4. riðillinn af stað. Með- al hinna 6 keppenda var Örn Clausen, sem hljóp nú þessa vegalengd í fyrsta sinn á æfinni! Hann fór sér að engu óðslega og var orðinn næst síðastur eftir 300 metra. Frakkinn Sprecher hafði foruztuna og fór mikinn, en næstur honum kom svo Finninn Makela og varð brátt alllangt á eftir Frakkanum. Þeg- ar einn hringur var eftir fór Örn að herða ögn á sér og jók síðan ferðina alla leið í mark. Komst hann fram úr þeim tveim, sem voru milli hans og Finn- ans. Úrslit: 1. Sprecher 4:34,0; 2. Mak- ela 4:58,0; 3. Örn Clausen 5:07,0; 4. Stav- em 5:07,4; 5. Mukhtar 5:08,4; 6. Ascune 5:09,0 mín. Þannig hafði örn lokið tug- þrautinni, þeirri fyrstu, sem hann hefir nokkurntíma tekið þátt í! 5. riðilinn vann Holmvang á bezta tímanum 4:28,6 mín. og hlaut því líka að hafa hækkað nokk- uð á stigalistanum. Loks vann Andersson 1. riSill í 1500 m. hlaupinu. Frá v.: Mond- schein (616), Kistenmacher (J/32) og A damczyk (445). 6. og síðasta riðilinn á 4:34,0. Mathias varð annar á 5:11,0 mín. við mikil fagnaðarlæti, því öllum var ljóst að þar með var hann orðinn Olympískur sigurvegari í þrautinni. 3. og síðastur í riðlinum var Mullins á 5:17,6 og var þrautin þar með á enda. Mér var litið á klukkuna, hún var 20 mínútur geng- in í 11, og hafði þrautin því stað- ið yfir í 12 tima Þann dag eða sam- tals 20 og % tíma báða dagana, þvi nær heilan sólarhring! Mathias var nú innilega fagnað af móður sinni, sem hafði ótrauð beðið þess að hinn 17 ára gamli sonur hennar lyki þrautinni. — Annars var orðið fátt áhorfenda á vell- inum um þessar mundir, aðeins nokkur hundruð þeirra „aláhugasömustu" og svo vitanlega blaðamenn og fréttaritarar frá þeim þjóðum sem keppendur áttu í þrautinni. Eg hafði fyrir nokkru flutt mig upp í blaðamannastúkuna til þess að geta fylgzt betur með Erni í spjót- kastinu, en eins og ég gat um áðan, hafði enn ekki verið tilkynnt kastlengdin síð- ari flokksins. Var því allt á huldu um raunverulegan heildarárangur þeirra, er keppt höfðu í þeim flokki. Þegar keppni þrautarinnar var raunverulega lokið fóru menn að gerast langeygðir eftir spjótkastsúrslitunum og létu það óspart í ljósi. Þulurinn varð var við þessar ó- ánægjuraddir og lofaði í sífellu að nú kæmi spjótkastsúrslitin, en án árangurs. Til gamans ætla ég að birta hér glefsu úr minnisbók minni, er fjallar um þetta ástand eins og það kom mér fyrir sjónir þetta kvöld. „Á elleftu stundu biða mörg hundruð fréttaritarar frá öllum heims- álfum, jórtrandi og skapvondir, þyrstir og hungraðir, ragnandi og bölvandi — eftir því að fá fréttir af árangri 2. fl. spjótkastsins, því fyrr geta þeir ekki gengið frá skeytunum. Fróðir menn telja að miðinn með árangrinum hafi týnst í meðförum og sé verið að leita að honum niðri á vellinum í myrkrinu. Á annað hundrað áhugasamir blaðamenn hafa stofnað kór nálægt endamarkinu og syngja nú fullum hálsi — „.Tavelin group two, please!“ — Ekkert svar — þögn og drungi hvílir yfir kallaranum. Allt í einu rifur hann þó þögnina og tilkynnir heildarstigatölu fjögurra kepp- enda og var örn meðal þeirra. Síðan þagnar kallarinn og tekur „kórinn" aftur Robert B. Mathias, Olympíumeistari í tugþraut. við — „Javelin group two, please“! Kall- arinn svarar: „As soon as we get it.“ Kórinn: „Thank you“ Kallarinn: „Thank you“. Báðir þegja. Þá tilkynnir kall- arinn að nú komi árangurinn eftir 2 mínútur og enn líða 5 mínútur. Loks kemst hreyfing á einhverjar draugaleg- ar mannverur, sem hímt hafa í myrkrinu niðri á miðjum vellinum. Skyldi miðinn hafa fundist? 2 starfsmenn hlaupa með eitthvað í höndunum í áttina að sendi- stöðinni. Nú glymur í kallaranum, þar fékk hann málið. Tilkynnir hann nú hverjir sex hafa orðið stighæstir í þraut- inni, minnist ekki á spjótkastið en biður i stað þess góða nótt. Kórinn tvístrast, menn eru orðnir vonlausir um að fá „group two“ og fara því að hipja sig heim. Klukkan slær ellevu, vallarljósin slokkna, en olympíueldurinn lifir.“ Robert B. Mathias hinn 17 ára gamli háskólapiltur frá Kaliforníu er vafa- laust yngstur þeirra, sem unnið hafa sig- ur á Oympiuleikum a. m. k. í tugþraut. Og þó var þetta aðeins hans þriðja tug- þraut. Er enginn vafi á þvi að hér er á ferðinni mikið íþróttamannsefni, sem á eftir að taka miklum framförum. Per- sónulegt met hans i tugþraut er 7224 stig frá úrtökumóti Bandarikjanna. —
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.